Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 19
í 8500 tonna úthafsskip i 240 m. löng tilraunaþró í Lyngby í Danmörku. Skipslíkaninu komið fyrir undir mælivagninum. Algengustu rannsóknimar beinast að því að finna hve mikið vélaafl ákveðin skipagerð þarf að hafa til að skipið nái æslálegum hraða. Þá rannsaka menn stöðugleikann, veltiáhrifin, mismunandi straumlínugerðir, stýrisbúnað o. m. fl. Við nokkrar rannsóknir eru líkönin dregin um þróna af mælivagni, sem ekur á teinum, er liggja sitt hvorum megin við þróna. Teinarnir eru lagðir svo nákvæmlega, að þeir fylgja eftir boga jarðarinnar — og þar með vatns- yfirborðinu í þrónni — munar aðeins örfáum hundi'uðustu hlutum úr millimefra. Með elektroniskum mælitækjum eru gerðar ýms- ar mælingar. Tölugildin eru síðan sett í tölvur. En útreikning- ingur þeirra gefur síðan til kynna, hvort þörf er á að breyta einhverju í fyrirhugaðri smíði. Á liðnum árum hafa þessar líkanarannsóknir leitt til ýmissa þýðingarmikilla endurbóta á línum skipanna og skrúfugerðum — endurbætur, sem gert hafa kleift að ná meiri hrafða með sömu hest- aflatölu. Þegar nýja skipið er fullsmíðað og leggur upp í reynsluför sína frá skipasmíðastöðinni og stuttu síðar fer í jómfrúferð sína, hefur litla parafín- skipið lokið hlutverki sínu. Líkanið er þá brætt upp og síðar mótað i önnur skip — kannski fiskibát, hraðskreitt kæliskip eða risastórt tankskip. — Ö. S. VÍKINGUR 71

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.