Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1971, Blaðsíða 10
Fjallfoss fyrsti hét áður „Edda“.
kemur er Gullfoss í höfninni.
Egill fer um borð, af rælni, til að
hqilsa og kveðja. En þá æxlast
það þannig að hann ræður sig á
Gullfoss.
Hann verður síðan stýrimaður
á Lagarfossi 1927 og er þar í 14
ár að undanteknu árinu 1930,
sem hann er stýrimaður á Goða-
fossi. Á þeim langa tíma sem
Egill var stýrimaður á Lagar-
fossi, átti hann því láni að fagna
að sigla alltaf undir stjórn hinna
ágætustu skipstjóra.
Egill byrjaði sem skipstjóri á
gamla Selfossi í síðasta stríði.
Selfoss var ekki mikið gangskip
og því þótti sumum skipstjórum
ekki mikið varið í það að hafa
hann með í skipalest (Konvoy).
Fyrsta ferð Egils sem skip-
stjóri á Selfossi varð all söguleg.
Þeir lögðu af stað frá Reykjavík
áleiðis til Halifax í slæmu veðri.
Þeir áttu, ásamt fleiri skipum,
að sameinast skipalest suður af
Reykjanesi. Þegar þeir komu fyr-
ir Reykjanes er komið stólpa
veður á móti svo gamli Selfoss
getur ekki haldið ferðinni. Hin
skipin voru ekkert að hugsa um
það, en héldu ferð sinni áfram
og brátt var gamli Selfoss orðinn
einn eftir. Hann hjakkaði þetta
áfram og virtist ekki hafa miklar
áhyggjur af veðri eða skipalest.
Daginn eftir sjá þeir hvar skipa-
lest kemur sunnan úr hafi og þeg-
ar nær dregur kemur í Ijós, að
þetta er sú skipalest sem þeir
áttu að hitta. Gamli Selfoss
hjakkaði á eftir skipalestinni og
náði sinni höfn.
Áður en haldið var heim aftur
hélt „commandörinn", sem skipa-
lestinni átti að stjórna, fund með
skipstjórum skipanna, sem í
skipalestinni áttu að vera. Á þess-
um fundi spurði danskur skip-
stjóri hversu mikinn hraða skipa-
lestin ætti að hafa. Sjö sjómílna
hraða svaraði „commandörinn".
— En það er hérna lítið skip, sem
ekki getur haldið ferðinni, en ég
ætla ekki að skilja við það.
Svo er lagt af stað og siglt upp-
undir Grænland. Þá kemur til-
kynning um það að ekki sé hægt
að halda þessa leið. Er þá haldið
í suður alla leið til Asoreyja. Á
leiðinni voru margar árásir gerð-
ar á skipalestina. Það var að
minnsta kosti 5 skipum sökkt og
mörg týndust.
Þegar þeir komu suðurfyrir
Asoreyjar spyr „commandörinn"
þá á Selfossi að því hversu mikil
kol þeir hafi. Lét Egill rannsaka
það og kom í ljós, að þeir höfðu
3ja daga kol. Var það tilkynnt
„commandörnum", sem lét í ljós
þá von, að það yrði nóg, en ann-
ars skyldi hann sjá um, að þeir
yrðu teknir í slef og dregnir til
næstu hafnar. „Commandörinn"
lét ekki standa við orðin tóm', því
hann hafði þegar samband við
skipstjóra á stóru ensku skipi. Sá
enski hefur eitthvað misskilið
hlutina, þannig að hann hélt, að
hann ætti að taka Selfoss strax
í slef, því hann kallar Selfoss upp
og spyr hvort þeir hafi sleftrossu
um borð, því hann ætli að taka
þá í slef fyrir „Lloyds taxt", eins
og hann orðaði það. En það þýðir
hæztu björgunarlaun. Ekki veit
Egill hvort skipstjórinn hinn
enski hafi verið búinn að ráð-
stafa björgunarlaununum og því
síður hversu mikil vonbrigði hafi
verið hjá þeim enska, þegar öll
aðstoð var afþökkuð.
Til Suður-Englands komst
lestin, þar sem hún skiptist, þann-
ig að önnur fór norður en hin
suður. Sá enski var settur „com-
mandör“ yfir þá skipalest, sem
fór norður og í þeirri lest var
Selfoss.
Sá enski gefur þegar fyrirmæli
um 12 sjómílna ferð og þar með
sat Selfoss eftir. Selfoss sigldi
síðan einskipa, mikið innan
skerja í þoku þó ekkert annað
kort væri til um borð en „gen-
eral“ kort yfir Atlantshafið. Þó
það væri að vísu erfitt að sigla
innan skerja í þoku og geta að-
eins farið eftir beljubauli og
hundagá úr landi, þá var það þó
verra að þeir voru að verða kola-
lausir. En ráðalausir dóu menn
ekki hér áður fyrr. Og svo var
með Egil. Því eftir tveggja daga
hjakk komust þeir til Lochwey
og voru þá búnir að brenna öll-
um kolunum, gömlum lúgum og
öðru því er þeir töldu sig geta án
verið. Ferðin frá Halifax var þá
búin að standa yfir í 18 daga.
1 Lochwey tóku þeir kol og sam-
einuðust nýrri skipalest til Is-
lands.
62
VÍKINGUR