Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 36
SAMGÖNGUMÁL í öllu því flóSi lesmáls og mynda, sem daglega fyllir blöðin, bæði dag- blöð og vikublöð, um poppmúsik, íþróttir (íþróttakeppnir), atómljóð (ef hægt er að kalla þá listgrein(?) ljóð), óléttar prinsessur, flugvéla- rán, stríð í ísrael, stríð í Viet Nam o. fl., o. fl., má kalla það mikinn við- burð að finna í Lesbók Morgun- blaðsins hinn 2. ágúst 1970 grein og myndir um samgöngur næstu fram- tíðar eftir Arngrím Sigurðsson. Þar eru skemmtilegar myndir af hugsuðum samgöngutækjum fram- tíðarinnar í lofti, á landi og sjó, sem hugsuð eru og hönnuð með til- liti til vaxandi fólksfjölda, vaxandi mengunar á andrúmslofti, síaukinni þörf fyrir að koma sem mestum fjölda fólks og sem mestu magni af hvers konar varningi milli borga, landa og heimsálfa á sem skemmst- um tíma og án þess að eitra um of okkar dýrmæta andrúmsloft og út- höfin fyrir lífvænlegum skilyrðum til lífsframfærslu nytjafiska og ann- arra fæðutegunda. Einna mesta at- hygli mína vakti vagninn, sem hugsaður er sem riffilkúla, gengur í röri með ca 800 km hraða á klukkustund. Ef hægt er að leysa loftræstingu í þvílíkum vagni, virð- ist hann ákaflega forvitnilegur og hagkvæmur sem farþega „skutla“, og sem vöruflutningatæki virðist ekkert mæla gegn honum í fljótu bragði. Sennilega yrði kostnaður við lagningu hinnar risavöxnu rör- leiðslu mikill, en þó miklum mun minni en vel undirbyggðra hrað- brauta. Þessar leiðslur mætti leggja beint milli áfangastaða án mikillar undirbyggingar, jarðvegsskipta eða vali vegarstærða eftir nútímalög- máli. Maður skyldi aldrei segja aldrei og hugsanlegt væri að ungir íslend- ingar ættu eftir að lifa þá tíma, að nokkrum hundruðum manna og/eða hundruðum tonna af vamingi yrði skotið til Akureyrar á 15—20 mín- mínútum eða til Seyðisfjarðar á 20 —30 mínútum án þess að ryðja þyrfti fjallvegi eða takmarka öxul- þunga. Ég hef hér aðeins minnzt á eina af sex hugmyndum um fram- tíðarfarartæki, enda þótt hinar fimm séu allar forvitnilegar og sennilega allar framkvæmanlegar og verði kannski hversdagslegar að nokkrum áratugum liðnum. „Mættum við fá meira að heyra?“ Guðfinnur Þorbjömsson. Ekkja nokkur stefndi ritstjóra blaðs eins, sem getið hafði um lát manns hennar. Hafði blaðið komizt svo að orði, að maðurinn hefði farið til betri heimkynna. * Skrif stof ust j órinn: Þessum skjölum eigið þér að raða í stafrófsröð og fleygja þeim síðan í bréfakörfuna. * Læknirinn: Sofið þér vel á nóttinni? Sjúklingurinn: Já, ágætlega. Læknirinn: Hvað starfið þér? Sjúklingurinn: Ég er næturvörður. * Gesturinn á uppboðinu: Það kemur ekki til nokkurra mála, að ég hafi keypt allt þetta bölvað skran. Ég hef setið og sofið allan tím- ann. Uppboðshaldarinn: Já, en þér hafið kinkað kolli við og við. * Listmálarinn: Þetta er mjög dýr- mætt málverk, en ég skal selja yður það 25% lægra en verðið er á sýning- arskránni. Skotinn: Seljið mér sýningarskrána með 50% afslætti. Nýtízku tæki. Framhald af bls. 79. góðan og vel með farinn fisk, enda eru þeir harðfengnir fiskimenn á traustum skipum. En það er viðurkennt, að framfarir geta ekki orðið með því að lifa á fornri frægð einni saman. Með því að koma sér upp virkari veiði- tækjum og fullkomnari búnaði, ná þeir tökum á nýjustu veiði- aðferðum. Nú verða menn ekki fiskimenn af því að þeir hafa ekki um neitt annað starf að velja. Nokkru af stritinu og þræl- dómnum verður að létta af fiski- mönnunum, eigi þessi atvinnu- grein að laða að sér rétta gerð ungmenna. Lífið getur aldrei orð- ið erfiðislaust, en sum erfiðustu verkin má láta vélarnar gera. En framar öðru, verður að tryggja að nýliðar fái umbun fyrir tækni- lega kunnáttu, greind og leikni í starfi, en ekki einungis fyrir lík- amlegan styrk. Nýliðar treysta því, að þeir fái tækifæri til viðunandi þjálfunar í starfi. Það er ekki við hæfi nú á tímum, að þeir verði að tileinka sér kunnáttu við störfin á snöp- um, þ. e. án tilsagnar. Það er ef til vill tímanna tákn að fyrirhug- aður fiskiðnaðarháskóli, sem fræðsluyfirvöld Aberdeenborgar standa fyrir, mun hafa á stefnu- skrá sinni sérstök námskeið fyr- ir unga sjómenn bæði á togurum og fiskibátum, (inshore section). Þessi námskeið munu verða til viðbótar þeim, sem þegar eru starfandi í öðrum sjómannaskól- um í Skotlandi til undirbúnings undir Board of Trade seamanshvp certificate“... Það ánægjulegasta. Án þess að vanmeta á nokkurn hátt framlag opinberra stofnana sem höfundur telur upp, segir hann ennfremur: „Vér lítum svo á, að þegar til lengdar lætur sé það framtakssemi fjör og frjálst framlag þeirra sem atvinnuveg- inn stunda, sem er ánægjulegast og skiftir meira máli en það, sem leggja -þarf til frá óviðkomandi aðilum“. VÍKINGUR 88

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.