Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 5
stjóra 1957—61 eirikum við rannsóknir varóandi nýtingu þangs og þara, vinnslu kísilgúrs og salts, þurrkun á grasi, gos í Geysi i Haukadal o. fl. Hefir rekió eigin verk- fræðistofu síðan 1962, og nú rannsóknarstöó, viö rannsólcnir á sæþörungum íslands (á vegum Orku- stofnunar, Rannsóknaraðs rikisins, Vísindasjóðs, Surtseyjarfélagsins og ýmissa einkaaSila og nú síðast á styrk frá Ailanlts- hafsbandalaginu), vinnslu úr plastefnum, þurrkun á grasi, áburðarframleiðslu, við ýmsar kannanir fyrir skrifstofu Almannavarna og ýmiskonar upplýsinga- þjónustu, grasasöfnun og áætlanir fyrir iðnrekendur og innflytjendur. Hefir kennt efnafræði við H. 1. síðan 1962 og ýmsa menntaskóla. Ritstörf: Fjöldi skýrslna og greina um nýtingu sæþörunga, gos í Geysi, miðlun upp- lýsinga til iðnaðarins, al- mannavarnir, vinnslu for- fóráburðar og kísilgúrs, plastiðnað o. fl. er lítur að nýiðnaði á íslandi. magnsíns að meðtöldum marínkjarna. Þanníg teljast mér verðmætí árlegs vaxtar þörunga vera hér rúmir 4 milljarðar króna. Vinnsla lífrænna efna úr þangi og þara, t. d. alginsýru og salta hennar, alginata, (alginsýran er um 20% af þurrefni þangs og þara), gætu fimmfaldað verðmæta- sköpun þörungaiðnaðar, sem miðaðist eingöngu við öflun og þurrkun. Af framangreindu má sjá, að væri yfirborð sjávar lækkað um 20—30 metra, kæmi í ljós gróðurlendi og þaraskógar, sem eru meiri að vöxtum en gróður nú á þurru landi. Þennan þaraskóg verðum við að nýta hið bráðasta, og ekki megum við gleyma því, að hægt er að eyðileggja þessi auðævi með hverskyns mengun svo sem of stuttum skólpleiðslum, sorp- haugum og. ýmiskonar landraski í fjörum landsins svo ekki sé talað um olíumengun skipa og báta. Við megum ekki endurtaka harmsögu ítalskra stranda, sem sagðar eru nú nær aldauða af lífi, en ýmsar strandþjóðir keppa nú að því, einkum með öflugu almenningsáliti að vernda f jörur sínar til nytja og sem griðastaði. Geta íslendingar nýtt sæþörunga eins og aðrar þörungaþjóðir gera? En á hvern hátt getum við íslendingar nýtt þörungaskógana ? Til þess að svara því mun ég nú greina stuttlega frá því, hvað aðrar þör- ungaþjóðir hafa aðhafst í sæþörungamálum undanfarin 200—300 ár og jafnframt því, hvað við Islendingar höfum reynt að gera, við okkar sér- stæðu aðstæður. Fyrst skal rætt um notkun sæþörungs til manneldis og sem fóðuirbætir Síðari tíma rannsóknir hafa sýnt, að læknamáttur og hollusta hinna ýmsu sæþörunga, sem menn lögðu sér til munns í hinum þörungalöndunum und- anfarin þúsund ár höfðu við rök að styðjast. Nú mun til dæmis framleidd svonefnd kainic sýra úr rauðþörungi nokkrum til að eyða ormum úr mönn- um og skepnum, og úr öðrum rauðþörungi er framleidd domoic sýra til sama gagns. Þá fæst úr japanskri þarategund efni, er lækkar of háan blóð- þrýsting. Þá var skyrbjúgur læknaður með sölvum löngu áður en c-fjörefni fannst í þörungum, en í þeim hafa síðar fundizt flestar ef ekki allar teg- undir fjörefna, jafnvel B12 fjörvi, sem finnst í aðeins fáum landplöntum. Aragrúi gerla- og vírusdrepandi efna hafa nú fundizt í sæþörungum, og má geta þess, að þangskegg, sem vex á klóþangi, hefir sýnt víðtækari gerladrepandi áhrif en aðrir rannsakaðir þörungar, m. a. gegn hvítum klasagerlum. Hvort þangskegg getur drepið gula klasagerla, sem valda júgurbólgu, er enn órannsakað. Einnig þyrfti að rannsaka, hvort þang- skegg í fóðurbæti er heppilegt, en það gæti e. t. v. valdið ónæmi klasa- gerlanna fyrir fúkkalyfum, eða of háu innihaldi mjólkur af gerladrepandi efnum. Aðrar þjóðir hafa þó leyft notkun klóþangmjöls sem fóðurbæti, og mun nú framleidd um 50—70.000 tonn af þangmjöli árlega í Noregi (aðallega í fiskmjölsþurrkurum og úti), írlandi, Skotlandi og Frakk- landi, en nokkuð af því magni fer til framleiðslu á alginötum, sem síðar verður rætt um. Sæþörungaþjóðum, að Islendingum meðtöldum, lærðist smám saman, að hægt var að bæta fæðuna og jafnvel lækna ýmsa magakvilla, skjald- kirtilsbólgu og jafnvel berklabólgu með sæþörungum. Framleidd eru nú bæði í Japan og á Italíu lyf úr sæþörungum. Sölvaát hefir líklega borizt hingað frá Skotlandi og írlandi, en sauðkindin hefir e. t. v.'einnig kennt okkur sölvaát og að éta aðra sæþörunga svo sem purpui’ahimnu, mariukjarna, þarablöð, fjörugrös og þang, en fé velur V.lKINGUR 337

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.