Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 27

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 27
Tenntur skelfisksplógur. cm. Queen var fyrr á árum not- aður aðeins til beitu á lóðir, en aldrei áður notaður til manneld- is. Áður gerðar tilraunir til að að gera queenveiðar arðbærar tókust ekki sökum þess hvað skeljarnar voru smáar og taf- samara að vinna þær en hörpu- diskinn, ef ná átti sama magni af matfiski. En svo mikið magn hefir nú fundizt af queen, og fljóttekið, að veiðin reynist arð- vænleg, þrátt fyrir mikinn vinnslukostnað. Með því að frystigeymslur eru nú hvarvetna fyrir hendi, eru mestu erfiðleik- arnir yfirunnir, og mjög ábata- samar veiðar hafa þróast, fyrst í Clyde og síðar við Orkneyar og í Solway Firth. Unnin queen er einnig fluttur út frystur einkum til Bandaríkjanna, en þar er hrognanna ekki óskað. Nákvæmt magn af queen sem flutt hefir verið á land er ekki vitað, með því að veiðin hefir fram til síðasta árs verið talin með hörpudiskinum, en áætlað er að 1969 hafi hún numið 20% að magni til en 10% af verðmæti aflans samanlagt. í byrjun var queen veidd með sama tæki og ,,clam“, það er venjulegum tenntum plógi eða botnsköfu, en nýlega hafa botn- vörpur af ýmsum gerðum verið VlKINGUR reyndar og hafa þær gefið betri raun. Nákvæm rannsókn hefir farið fram á botnsköfum og bómutrolli, með því að kafarar hafa fylgzt nákvæmlega með hvernig á þessu stendur. Er það af mismunandi viðbrögðum skeljanna. Þegar veiðarfærið nálgast skelina, þrýstir hörpu- diskurinn sér blátt áfram niður í sjávarbotninn, svo að varpan dregst yfir hann. Tenntur skel- fiskplógur reynist því virkara tæki til að ná hörpudiskinum. Viðbrögð queenskeljarinnar eru á annan veg. Hún flögrar og synd- ir í ýmsar áttir, þegar veiðar- færið nálgast, og hefir botnvarpa með víðara opi því meiri mögu- leika til að ná þeim. Eftirspurn eftir hörpudiski og queen er nú meiri en framboðið, og verður svo eflaust fyrst um sinn. Væntanlega aukast þessar veiðar í framtíðinni því stöðugt finnast ný fiskimið. Þess er þó naumast að vænta að þær aukist jafn ört og um skeið. Bátarnir hafa að mestu fiskað á nýjum miðum, sem verið hafa mj ög gj öf- ul. Óumflýjanlega hlýtur veiðin á þessum miðum að minnka, þar til jafnvægi er náð milli veiði, dauðsfalla svo og viðkomu skel- fisksins og vaxtar. Reynslan sýnir, að þegar veið- in á ákveðnum miðum minnkar það mikið að ekki svarar kostn- aði, flytja fiskimennirnir sig á önnur mið. Á þann hátt er tryggt, að stofninn verður ekki upprætt- ur, og honum veittur tími til að vaxa að nýju. Veiðin í Clyde er nú þorrin mjög, miðað við veiðitíma og bátafjölda. Er sumpart um kennt, að viðkoma ungviðis hafi skort hin síðari ár. Þetta er algengt fyrirbrigði meðal skelfiska, og talið vera af náttúrulegum ástæð- um. Stofninn í Clyde, sem ann- ars staðar, mun enn vera að mikl- um hluta stór hörpudiskur. Merki hafa sézt um, að viðkoman sé að aukast og ætti því ekki að vera langt að bíða þess, að veiði á Clydehörpudiski fari að aukast. Þó nú að veiðar á skozkum hörpudiski og queen, vírðist tryggðar um nánustu framtíð, hafa vísindamenn frá „Depart- ment of Agriculture and Fisher- ies for Scotland“, nánar gætur á veiðunum svo og stofninum til þess að fyrirbyggja að þessi nýi og arðvænlegi atvinnuvegur verði eyðilagður með rányrkju". Lauslega þýtt eftir „World fishing". Sept. 1970. Hallgr. J. Inngangsorð ritstjóra ,,World“ fishing“. Stefnumót. I þessu tölublaði lítum vér yf- ir skozka útveginn, hvernig hon- um hefir vegnað undanfarna 12 mánuði, og hvort um framför hefir verið að ræða. Að þessu sinni höfum vér átt því láni að fagna að geta athugað málið frá, ef svo mætti segja, hagstæðari hlið en áður. I stað þess að vér höfum áður orðið að ferðast frá einum veiðistaðnum til annars til þess að kynnast útveginum, var oss sýndur sá heiður nú, að kom- ið var til móts við oss, alla sex dagana sem sýningin stóð yfir á sýningarsvæðinu í Aberdeen. Frá öllum svæðum Skotlands komu bátafoi’menn og sjómenn, svo og sölumenn í þúsundatali, og ekki þui’fti langt að fai’a til þess að fá vitneskju frá fyrstu hendi um útveginn, og þá eigi síður ein- lægar og gagnlegar bendingar um séi’hvert atriði viðvíkjandi útveg- inum. Það er auðveldara að fá næði til að tala við fólk, þegar svona stendur á, heldur en þegar þai’f að stöðva það við vinnu sína til þess að fá viðtal. Nýtízku tæki. Áhuginn, sem menn virtust hafa á nýtízku tækjum, sem voru þarna til sýnis, ber vott um glögg- an skilning, sem virðist almenn- ur á þessum veiðum við Skotland nú. Skotar hafa löngum vei'ið kunnir að því að færa að landi Framhald á bls. 88. 79

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.