Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 11
BRÉF TIL Víkingsins Af Selfossi fór Egill skipstjóri á Fjallfoss I, síðan tekur hann við (ítalíu) Reykjafossi þar til hann tók við Tröllafossi 1951 og var með hann þar til hann hætti sjómennsku fyrir aldurs sakir. Af Tröllafossi var Egill sérstak- lega hrifinn. Hann gekk í góðu veðri 12 sjómílur, en var fljótur að missa ferð ef eitthvað blés á móti. Egill minnist þeirra daga eins og þegar hann var á Lagarfossi. Þá var rútan þeirra að utan beint upp á Djúpavog og þaðan austur og norður um á 32 hafnir allt að Ingólfsfirði á Ströndum. Þá var á flestum stöðum lítið um bryggj- ur og flutningabátar í hávegum hafðir. Þeir urðu að vinna að allri uppskipun um borð og þá var oft lítið um svefn. En þó það væri oft erfitt, þá var sá erfiðleiki ekk- ert á móts við það að taka hafn- irnar í ýmsum veðrum, því þá var ekkert nema handlóðið til að átta sig á og þá var gott og mikill lærdómur að sigla með góðum og traustum skipstjórum, sem allan stýrimennskutíma Egils á Lagar- fossi, voru um borð. Egill telur það mjög ánægju- legt að hafa upplifað það á þess- um 52 árum, sem hann var til sjós, að sjá þær stóru framfarir sem orðið hafa á aukningu skipaflot- ans og á öllum útbúnaði hans. Helgi Hallvarðsson. VlKINGUR Akureyri, 19. d'es. 1970. Ritstj. Víkingsins Reykjavík. Vinsamlegast birtið þessar línur ef ykkur finnst þær þess verðar. Þetta mál hefur talsvert verið rætt hjá okkur togaramönnum hér á Akureyri, og er okkur áhugamál að þetta komi fraip. — Beztu kveðjur. Eins og mönnum er sjálfsagt kunnugt, hefur Lands- sími íslands á undanförnum árum unnið að bættum við- skiptamöguleikum milli skipa og lands. Hafa til dæmis nýlega Isafjörður radio, Siglufjörður radio og Horna- fjörður radio fengið nýja og aflmeiri senda en áður, og betur staðsetta. Notagildi þeirra hefur þannig stóraukist. Hér á ég við svokallaða bátabylgju, tíðnirnar 1605 — 4000 Kc/s. Samt mætti nú bæta þjónustuna enn frekar. Eins og er vantar góðan sendi á langbylgju sem yrði þá á Siglu- firði. Þegar skip eru djúpt útaf Vestfjörðum norðarlega, er samband á langbylgju við Reykjavík radio ekki gott, og stundum ónothæft. Siglufjörður radio hefur móttöku á langbylgju, og er mér kunnugt um að þar er góður hlustvörður haldinn, en þar er enginn starfhæfur lang- bylgjusendir núna, og hefur ekki verið undanfarið. Einnig er nauðsynlegt að auka sendiorku stöðvarinnar í Neskaup- stað. En það sem mér finnst einna mest aðkallandi nú, er að setja upp örbylgjutæki (VHF) á Akureyri. Þannig er, að sendi og móttökuloftnet loftskeytastöðvarinnar á Siglu- firði eru á Sauðanesi, sem er vestan Siglufjarðar eins og mönnum er kunnugt. Þegar skip eru á Eyjafirði ber allan fjallgarðinn á milli, og er erfiðleikum bundið að afgreiða samtöl við Siglufjörð radio þaðan, sökum lélegrar móttöku á báða bóga. Úr þessu yrði bætt ef VHF stöð yrði sett upp á Akur- eyri. Langdrag VHF milli lands og skips er h.u.b. 40-50 sjómílur, og myndi það nægja til viðskipta þar til Siglu- fjarðar radio heyrðist vel á hinum tíðnunum. Oft þarf að hafa samband við land skömmu fyrir komu til Akureyrar, og eins skömmu eftir brottför þaðan. Hafa þarf samband við hafnaryfirvöld, umboðsmenn og fleiri. Sumir erlendir skipstjórar telja siglingu á Eyjafirði ekki auðvelda þar sem fara þarf framhjá tveimur grunnum, sem eru í firðinum. Þætti þeim örugglega bót að því að geta haft öruggt samband við land inn og út fjörðinn. Allt yrði þetta létt- ara skipstjórnarmönnum og öðrum þeim sem hagsmuna hafa að gæta í þessu sambandi, ef VHF stöð yrði komið upp á Akureyri, en flest hin stærri skip eru nú búin þess- um tækjum. Það er því ósk mín að tækjum þessum verði komið upp á Akureyri hið fyrsta. Stefna Landssímans hefur greini- lega verið í þá átt að bæta þjónustuna við skipin, og trúi ég ekki öðru en þetta mál verði athugað gaumgæfilega. Þeim peningum sem til þess fara, að bæta samband sjó- manna við land er vel varið. Birgir Aðalsteinsson, loftskeytamaður. 63

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.