Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 13

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 13
ínu þar. Árangur af þessum til- raunum náðist ekki fyrr en upp úr 1960. Hnúðlaxinn dreifðist víða og gekk m. a. í stórum stíl í árnar í Noregi og á íslandi. í ár var yfir 100.000 hnúðlaxa- seiðum sleppt í árnar á Kóla- skaga. Þessar fisktegundir eru mjög viðkvæmar fyrir loftslags- sveiflum, breytingum á hitastigi vatnsins, straums o. fl. I góðu árferði þroskast þær vel, en í köldum árum ferst mikið af þeim. Aðalvandi vísindamannanna í PINRO er að fá fram stofn af hnúðlaxi, sem hrygnir við eðlileg skilyrði. Á Kólaskaga eru 120 þús. ár og vötn og nú eru vísindamenn- irnir í PINRO að vinna að efl- ingu fiskiræktar og fiskveiða í þeim. Ný vatnaskip eru smíðuð, burðarmikil og vel búin veiðar- færum. Meginvandinn, sem vís- indamennirnir horfast í augu við er að skipta um fiskitegundir í vötnunum, taka burt verðlitlar fiskitegundir eins og hornsíli og geddu, og setja í staðinn verð- meiri fiska. Vísindamennirnir í PINRO hafa gert mjög merkar athugan- ir á hegðun fiska. Þeir fóru í þar til gerðu hylki niður á allt að 600 m dýpi og fylgdust þannig með hegðan fiska í sjó og við botninn. Þessar rannsóknir hafa varpað nýju ljósi á líffræði ýmissa fiska. T. d. komust vísindamennirnir að því, að allar fisktegundir hafa hæfileika til að velja sér stað til næringaröflunar. Fylgzt var með fiskunum á öllum tímum sólar- hringsins. Þá kom í ljós, að fisk- ar eins og þorskur og vatna- flekkur sofa einhvern hluta úr sólarhringnum. Á meðan liggja þeir á hliðinni eða kviðnum á hafsbotni og ekkert nema hljóð- bylgjur getur vakið þá. Rann- sóknir af þessu tagi hafa ekki einungis vísindalega þýðingu, heldur einnig hagnýta, þar eð með þeim má finna, hvar fisk- arnir hópast saman. Míkkaíl Kostíkov. Líffræðistofa „Pinro“ í Murmansk annast rannsóknir á fæðugildi ýmissa fisktegunda. Fleiri en karlarnir eru óánægðir! Kona hefur orðið: „1 þrjátíu ár hef ég verið sjómannskona, en maðurinn minn er togarasjómaður. Aldrei hafa útgerðimar fyrr leikið mennina okkar eins og þær eru farnar að gera nú orðið. Þeir senda togarana beint af miðunum til erlendra hafna og síð- an þaðan beint á miðin aftur, án viðkomu í heimahöfnum. Svona hefur það kannski gengið þrjár veiðiferðir í röð, svo að maður sér ekki bóndann mánuðum saman. Þeir eru meðliöndlaðir eins og galeiðuþrælar, en það er eins og vant er — að þá skortir alla uppburði til þess að andmæla þessari meðferð. Svo að við konur þeirra verðum að taka okkur saman og mótmæla þessu. Hvernig stendur á því, að þessi ráðabreytni er nú upp tekin í sambandi við söluferðir til erlendra hafna? Stangast þetta ekki á við Sjómannasamninga, að veiðiferðirnar eru framlengdar svona, án þess að lileypa mönnunum í lieimahöfn?“ ♦ VÍKINGUE 65

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.