Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 16
taka mikil fyrir rúmlega 30 manna félag, og að auki fluttust sumir skipstjórnarmenn brott með fjölskyldum sínum ýmist með bátum eða í atvinnuleit. Það er svo árið 1928—1929, sem aftur tekur að rofa til. Þá er félag stórhuga á ísafirði, Sam- vinnufélag Isfirðinga, sem ræðst í að láta smíða fiskibáta. Fimm bátanna voru skráðir og héldu til veiða í janúar 1929: Sæbjörn, ísbjörn, Ásbjörn, Vébjörn, Val- björn, en í október og desember koma Auðbjörn og Gunnbjörn. Það munar um minna, og að auk gerist fleira í útgerðarmálum á ísafirði (togaraútgerð), og verð- ur ekki rakið hér nánar. Ýmsum merkum málum hefur „Bylgjan" beitt sér fyrir, al- mennt og sérstaklega, og er ekki hægt að telja það hér eða nú. Sú er og ástæða til þess, að lengra er ekki út í þessa sálma farið, að á næsta ári kemur afmælisrit félagsins á prent, saga þess og félagatal með myndum og stutt- um skýringum. Verkið er þegar að mestu unnið, en ekki þótti rétt að flýta útgáfu þess, fyrr en hægt væri að vita með nokkurri vissu hvað starfið hefði orðið þessa hálfa öld, sem liðin er frá stofnun félagsins, enda skortir nægar heimildir um það, sem síðast hefur verið til frásagnar. Annars er af mörgu að taka, og má t. d. nefna hitamál svo sem um rækjuveiðar, seiðadráp, „hólf“ þau, sem leyft hefur ver- ið að veiða í með vörpu, hafnar- skilyrði o. s. frv., að ekki sé drepið á skipti „Bylgjunnar" og F.F.S.I., sem mér skilst að ekki séu allir ánægðir með. Allt þetta gæti orðið löng saga og flókin, bókarefni, og bíður sinnar stund- ar hvað, unz færi gefst á að gera þessu betri og gleggri skil. Frá gamalli tíð þekki ég það mikið til „Sjómannablaðsins Vík- ings“ að ég er þess viss, að blað- ið tekur undir það með mér að árna „Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Bylgjunni" heilla um alla framtíð. ísafiröi í sepf. 1971. Þetta getur komið fyrir að sumarlagi á Vestfjarðamiðum. Fjallhár rekísjaki á bátaslóðum. Bátur frá fyrsta tímabili vélbáta vestra. Gamla „Freyja“ Guðmundar í Tungu. 348 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.