Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 7
í litlu eða miklu magni á hverskyns þörungum, grasi og grænfóðri (ef
sú tízka kemst á, að sá árlega dýru útlendu fræi í tún á Islandi). Jafnvel
má þurrka krækling við jarðhita svo tekið sé eitt dæmi úr dýraríkinu, en
kræklingur var þurrkaður að Reykhólum 1969 í tilraunaskyni.
Ef allir möguleikar væru nýttir hér á þurrkun við jarðhita yrði um
notkun lághita jarðvarmavatns að ræða, að mestu í dreifbýlinu, að magni
til sambærilegt við notkun jarðvarma til húshitunar í þéttbýlinu.
Ég minnist hér sérstaklega á mikilvægi jarðhitans til þurrkunar, þar sem
nýting sæþörunga hér á landi byggist á því að hægt verði að þurrka þör-
ungana, en það má gera ódýrast við jarðhita og all víða fer saman gnægð
nytjaþörunga og jarðvarmi, svo sem á Breiðafirði, sem er eitt langstærsta
þörungasvæðið við Islandsstrendur, en á Reykhólum er um óvenjumikið
magn af heitu vatni að ræða.
Jarðvarminn kemur og að miklu gagni við úrvinnslu þörunganna. T. d.
hefir tekizt að skola þara með heitu vatni (frá þurrktæki) að Reykhólum
og þannig aukið hlutfallsmagn alginsýru í þurrefni þarans. Einnig hefir
áburðarvökvi verið framleiddur hér úr þangi og mætti nota jarðhita
við það.
Vinnsla á svonefndu carrageenon úr fjörugrösum kæmi til greina hér við
jarðhita, þótt eflaust yrði í litlu magni, en gerðar voru tilraunir með
þurrkun og skolun fjörugrasa á Stokkseyri fyrir síðustu heimsstyrjöld
á vegum núverandi Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Því miður hafa
þó eigi fundizt nægilega arðvænleg fjörugrasamið hér við land, enda vaxa
fjörugrös (Chondrus crispus) eigi norðan kuldaskila við Snæfellsnes og
Eystra-Horn.
Nýting þörunganna þarf að byggjast á þekkingu
Eigi verður hér rætt, svo að gagni komi, um aðferðir til öflunar á þangi
og þara, en á það bent, að öflunaraðferðin, hverju sinni þarf að miðast við
sem hagkvæmastan endurvaxtarhraða. T. d. leyfa kanadísk lög að skildif
séu aðeins eftir um 13 cm af klóþangsplöntum, og talið að það sé nægii
legt til þess að vernda þangmiðin gegn eyðingu. Kanadískir þörungafræð-
ingar telja þó þörf á því að þang sé skorið um 20—30 cm frá fótfestu til
þess að hægt sé að nýta þangmiðin sem fyrst aftur.
Áður en eðlileg þörungavinnsla getur hafizt, þarf að tryggja nægilega
stór mið með réttri þörungategund, og þá tekið tillit til meðalaldurs þör-
unganna og hugsanleg strandhögg, sem ísar gera oft hér við land og auk
þess haft í huga, að brim, og jafnvel jurtaætur eins og ígulker, geta vald-
ið talsverðu tjóni á þörungum. Einnig er nauðsynlegt að efnagreina
nytjaþörunga (helzt mánaðarlega í eitt ár) með tilliti til endanlegrar notk-
unar þörunganna.
Nytjaþörungar við Island
Af þeim 20 nytjaþörungum (sjá þörungamyndina), sem hér vaxa, mætti
auk klóþangs og hrossaþara, sem hugsað er um að vinna við Breiðafjörð,
og e. t. v. víðar, líklega nýta beltisþara og áreiðanlega marinkjarna, sem
mikið er til af. hér við land. Þennan þara kostar þó meir að þurrka en
þang, sem inniheldur aðeins um helming vatns á við þarann. Reyna ætti
þurrkun þessara tegunda í fiskimjölsþurrkara og við jarðhita, en beltis-
þari var þurrkaður með góðum árangri að Reykhólum 1969.
Þá hefi ég kannað og áætlað kostnað við þurrkun á kalkþörungum (Litho
thamnium tegundir) á Arnarfirði, en þar mun á litlu svæði vaxa um
20.000 tonn á ári af svonefndum „kóral“, sem ég hefi kallað „mærling"
VÍKINGUR
339