Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Blaðsíða 11
Hagnýtar þörungarannsóknir Hagnýtar rannsóknir hafa verið studdar af Rannsóknaráði ríkisins, Orku- stofnun og Vísindasjóði, auk þess sem fjöldi einstaklinga hefir lagt hönd á plóginn. Þess er að vænta, að áralangar rannsóknir, þótt ósamfelldar hafi verið, beri ávöxt á næstu árum með því að komið verði á fót varanleg- um þörungaiðnaði á Islandi, landi sæþörunga. Framtíðarmöguleikar Hafi Islendingar áhuga á að auka á fjölbreytni í atvinnuháttum með ströndum fram og nýta auðsótt náttúruauðæfi, sem aldrei verða uppurinn, þá eru möguleikarnir þessir: 1. öflun og þurrkun hrossaþara við jarðhita til manneldis og vinnslu alginata og e. t. v. annarra efna síðar hér á landi. 2. öflun og þurrkun á þangi, beltisþara, marinkjarna og stórþarastilk- um við jarðhita, eða í fiskimjöls- og grasþurrkurum, til vinnslu á fóð- urbæti, áburð, manneldismjöli og alginathráefni. 3. öflun og þurrkun á kalkþörungum („mærlingi" eða ,,kóral“) í miklu magni í fiskimjölsþurrkurum til vinnslu á fóðurbæti og áburði. 4. öflun og þurrkun sölva, purpurahimnu og grænhimnu til manneldis og ræktun þessara þörunga. 5. öflun, þurrkun og e. t. v. vinnsla efna úr fjörugrösum sjávarkræðu og e. t. v. fleiri rauðþörunga og ræktun þeirra. Verðmætasköpun við öflun og þurrkun sæþörunga gæti lauslega áætlað orð- ið hér á landi um 400 milljónir króna á ári, en efnavinnsla úr þörungum myndi margfalda þá upphæð. Þessu fé yrði ekki kastað á glæ, heldur sótt úr glæ. Sig. V. Hallsson. Erindi þetta var flutt í þættinum „Við sjóinn" 11. marz s.l. VÍKINGUR 343

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.