Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 42
hafa siglt umhverfis allt Bretland frá Landsend, þó ekki séu öruggar heimildir fyrir því. Hann virðist ekki hafa staðnæmst í Irlandi, sem honum hlýtur þó að hafa verið kunnugt um af siglingu upp með vesturströnd Eng- lands og af landakorti frá 3. öld f.Krist gert af Iandfræðingnum Eratosthenes er afstöðu þess allnákvæmlega getið og vitnað í heimildir frá Pytheusi. Það er enginn asi á ferðalaginu víða staldrað við og frásagnir svo ýtarlegar um landslag og íbúa að Polybus hæðist að og segir að líkast sé sem Pytheus hafi farið fótgangandi um allt Bretland. 1 frásögninni af ferðinni til Thule gætir meiri ónákvæmni. 1 fyrsta lagi gæti þar fremur verið um að ræða um- sagnir frá fólki sem Pytheus hitti á ferð sinni, en ekki hans eigin reynzlu. í öðru lagi virðist mjög sennilegt að hann hafi í miðri hringsiglingu sinni um Bret- landseyjar, snögglega tekið ákvörðun- ina um siglinguna til norðurs í leit að Thule og eftir að hafa fundið það snúið við til þess að ljúka siglingunni um- hverfis Bretland. En hvað hafði Pytheus að segja um Thule? Hann sagði að það væri norð- lægasti hluti Bretlandseyja, sex daga siglingu frá meginlandinu! Hugtakið Bretlandseyjar notaði Pytheus og arf- takar hans í siglingum fyrri alda í mjög víðtækri merkingu, allt norðanvið þær var auðvitað tengt við Bretland. En sú rökhyggja að Thule sé ekkert sérstæð- ara en Shetlandseyjar stenzt ekki síðari tíma mælikvarða. Pytheus segir að Thule sé aðeins sól- arhrings siglingu frá því þar sem sjór- inn frýs og að sumarlagi sé náttmyrkur aðeins tvær til þrjár stundir. Ibúarnir þar lifi af berjum og höfrum því veðurfar sé of kalt fyrir almennan gróður og ræktun kvikfjár. Þeir hafi þó hunang frá býflugum og búi til ein- hverskonar mjöð úr því. Hvar gat þessi undarlegi staður ver- ið? Það gæti verið einfalt að álykta að hinir djarfhuga grikkir, sem höfðu víð- tækasta þekkingu þeirra tíma á heims- byggðinni hefðu komist til Islands og það hefur oft verið sett í samband við Thule Pytheusar, en það er mjög ólík- legft. Með tilliti til óhagstæðra strauma og vinda er ólíklegt að Pytheusi hefði tekist sú sigling á sex dögum, þó hann hefði vitað nákvæmlega hvert hann ætlaði. Auk þess er fullvíst að ísland hafi verið óbyggt á þeim tíma, og þar hafa aldrei þroskast býflugur. Ef Thule hefur verið einhversstaðar, er líklegast að það hafi verið í Noregi. Fjarlægðar áætlunin getur staðist og þó hluti Noregs liggi norður fyrir heims- skautsbaug þá þróast býflugur í þeim landshlutum þar sem loftslag er mild- ara og því ekki ómögulegt að íbúarnir hafi að einhverju leyti lifað eins og Pytheus tilgreinir. En það eru einnig til sagnir um annað fyrirbæri sem Polybus (150 f.Krist) segir að Pytheus hafi skrifað um, að í Thule væri hvorki sjór né loft, undarlegt fyrirbæri sem hann nefndi „sjólunga“ þar sem himinn og jörð væri sameinað. Ótal skýringar hafa verið settar fram til þess að túlka þetta fyrirbæri. Nansen benti á að hér gæti verið átt við „ísrek“ og síðari tíma haf- fræðingar hafa aðhyllst það tengt þeim þokuslæðingi, sem oft hangir yfir ís- röndinni. Skrif Polybusar hins merka siglinga- manns og söguritara hafa verið talin gild rök um atburði fortíðarinnar. Ef háði hans um ýkjulegar frásagnir Pytheusar um „sjólungað“ er sleppt eða ályktað að hann greini þar ekki ná- kvæmlega rétt frá, verður slíkt atriði aðeins ein af þeim gátum sem nútíminn fær ekki fulla skýringu á. Og þó Poly- bus telji frásagnir Pytheusar hlaðnar karlagrobbi verður staðreyndin sú af frásögnum um ferðalög hans, að Pyth- eus sé einn af fremstu landkönnuðum veraldarsögunnar. í rúmlega þúsund ár eru afrek hans ekki yfirstigin, og ekkert skráð af siglingaferðum um norðurhöf milli Pytheusar og Víkingaaldar. Það fyrsta sem sögur greina síðar frá eru ævintýralegar siglingar munka frá vestur-eyjum Irlands, sem af þrá eftir að lifa í friði og einveru flýðu þaðan undan árásum norrænna víkinga, og komust á Iitlum skinnbátum alla leið til íslands. En höfðu varla dvalist þar lengi, þegar hinir heiðnu víkingar voru komnir þangað á eftir þeim. Útþensla íbúa N-Evrópu á 9. öld e.Kr. hefur aldrei verið útskýrð að fullu. 1 Noregi hafa landþrengsli ráðið nokkru, en tæplega að jöfnu í Dan- mörku sem hafði betri iandbúnaðar aðstöðu. Hinar grimmúðlegu árásar- ferðir norrænna manna suður á bóginn eru vel kunnar úr sögunni og þó að þar væri upprunalega um tilviljanakennd- ar ránsferðir að ræða, fóru þeir snemma að setjast'að erlendis. Nokkru fyrr höfðu þeir hernumið landshluta í NV-Skotlandi og á síðari hluta 9. aldar hófu þeir landnám á Islandi. I Noregi hefur mönnum löngu fyrr verið kunnugt um Island, því skip á siglingu suður á bóginn um Færeyjar til Bretlandseyja höfðu hrakist af leið norður á bóginn. Á síðari hluta 9. og fyrri hluta 10. aldar er búsett þar tals- vert af fólki (sumir áætla 30. þús. manns) og landið að mestu numið. Skipin sem þessir norrænu land- námsmenn sigldu á yfir N-Atlantshaf voru ekki eins og langskip þau sem þeir notuðu til ránsferða sinna á íbúa Bret- landseyja, heldur burðarmeiri breið- skip að einhverju dekkbyggð með þversegli (langskipin treystu verulega á árar) og sennilega ekki mjög lakari sjó- skip heldur en þau sem Columbus not- aði til sinna siglinga 500 árum síðar. En ferðalög á norðurslóðum voru margfalt áhættusamari og sagnir eru til af sam- floti 25 slíkra skipa sem lentu í ofviðri er lauk þannig að aðeins 14 þeirra náðu áfangastað. I sérstaklega hagstæðu skyggni er það mögulegt, að hátoppar Græn- landsjökla sjáist frá Islandi og því er ekki ólíklegt að hinir norrænu menn hafi snemma komist á snoðir um land í vestri. Sagnir eru til um, að árið 980 hafi tvö skip siglt frá Islandi vestur á bóginn og áhafnir þeirra haft vetursetu á austurströnd Grænlands. Það má því telja vafalítið að Eiríkur Þorvaldsson, þekktari undir viðurnefninu Eríkur rauði hafi haft afspurn um það ferða- lag. Faðir Eiríks hafði verið gerður út- lægur úr Noregi fyrir mannvíg (sem voru almenn þar á þeim tíma) og numið land á NV-verðu Islandi. Eiríkur sennilega fæddur á Islandi, neyddist til þess 982 að yfirgefa land sitt einnig fyrir mannvíg, eyddi þremur útlegðar- árum sem hann var dæmdur til, í að kynna sér landið í vestri. Á leið sinni yfir Danmerkursund, hefur Eiríkur kynnzt isröndinni við austurströnd Grænlands, sama fyrir- bærinu sem eyðilagði þar breskan 16. 370 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.