Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 26

Sjómannablaðið Víkingur - 01.10.1971, Page 26
í Mugnonedalnum bjó fyrir löngu síðan hj artagóður maður, sem fyrir litla þóknun veitti veg- farendum mat og drykk, og þó hann væri fátækur maður, sem hafði lítið húsrúm skaut hann oft húsaskjóli til næturgistingar yfir vini sína ef svo stóð á, en aldrei yfir ókunnuga. Með hinni fallegu konu sinni átti hann tvö börn, bráðfallega dóttur sem ný- lega var orðin sautján ára og ungt barn í vöggu, sem móðirin hafði enn á brjósti. Ungur aðalsmaður frá þorp- inu, glaðlyndur og myndarlegur piltur, sem oft kom í dalinn á ferðum sínum um héraðið, hafði orðið yfir sig hrifinn af dóttur- inni, og hún varð einnig hrifin af honum og stolt yfir því, að hann skyldi vilja leggja ást sína við hana. Hún gerði því allt sem henni hugsaðist til þess að'halda honum við efnið, og þau senni- lega reynt að fullnægja gagn- kvæmum hvötum sínum, ef Pin- uccio, en svo hét pilturinn, hefði elcki haldið aftur af sér, til þess að valda ekki slúðri um stúlkuna og sjálfan sig meðal almennings. En það fór svo, að ást hans varð svo sterk og þar með óskin um að njóta hennar, að honum hugsaðist, að ef hann gæti fengið næturgistingu hjá föður hennar, myndi honum takast vegna kunn- ugleika síns á húsakynnum, að komast í snertingu við stúlkuna, án þess að nokkur yrði þess var, og þessari hugmynd vildi hann strax koma í framkvæmd. Hann átti góðan vin sem hét Adriano, og þekkti ástarævin- týri hans. Kvöld eitt fengu þeir sér lánaða hesta og riðu af stað undir nóttina út í Mugonedalinn, með ferðatöskur að baki sér fyllt- ar af hálmi. Þegar þeir voru Við burða rík nótt V Smásaga komnir alllangt framhjá húsi bóndans sneru þeir við, til þess að láta líta svo út, sem þeir væru að koma frá Romagna. Þegar þeir komu aftur að húsinu börðu þeir að dyrum. Hinn hjartagóði bóndi, sem þekkti báða piltana mætavel, flýtti sér að opna fyrir þeim, en Pinuccio hrópaði: — Við verðum víst að biðja þig um húsaskjól í nótt. Við héldum að við myndum ná til Firenze, áður en dyrum yrði lokað, en eins og þú sérð, höfum við misreiknað okkur á tímanum. Þessu svaraði bóndinn: Ja, þú veizt nú sjálfur Pinuc- cio, hvernig ég get hýst menn eins og ykkur, en þar sem það er orðið of seint til þess að þið get- ið leitað annað gistingar, vil ég gjarnan gera það, ef þið viljið gera ykkur það að góðu. Ungu mennirnir komu hest- um sínum fyrir, gengu í bæinn og snæddu kvöldverð sinn, sem þeir höfðu haft með sér, ásamt húsbóndanum. í húsinu var að- eins eitt lítið svefnherbergi, þar sem komið var fyrir rúmi við sitt hvorn vegg og því þriðja íyrir enda þeirra, svo myndaðist aðeins þröngt gangrúm á milli þeirra. Bóndinn lét vinina hafa saman skársta rúmið og lét þá fara að hátta en skömmu síðar, er hann taldi að þeir myndu sofn- aðir, sem ekki var, lét hann dótturina fara í annað rúmið sem eftir var, en fór sjálfur með konu sinni í það þriðja, en hún stillti vöggunni með litla barninu hjá sér, fyrir framan það. Eftir að öllu hafði verið þann- ig fyrir komið á bezta máta og Pinuccio hafði vandlega sett á sig hvernig allt var, beið hann enn góða stund, þar til hann taldi að allir væru sofnaðir, en þá læddist hann hljóðlega að rúmi stúlkunnar og lagðist upp í hjá henni. Þó að hún væri sjálf hrædd, tók hún vel á móti honum, svo að nú var þeim báðum vel borgið. En nokkru síðar skeði það, að köttur velti einhverju um svo að húsmóðirin vaknaði, og af ótta við að eitthvað annað hefði skeð, reis hún upp í myrkrinu og lædd- ist þangað sem hún hélt að hljóð- ið hefði komið frá. En í sama mund vaknaði Adriano, sem þó hafði ekki orðið neins hávaða var, til þess að kasta af sér vatni, en á leið hans til dyranna, varð vaggan fyrir honum, svo hann lyfti henni hljóðlega upp og stillti henni framan við rúmið sitt. Eftir vel afstaðínn létti, sneri hann aftur og lagðist í í rúm sitt án þess að muna eftir vöggunni. Þegar konan hafði fullvissað sig um, að ekkert hafði orðið að í sambandi við þennan dynk sem hún heyrði, kærði hún sig ekki um að kveikja Ijós til þess að leita lengur, sneri hún aftur til svefnstofunnar, eftir að hafa skammað köttinn í hljóði og þreifaði sig í átt að rúmi eigin- mannsins. Þar fann hún hins- vegar ekki vögguna, og sagði við sjálfa sig: „Hvílíkur bjáni get ég verið, guð hjálpi mér, nærri búin að fara upp í rúmið hjá gestun- um okkar." og hélt áfram að VlKINGUR 368

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.