Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 9
norskan fragtara semvarí „Norð- ursjávarrútu" aðallega með kol. Stríðið var þá byrjað og það er í einni slíkri ferð, sem þeir eru í frá Englandi til Noregs í skipa- lest með 6 skipum og einum tundurduflaslæðara til varn- ar, að þeir verða varir við stríð- ið. Þeir eru á siglingu í glaða sól- skini, norður af Shettlandseyjum, þegar skyndilega birtast stórir bryndrekar og byrja að skjóta á skipin. Allir héldu fyrst, að þarna væri um Englendinga að ræða, en þegar tundurduflaslæð- arinn leggur á flótta, sjá þeir al- vöruna í hlutunum. Skyndilega gerir svarta él og þeir á norska skipinu breyta stefnunni um 90° og sigla í vestur. Þetta var ekki mikið gangskip, en þegar élinu léttir upp sjá þeir ekkert af hinum skipunum. Þau höfðu öll verið skotin í kaf. Árið 1917 kemur Egill heim til Islands aftur. Hann er þá með tveimur öðrum og sigla þeir báti frá Noregi til íslands. Þetta var 27 tonna bátur sem keyptur var frá Noregi til Hafnarfjarðar. Egill var háseti, en hitt var skip- stjóri og vélstjóri. Báturinn hafði mikinn seglabúnað en litla olíu- tanka og voru því með olíubirgðir í tunnum, sem þeir stöfluðu á dekkið. Á Færeyjarbanka urðu þeir olíulausir og stóð Egill einn við að losa olíu úr tunnunum á tankana. Gekk það verk að von- um seint, en lauk þó um síðir. Þegar þeir nálgast austurströnd Islands skellur á þá stormur, sem er á eftir. Þeir voru með stór- seglið uppi og Egill einn á vakt. Skipið tekur sjó inn á lúgu, og Egill ræður ekki einn við að ná selginu niður. Hér þurfti snör handtök við svo Egill gerir sér lítið fyrir, klifrar upp í mastur og sker seglið niður og á þá alls- kostar við að ná því inn. Á næstu VlKINGUR grösum var þýzkur togari, sem séð hefur þegar seglið féll. Ekki er gott að segja hvað togaramenn hafa álitið að væri að ske um borð í bátnum, en hann elti bátinn þar til Egill hafði náð seglinu inn. Þegar Egill kemur heim, 1917, ræður hann sig á gömlu Borgina, sem ríkið gerði út, en Eimskipa- félag íslands sá um driftina á. Á því skipi er hann í millilandasigl- ingum í rúmt ár, en ræður sig þá á Willemoes, sem seinna fékk nafnið Selfoss. Skipið hafði verið skírt á sínum tíma Willemoes eftir „reiðara" þess. Árið 1918 fer Egill á Stýri- mannaskólann og lýkur prófi þaðan árið 1920. Að loknu prófi byrjar hann starf sitt hjá Eim- skipafélagi Islands, sem hann starfaði hjá allt til þess tíma að hann varð að fara í land vegna aldurs um áramótin 1960—’61. Að vísu er hann á dönsku skipi frá 1923—1926. Strax eftir skólann var Egill ráðinn II. stýrimaður á Selfoss og er síðan sem afleysingarstýri- maður hjá Eimskipafélaginu til 1923, en þá fer hann til Danmerk- ur og ræður sig á 15 þús. lesta farþegaskip sem hét Eastonia. Hann var ráðinn „rórmaður" um borð. En það nafn báru þeir, sem eingöngu höfðu því starfi að gegna að standa stýrisvaktir á siglingu og vera á verði við land- ganginn í höfnum. Skipið hafði það verkefni með höndum að flytja farþega frá Danzig til New Egill á miðjum starfsaldri. York. Á þeim tíma var mikið um fólksflutninga frá austur Evrópu- löndunum til Ameríku. Allir vor æstir í að komast til hins fyrir heitna lands. Ýmsir af áhöfninni voru að sjálfsögðu jafn heillaðir af þessu „góssen“landi og not- uðu því tækifærið í New York til að strjúka af skipinu. Þetta voru því erfiðir tímar fyrir þá, sem á verði við landganginn stóðu, því alltaf bárust böndin að þeim um að hafa verið í vitorði með strokumönnum. Á þessu skipi var Egill í rúm 2 ár. En þá fékk hann tilboð frá danska félaginu um að fara til Síam og gerast þar stýrimaður á skipi, sem félagið hafði þar í strandferðum. Egill tók þessu boði, því hann vissi það, að þeir, sem þangað réðust og komu aftur til Danmerkur eftir 3 ár (ef þeir þá komu aftur) áttu skjóta upp- hefð í vændum. Þegar til Kaupmannahafnar Rœtt við Egil Porgilsson fyrrv. skipstjóra. 61

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.