Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Side 18
hindrar eðlilega notkun björgunar- tækis. Of lítið er gert að því, að setja þessa báta á sjóinn og láta menn taka áralagið, eða kynnast eitthvað seglaútbúnaði þeirra, en slíkt mun harla sjaldgæft. Dæmi eru til að sumir skipstjór- ar láti framkvæma bátaæfingar úti á rúmsjó, og er það vissulega betri æfing en inni í höfnum. Bátaæfingar miðast allt of sjald- an við meðhöndlun gúmmíbáta, en það er nú einmitt það tæki, sem menn setja mest traust á. Nú er í öllum skipum nákvæmar upplýsingar um notkun þessara tækja. En það er ekki nóg. Menn verða að sjá þetta verklega. Það er það eina sem situr varanlega í mönnum. Margir bátaformenn fara með áhafnir sínar á þann stað, sem ársskoðun fer fram, en þar kynnast menn því, sem þessir bátar hafa að geyma. í þeim eru mörg geymslu- hólf, með ýmsu í, sem má verða mönnum til bjargar. Eitt er það tæki, sem ekki má gleyma, en það er línubyssa. Það má nær öruggt teljast, að hún er allt of sjaldan tekin fram og kynnt mönnum. Það er ekki nóg, að fámennur hópur á skipi lumi á þekkingu í meðferð hennar. Líklega kunna nú flestir lífgun úr dauðadái, en Slysavarnarfélagið gaf út, á sínum tíma, lítið hand- hægt spjald með upplýsingum í sambandi við lífgun úr dauðadái. Þetta spjald hefði átt að koma í hvert herbergi í skipunum vegna þess, að alltaf koma nýir menn um borð, sem þurfa að kunna þetta. Til skipstjórnarmanna (þar sem við á), má segja þetta: Sjáðu til þess, að skipshöfnin fái ýtarlega kennslu í meðferð björg- unartækja og góða þjálfun. Ef skip þitt kæmi að öðru skipi, sem væri í nauðum statt og þarfn- aðist skjótrar hjálpar þá gildir það, að hafa björgunartækin í lagi og vel þjálfaða skipshöfn. En sé hún hins vegar illa undir þetta búin, geta glatast mannslíf fyrir van- kunnáttu. Til háttvirtra Siglinga- og Ör- yggismálastjóra má segja þetta, að lokum: Til þess, að koma í veg fyrir, að skipstjórnarmenn trassi að endurnýja það, sem til vantar og lagfæra það, sem aflaga er, ætti viðkomandi stofnun að beita sér fyrir því, að skyndiskoð- anir fari fram á milli aðalskoðunar skipa. Ef vel ætti að vera, væri t. d. hægt að láta skipshafnir fram- kvæma björgunaræfingar, að boði og undir eftirliti þeirra, sem með björgunar- og öryggismál fara. Þeirri skipshöfn, sem fer þetta bezt úr hendi, ætti svo að veita til dæmis farandbikar til þess að setja meiri metnað í menn. Þetta gæti orðið dálítið erfitt í reynd vegna þess, hvernig fríum manna er háttað í heimahöfn, en þetta er enganvegin óframkvæmanlegt. Ef t. d. skipstjórum væri lagt ákveðið atriði í hendur frá þeim, sem með öryggismál fara, mætti leysa það úti á rúmsjó, eða í höfn erlendis og skila síðan árangri, þegar heim væri komið. Og hér með sláum við botninn í þetta með þessu: Það er ekki nóg, að skipin séu vel máluð og hrein, ef björgunar- tæki eru ekki í því standi, sem þau ættu að vera. xy x. Greinarhöfundur er einn af þeim fjoldxh sjómanna, sem hafa lifandi hugsun í lífi og strafi. Enda þót,t hann sé svo hlédrægur, að skrifa undir dulnefni, tel ég fulla ástæ'ðu til aö birta sjónar- mið Jians. Vi'ð óskum þess, að sem flestir sjómenn sendÁ bktðinu, þó ekki sé nema smá athuga- semdir, er vakið gætu aðra jtil athafva á ritvellinum. G. J. ENGIN KEÐJA ER STERKARI EN VEIKASTI HLEKKURINN TRYGGING ER NAUÐSYN ALMENNAR TRYGGINGARf PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SlMI 17700 350 VlKINGUE

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.