Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 33
Hann leit á mig samandregn- um tinnusvörtum augum: „Allt þetta ægilega strit .... renna henni upp í skerjagarðinn á Minquirs .... öllu kastað á glæ. Drottinn minn! Eg gæti .... Hann snarþagnaði, leit framhjá mér og augun stækkuðu. Ég sneri höfðinu til og sá að ungfrú Tag- gart stefndi beint á okkur. Einhverntíma sá ég málverk sem hét Hefnd. Nafn listamanns- ins man ég ekki, en það skiftir ekki máli, því mér þótti málverk- ið ekki gott. Þetta sá ég kannski enn betur, þegar ég leit í andlit ungfrú Tag- gart. Þannig hefði átt að mála Hefnd. Hún var náhvít í andliti og í stirðnuðum andlitsdráttum henn- ar voru augun afskapleg. Hún nam staðar beint andspænis hon- um. Núna man ég ekki hvað hún sagði. Orðin streymdu eins og óstöðv- andi flóð af vörum hennar. Þau féllu eins og svipuhögg á andlit Patch og ég sá hvernig allt líf í augum hans vék fyrir vonleysi og sorg. Eg sneri mér undan, gekk hægt í burtu og reyndi að afmá myndina af þeim úr huga mér. Eg braut heilann um, hvort hún gerði sér grein fyrir, hve auðvelt henni veittist að særa hann. Við Hal snæddum í skyndi og snerum síðan aftur til réttar- haldanna. Á slaginu tvö tók Bowen-Lodge sæti sitt í dómarastólnum. Nú sátu fimm blaðamenn við pressuborðið. Þeir höfðu fengið fréttir af réttarhöldunum. „Með yðar leyfi, hr. dómari“, sagði Holland og reis á fætur. „Eg bið um að fá að framhalda yfirheyrslu annara vitna til að gefa réttinum sem fullkomnustu mynd“. „Ég fellst á það“, sagði Bowen- Lodge. „En fyrsta vitni yðar verður vitanlega að vera til staðar í VÍKINGUR réttinum, svo að aðrir aðilar geti lagt fram sínar spurningar“. Ég hafði búizt við, að Higgins yrði næsta vitni, en í stað þess var Hal kallaður fyrir, og ég átt- aði mig allt í einu á, að ég hafði ekkert hugsað um hvað ég sjálfur ætti að segja. Hal stóð teinréttur í vitna- stúkunni og lýsti í stuttu og ákveðnu máli þegar við fyrst sáum Mary Deare og hvern- ig við hefðum fundið skipið yfir- gefið morguninn eftir. Þá var röðin komin að mér. Eg ranglaði inn í vitnastúk- una, settist niður og kaldsvitnaði. Holland hóf spurningar sínar. Rödd hans var vingjarnleg en þreytuleg. „Nafn mitt, JohnHenry Sands, starf mitt, fortíð og hversvegna ég var staddur á skútu minni, Sætröllinu, á þessum stað í Kan- alnum aðfaranótt hinn 18. marz.“ Eg fann að rödd mín var óstyrk. Stingandi augu Bowen-Lodge hvíldu stöðugt á mér. Hinumegin í réttarsalnum sat Patch, álútur með krosslagða arma. Augu hans voru einnig fest á mér. Það var spenna í þeim. Eg rakti í smáatriðum hvernig Mary Deare leit út þegar ég kom um borð. Og nú hafði ég ósjálfrátt tekið mína ákvörðun: Ef ég upplýsti, að við hefðum strandað skipinu á Minquiers, myndi ég afhjúpa hann sem lygara. Ég myndi kippa undan honum fótunum. Það gat ég ekki gert. Ég held að mér hafi lengi ver- ið þetta ljóst, en það undarlega var, að þegar ég hafði ákveðið þetta, hvarf mér allur óstyrkur, og ég vissi hvað ég átti að segja. Eg dró fram mynd af Patch, eins og hann hafði komið mér fyrir sjónir þær háskalegu stund- ir, þegar hann örmagna af þreytu og áverka, hafði einsamall ráðið niðurlögum eldsins og notaði ýt'rustu orku við að bjarga skip- inu, blóðstokkinn rifinn og tætt- ur. Ég lýsti í skýrum dráttum, þegar við til skiptis stóðum í svitabaði í kyndistöðinni við að ná upp þrýstingi á öðrum katlin- um, héldum dælunum í gangi og héldum skipinu uppí og vörð- umst áföllum brotsjóa, sem gengu yfir skipið, sem lá djúpt með stefnið í ofsaveðri. Ég lét þetta nægja, og lauk máli mínu með því að segja blátt áfram að við hefðum yfirgefið skipið um morguninn daginn eft- ir. Nú hófust spurningarnar: Hafði Patch nokkuð minnzt á, að áhöfnin hafði yfirgefið skip- ið?“ Gæti ég gefið réttinum nokkr- ar vísbendingar um stöðu Mary Deare, þegar við yfirgáfum skip- ið? Taldi ég að skipið hefði náð örugglega í höfn, ef ekki hefði verið stormur? Sir Lionel Falcett stóð upp og lagði fyrir mig sömu spurningar og Snertenton; um farminn, lest- arnar og Patch: „Þér voruð með honum allt að f jörutíu og átta háskalegar stund- ir og tókuð virkan þátt í ótta hans og von. Hann hlýtur að hafa sagt eitthvað, eða látið einhverjar skoðanir í ljós“. Ég skýrði frá, að við hefðum haft fá tækifæri til viðræðna. Báðir vorum við úttaugaðir og ofviðrið slíkt, að við gátum á hverju augnabliki búizt við að það sykki undir okkur. Þarmeð tók þessi yfirheyrsla bráðan endi og ég gekk þvert yfir salargólfið til sætis míns. Eg var eins og þurrundin tuska. Hal greip í handlegg mér: „Ljómandi!“ hvíslaði hann. „Þú gerðir hann að sannkallaðri hetju. Líttu á „pressuborðið". Ég sá að það var autt. „Jan Fraser“! Fraser skipstjóri gaf stuttorða skýrslu um björgun okkar Patch og að því loknu var nafn Janet Taggart kallað upp. Hún gekk inn í vitnastúkuna, náföl en háleit. Andlit hennar var lokað, eins og gríma lægi yfir því. m

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.