Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 4
Nýting botnfastra sœþörunga
við islandsstrendur
eftir Sigurð V. Hallsson, efnaverkfrœðing
Æviágrip Sigurðar V.
Hallssonar:
Fæddur 18. des. 1930 á
Akureyri, sonur Sigurlín-
ar Bjarnadóttur og Halls
Helgasonar, fyrrum vél-
stjóra (dáinn 1956). Stúd-
ent frá M. A. 1951; lauk
ARCST námi í efnaverk-
fræði í Royal College of
Science and Technology og
B. Sc. prófi í efnaverkfræði
frá Glasgow University
1957. Verkfræð'ngur hjá
jarðhitadeild raforkumála-
Sœbarða þjóð! Þekkir þú þörungaskóga þína?
Sæþörungar hafa frá alda öðli verið mönnum og dýrum á Islandi til eldis
og heilsubótar og einnig verið nýttir sem eldiviður, áburður, til litunar,
sem lyf og til margs annars brúks. Svo segir sagan okkur margsinnis.
Grágás leyfir sölvaát í annarra fjörum, og söl burgu Agli Skallagríms-
syni frá heljarsulti og gáfu líf Sonartorreki. Og enn tyggja menn söl
með smjöri og harðfiski, og vaskir drengir stýfa söl úr hnefa við sjóinn í
Eyjum.
Svipaða sögu er að segja frá Frakklandi, Irlandi, Skotlandi og Noregi,
en að auki hermir sagan þaðan frá stórfelldri efnaiðju úr sæþörungum
undanfarin 220 ár. í Japan hafa sæþörungar verið nýttir í miklu magni
til manneldis í aldaraðir, en vissar tegundir hafa verið ræktaðar í hundr-
uði ára og efnavinnsla viðhöfð í 300 ár. Talið er, að um 25% fæðu stórs
hluta Japana hafi verið sæþörungar, ferskir, þurrkaðir eða kryddaðir.
Auk ofangreindra landa er í Japan, Bandaríkjunum, Kanada og Dan-
mörk nú blómlegur iðnaður, er framleiðir ýmis lífræn efni úr þörungum.
Hér á eftir verður aðeins rætt um nýtingu botnfastra sæþörunga og þeir
nefndir aðeins sæþörungar eða þörungar, enda þótt slík nöfn eigi einnig
við svifþörunga í sjó (sem eru undirstaða lífsins í hafinu) og til séu þör-
ungar í lofti, jarðvegi og fersku vatni (kísilþörungar), jafnvel 60°C heitu
vatni, og allir merkilegt rannsóknarefni.
Reynum nú að líta hugskotssjónum á þessar furðuplöntur, sem vinna
úr þeirri lífsins súpu, sem sjórinn er, undraflókin lífræn efni, mörg af
hverjum við neytum daglega og notum í tannkremi, skósvertu, rjómaís og
baðsápu, svo nefndar séu örfáar vörutegundir, sem blandaðar eru efnum
úr sæþörungum. Auk þess að framleiða þekktar amínósýrur, byggingar-
einingar eggjahvítuefna, byggja sæþörungar efni, sem hvergi er annars
staðar að finna, svo sem gerladrepandi efni og efni, sem hindra blóðtappa
og lækna of háan blóðþrýsting.
Þá finnast í þörungum ólífræn efni, svo sem joð og ýmis sporefni, þ. e.
járn, kóbalt, mangan, magnesíum o. fl. málmar í litlu magni en, sem
þörungar innihalda í allt að nokkrum þúsundum sinnum meira magni
en sjórinn. Þannig mætti líta á sæþörunga, sem girða landið okkar, sem
dugmiklar sjóefnaiðjur, er bíða aðeins eftir því að við hirðum afrakstur
þeirra, lífrænan sem ólífrænan. Mér reiknast til, að sæþörungarnir okkar,
sem nýtaniegir eru, framleiði að meðaltali yfir 100 tonn af þurrefni á
klst., en það má heita stóriðja á okkar mælikvarða. Árleg framleiðsla
nytjaþörunga, sem eru um 20, er því um 1 milljón tonn af þurrefni, sem
selja mætti á frá 2.000 til 200.000 kr. eða meir tonnið eftir þörungateg-
und, kalkþörungar sem fóður og áburður ódýrastur en í mestu magni (allt
að helmingur þörungamagnsins), og söl væntanlega dýrust, en þau eru
líklega aðeins um einn tíuþúsundasti af þörungamagninu. Þang og þari,
sem selst nú á um 6.500—10.500 krónur tonnið, er tæpur helmingur þara-
336
VÍKINGUE