Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 20

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 20
FRÁ S I G L I N G A M mr A L A S T O F N U N I N N I 1. SKRA YFIR ISLENZK SKIP 1971. Á undanförnum árum hefur Skipaskoðun ríkisins (skipaskráningar- stofan) gefið út skrá yfir íslenzk skip miðað við 1. janúar. Með lögum um Siglingamálastofnun ríkisins frá 1970 var þeirri stofnun falið að taka við skráningu skipa og að gefa út árlega skrá yfir íslenzk skip miðað við 1. janúar ár hvert, og aukaskrár ef þörf krefur. 1 lögunum segir einnig að þar skuli birta skrá yfir einkaleyfisnöfn skipa, skip í smíðum, skip sem felld hafa verið niður af skipaskrá á árinu og annan gagnlegan fróðleik um íslenzkan skipastól. Nú er fyrsta skipa- skráin, sem Siglingamálastofnun ríkisins gefur út samkvæmt þessum lögum komin út, og er í henni eins og áður margháttaður fróðleikur um íslenzkan skipastól. Mikið af skýrslunum eru unnar meið aðstoð Skýrslu- véla ríkisins og Reykjavkurborgar. Bókin er nú 221 bls. að stærð, ljós- prentuð í Litbrá, að nokkru leyti beint eftir spjaldskrárprentun skýrslu- véla. Ymsar nýjungar eru í bókinni í þetta sinn, og má þar nefna að birtar eru Ijósmyndir af öllum nýjum íslenzkum skipum 100 brl. og stærri, sem skráð hafa verið á árinu. I»á er skrá yfir vélategundir í íslenzkum skipum, aldur og meðalaldur skipa I mismunandi stærðarflokkum. Þá eru skrár yfir hestaflaorku á rúmlest miðað við mismunandi stærðarflokka, og nán- ar getið um radíó og fiskileitartæki ýmsra skipagerða. Þá er einnig fróð- leg samanburðartafla yfir fiskiskipastól helztu fiskveiðiþjóða heims. Yfir- litsskýringar fyrir kafla og töflur eru líka á ensku, og bókin því mjög gagnleg öllum þeim aðilum innlendum sem erlendum, er fylgjast þurfa með íslenzkum atvinnumálum. 2. ISLENZKUR SKIPASTÓLL 1. JANÚAR 1971. Fjöldi og rúmlestatala íslenzkra skipa 1. janúar 1971 er í töflu í bók- inni á bls. 206, og eru heildarniðurstöður þessar: Fiskiskip undir 100 brl. eru 549 talsins, alls 18.314 brúttórúmlestir. Fiskiskip 100 brl. og yfir, togarar EKKI meðtaldir, eru 199 skip, sam- tals 41.411 brl. Fiskiskip önnur en togarar eru þannig alls 748 skip, samtals 59.725 brúttórúmlestir. Togarar eru nú 24 á skipaskrá, alls 16.981 brl. Allur íslenzki skipastóllinn var 1. janúar 1971: 849 skip, samtals 140,366 brúttórúmlestir, en auk þess eru skráðir 1094 opnir vélbátar samtals 3.350 brúttórúmlestir. 3. SKIP STRIKUÐ ÚT AF SKIPASKRA 1970, OG NÝ SKIP A ÁRINU. Alls voru 21 skip strikuð út af skipaskrá árið 1970, samtals 4.599 brúttórúmlestir, en skrá yfir þau skip er á bls. 204 í skipaskránni, og þar er tilgreind ástæðan fyrir útstrikun hvers skips. Mest munar þar um útstrikun á síldarflutningaskipinu „Síldin“, 2505 brúttórúmlestir að stærð, sem seld var úr landi á árinu. Á árinu 1970 hafa bætzt í íslenzkan skipastól, alls 40 skip, (sbr. bls. 214 í skipaskránni) samtals 9.318 brúttólestir. Þar munar mest um flutningaskipin GOÐAFOSS, 2953 brl., DETTIFOSS, 3004 brl., og HEKLU, 708 brl., og svo Hafrannsóknaskipið ms. BJARNA SÆMUNDS- SON. Skuttogarinn DAGNÝ SI-70, 385 brl., var keyptur frá Þýzkalandi á árinu, og togarinn RÁN, GK-42, 419 brl., var skráður á árinu, þótt hann sé ennþá í viðgerð. Þessi togari var brezkur, hét áður Boston Well- vale, en var bjargað af strandstað við Djúp og keyptur til Hafnar- fjarðar. Flest hin skipin eru ný fiskiskip, en líka nokkur eldri smáskip, sem áður hafa verið opnir bátar eða nótabátar, en verið þiljaðir og end- urbyggðir. 4. ALDUR ÍSLENZKRA SKIPA 1. JANÚAR 1971. Eins og undanfarin 4 ár er í skipaskránni skrá yfir aldur íslenzkra Vf KINGUE 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.