Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 6

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 6
enska og danska, og náms- efnið miðað við það, sem kennt er í þessum greinum til gagnfræðaprófs. — Þeir, sem stæðust próf frá þessu nám- skeiði gætu setzt í 1. bekk að hausti. Þetta mundi að vísu lengja námstímann fyrir þá, sem minni undirbúning hefðu, enda ekki óeðlilegt, segir nefndin, er frv. samdi. 1 1. gr. frv. er þess getið að markmið Stýrimannaskólans sé að veita fræðslu, er þarf til að standast fiskimannapróf, far- mannapróf og próf skipstjóra á varðskipum ríkisins, og í 2. gr. frv. er þess getið að skipstjórnar- nám skuli vera í 4 stigum, og veiti hvert stig tiltekin atvinnu- réttindi, eins og þau verða ákveð- in í lögum um atvinnuréttindi skipstjórnarmanna. Er 1. stig farmanna- og fiskimanna með 6 mánaðar námstíma en 2. stig sömu aðila 7y% mánaðar náms- tíma. 3. stig farmanna er með 7*4 mánaðar námstíma, og 4. stig er 4 mánaða námstími fyrir skipstjóraefni á varðskipum rík- isins. — Heimilt er að lengja námstímann með reglugerðar- ákvæðum eingöngu, en sam- kvæmt því virðist ekki hægt að stytta námstímann nema breyt- ing á lögunum komi til. 1 6. gr. frv. er lagt til að skól- inn starfi frá 1. okt ár hvert og eigi skemur en til 15. maí, en var áður til aprílloka. 1 11. gr. frv. segir að til þess að geta orðið skólastjóri Stýri mannaskólans, verði hlutaðeig- andi að hafa lokið farmannaprófi skólans og síðar víðtækara prófi við innlendan eða erlendan skóla. Fastur kennari í siglingafræði verður að hafa lokið að minnsta kosti farmannaprófi 3. stigs, eða sambærilegu prófi, en þó má veita 58 undanþágu frá ákvæði þessu, en fastur kennari í siglingafræði við 3. stig farmannadeildar verð- ur að hafa lokið prófi frá deild- inni fyrir skipstjóraefni á varð- skipum ríkisins, eða sambæri- legu prófi. Tungumálakennari skólans verður að hafa lokið há- skólaprófi í einhverju af þeim tungumálum, sem kennd eru við stýrimannaskólann, en þó má veita undanþágu frá þessu á- kvæði. 1 14. gr. frv. segir að mennta- málaráðuneytið fari með yfir- stjórn skólans, og í þeirri gr. er það nýmæli, að ráðherra skipar 5 menn í skólanefnd til fjögurra ára í senn, tvo samkvæmt til- nefningu Farmanna- og fiski- mannasambands Islands, annan úr farmannastétt, hinn úr fiski- mannastétt, einn samkvæmt til- nefningu Vinnuveitendasambands íslands og einn samkvæmt til- nefningu Landssambands ís- lenzkra útvegsmanna. Formann skipar ráðuneytið án tilnefning- ar. Skólanefndin skal fylgjast með kennslutilhögun og námsefni og vera skólastjóra til aðstoðar í málefnum skólans almennt. I 8. gr. segir að við próf 1., 2., 3. og 4. stigs skal auk kennarans, sem prófar, vera einn prófdóm- ari í hverri grein, og skipar ráðu- neytið þá að fengnum tillögum skólanefndar, eða/og skólastjóra. 1 10. gr. frv. segir að mennta- málaráðuneytið skipi skólastjóra við skólann og fasta kennara eft- ir þörfum að fengnum tillögum skólastjóra. Hér tel ég tvímæla- laust að eigi að skipa í tilvitnuð störf að fengnum tillögum skóla- nefndar, enda gæti orðið vandséð hvernig ætti að skipa skólastjóra eftir þessi ákvæði, t. d. ef skóla- stjóri hefði látizt, og að settur skólastjóri væri meðal umsækj- anda um skólastjórastöðuna. 115. gr. frv. er getið um námskeið er veiti þá fræðslu sem um getur fyrr í frv. svo og þá fræðslu, sem þarf til að standast fiskimanna- próf 1. stigs og jafnframt til að setjast í 2. bekk í stýrimanna- skóla. Skal skólastj. Stýrimanna- skólans í Reykjavík láta halda námskeið árlega á eftirtöldum stöðum, þegar næg þátttaka er að dómi ráðuneytisins: Akureyri, Isafirði og í Neskaupstað. Nám- skeiðin skulu haldin á sama tíma og kennsla fer fram í samskonar deildum Stýrimannaskólans í Reykjavík. Inntökuskilyrði skulu vera hin sömu og í hliðstæðar deildir í Reykjavík. Heimilt er að halda námskeiðin á öðrum stöðum en að ofan greinir, að til- skyldu samþykki ráðuneytisins. I 16. gr. frv. segir að lög þessi öðlist þegar gildi, þó skulu á- kvæði laga nr. 84/1966 (þ. e. nú- verandi lög um Stýrimannaskól- ann í Reykjavík) gilda um þá, er hafa hafið nám í skólanum áður en lögin taka gildi. Hér vantar ákvæði um að lögin nr. 84/1966 skuli falla úr gildi við gildistöku hinna nýju laga, en verður að telja nauðsynlegt að taka slíkt fram. Ekki mun ég hugleiða meir að sinni um frv til laga um Stýri- mannaskólann í Reykjavík, en vil leyfa mér að spyrja, hvort ekki væri rétt að hafa í einum lögum öll ákvæði um stýrimanna- fræðslu, þannig að ákvæði laga um Stýrimannaskólann í Reykja- vík, og ákvæði laga um Stýri- mannaskólann í Vestmannaeyjum væru í einum lögum. Það ætti að skapa meira öryggi í framkvæmd, og vera öllum þeim, sem hlut eiga að máli heppilegra. Þetta er að- eins smá innskot til athugunar. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.