Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 28
Dr. Sigfús A. Schopka, fiskifrœÓingur: UM HROGNKELSIN OOOOOOOOOOOOOOOO0000000000000000000<00000000<C<000000000000 Erindi flutt í þœttinum „Við sjóinn^. oooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooooo Fiskar af hrognkelsaætt eru kaldsjávarfiskar, sem aðeins er að finna á norðurhveli jarðar. Til þessarar ættar eru taldar um tuttugu tegundir, allar smá- vaxnar, um 10—20 sentimetra á lengd, að undanteknum hinum eiginlegu hrognkelsum — grá- sleppu og rauðmaga — en þau geta orðið allt að 70 sentimetra á lengd. Hængurinn verður þó aldrei lengri en 50 sentimetrar. Þó að hrognkelsin teljist til beinfiska, þá eru bein þeirra kalk- lítil og brjóskkennd. Roðið er hreisturslaust en alsett körtum. Það er mj ög þykkt og hlaupkennt og kallast hvelja. Eins og nafn hrygnunnar — grásleppunnar ber með sér, er hún grágræn á kvið, en dökkgrá eða nær því svört á baki. Hængurinn er svip- aður á litinn utan hrygningar- timans og er þá oft kallaður grá- magi. Það er hald sumra sjó- manna, að grámaginn sé önnur tegund, en það er rangt. Þegar líður að hrygningu roðnar grá- maginn. og verður að rauðmaga. Þetta fyrirbrigði er ekkert eins- dæmi meðal fiska. Nærtæk dæmi eru bæði lax og hornsíli, sem fá sinn sérstaka „riðabúning“ um hrygningartímann. Heimkynni hrognkelsanna er Norður-Atlantshafið, norður frá Hvítahafi suður í Biskayaflóa að austanverðu og allt norður frá Diskó suður að Þorskhöfða að vestanverðu. f Eystrasalti er til afbrigði — nokkurs konar vasa- útgáfa af aðaltegund — sem varla verður stærri en 25 sentimetrar. Hrognkelsin eru farfiskar, sem koma aðeins upp að ströndum að vorinu og fram á sumar til hrygn- ingar. Hinn tíma ársins eru þau ýmist uppsjávar úti á reginhafi eða við botn á djúpleiðum, að því að talið er. Rannsóknir sem Bretar gerðu á magainnihaldi búrhvala veiddum í júlí og ágúst 1967 úti á miðju Grænlandshafi, sýndu, að ókynþroska hrogn- kelsi voru aðalfæða þessarar hvaltegundar. Dýpi á veiðisvæði hvalanna var frá 500 niður í 2000 metra. Vegna þess hve steinar finnast oft í maga búrhvala, er talið sennilegt, að þau neyti fæðu sinnar niður við botn. Má því bú- ast við að hrognkelsi leiti allt niður á 500 metra dýpi og jafn- vel dýpra, en bein þeirra eru bæði laus og lin eins og í mörgum djúp- sjávarfiskum. Fljótlega eftir áramót fer að verða vart við hrognkelsi á leið inn að landi, en það er þó ekki fyrr en í febrúar og marz, sem þau koma í þarana. Koma þau oftast fyrr upp að Norðurlandi en Suðurlandi. Hrygningin byrjar skömmu eftir að hrognkelsin eru komin á hrygningarstöðvarnar. Þau hrygna á grýttan botn í þarabeltinu frá 30 metra dýpi og alveg upp að fjöruborði. Oft hefur verið fylgst með hrygningu hrognkelsa í fiskabúr- um, bæði hérlendis og erlendis. Það hefur komið í ljós, að grá- sleppan hrygnir ekki öllum eggj- unum í einu, heldur líða um 2 vikur á milli hrygninga, sem eru oftast tvær, jafnvel þrjár. Hæng- urinn frjóvgar strax eggin, sem límast í kökk eftir að þau kom- ast í snert við sjóinn. Hann gæt- ir eggjanna af mikilli hörku og flæmir öll aðskotadýr burtu. Sér- staklega eru aðrir rauðmagar óvelkomnir, en öðru máli gegnir með hrygnurnar. Það kemur fyr- ir að sami hængurinn frjóvgar egg úr tveimur hrygnum og gæt- ir þannig tveggja hrogna í einu. Meðan hængurinn gætir bús- ins leitar hrygnan uppi nýjan rauðmaga til þess að frjóvga næsta hrygningarskammt. Þegar grásleppan hefur svo lokið sér af, leitar hún til hafs. Þrem til fjórum vikum eftir hrygningu klekjast eggin og yfir- gefur rauðmaginn þá búið. Mest- allan þann tíma, sem hann gætir eggjanna, neytir hann engrar fæðu og hrygnan er ekki heldur lystug á þessu tímabili. Hrygning hrognkelsanna stend- ur yfir í nokkra mánuði. Þar sem nýjar göngur eru stöðugt að koma til hrygningar. Aðalgang- VÍKINGUR 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.