Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 53
í öldufaldinu sem ýmist stigu og féllu af brjóstum skipsins. Við vorum djúpt út af Fljóta- miðum, þegar nóttin fór að þoka fyrir nýjum degi. Það var komin norð-austan andvari með lubba- legum kólgubakka til hafsins og fór óðfluga vaxandi er á daginn leið. Það var líka einhver ókennilegur * gnýr í óra fjarlægð, sem enginn okkar vissi hvar áttu upptök eða endi. Ekki gátum við fundið á » okkur að fárveður væri í nánd, nema kannski kötturinn sem eng- inn lifandi maður tekur mark á. Mikið var glatt á hjalla hjá okk- ur um borð í Sædísi þennan morgun, það voru byggðar himin háar borgir, sem hugurinn fram- leiddi jafnóðum, meðal annars það hvort ísfirðingar hefðu róið um nóttina og þar með gætum við fengið fisk með morgninum því okkur var sagt heima að við fengj- um fullfermi úr fyrstu róðrum á ísafirði og grennd. Mig minnir að áætlunin um þennan fyrirhugaða túr væri eitt- hvað á þessa leið: Komið til fsa- fjarðar milli kl. 11:00 og 12:00 í kyöld, tökum fisk samstundis, búnir að fulllesta á einum sólar- hring. Nú, síðan viku yfir hafið til Fleetwood, sem ef til vill er í lengsta lagi, reiknað með smátöf- um sem oft geta komið fyrir á langri leið og ekki hvað síst á ófriðartímum. Við ætluðum að vera duglegir að afla brauðs með eigin höndum. Utverðir lands og þjóðar með vasahníf að vopni, móti stórveldi, sem engu vægði. Þessa nafnbót fengu sjómenn tvisvar á ári mig minnir á sjó- mannadaginn og á gamlárskvöld. Blessaður biskupinn og sjávarút- vegsráðherrann, þeir eiga naumast til nógu stór orð þeim til handa þessa daga, að ógleymdu því, að ekki stendur sjómannskonan höll- um fæti, þó bóndinn sé fjarverandi við gjaldeyrisöflun handa fésýslu- mönnum og þeim sem hafa gaman af að skreppa út fyrir pollinn. Um miðjan dag var auðséð breyting á veðurfari til hins verra, kominn norð-austan stormur með hríðarfjúki og þungum sjó. Að þessu sinni var kokkurinn með duttlungafullar vangaveltur yfir því, hvernig ætti að skorða súpu- skálina og kjötfatið sem hann hafði matbúið eftir norðlenskum sveita- sið, því að engin slíngubretti eða skorður dugðu til öryggis, bæði matarílát og pottar skoppuðu eins og tenniskúlur á eldavél og borð- um. Ekkert af matnum mátti fara til spillis, það kostaði nýtt erfiði. Satt að segja héldum við, að öll þessi vandræði myndu valda sprengingu í kollinum á Júlla. En það kom fljótt í ljós, að hann átti ráð undir hverju rifi, því á örskots stund var hann kominn í svell- þykka lopapeysu, búinn að draga á fætur sér klofháar bússur, settist á gólfið og skorðaði sig þar með súpupottinn milli fóta og sagði okkur að gjöra svo vel. Þetta var ekki hættulaust, þar sem um sjóðandi heitann og fljót- andi mat var að ræða. En allt fór það vel að lokum, allir ánægðir með sinn hlut. Eftir þeirra tíma tækni vorum við fullvissir um að vonsku veður væri í aðsigi. Loftvog féll án afláts, dagsbirtan var að segja af sér, en næturmyrkrið ásamt trylltu roki og rjúkandi haf- sjó settist að völdum. Við gerðum nauðsynlegar ráð- stafanir til þess að mæta hverju því, sem að höndum bæri og spör- uðum hvorki vinnutíma né þarfa- spotta. Hins vegar var nokkur uggur í mannskapnum yfir því að skipið væri of létt, of lítill botn- þungi, enda með aðeins 25 tonn af ís í 100 lesta skipi og það var naumast helmingur þess sem við þurfti, og skip okkar var engin undantekning. Kl. fjögur þennan dag var skoll- ið á illfært ferðaveður, grenjandi ofan hríð og óreglulegur sjór svo að engin leið var að glöggva sig á neinu til landsins, og hitt sem ver horfði, að flest var úr tengslum slitið hjá okkur. Dýptarmælirinn lóðaði ekki, logglínan skekktist eitthvað og sýndi ekki réttan hraða og ljósin í mesta ólagi, jafnvel verri en kolsvart myrkrið. Þrátt fyrir góðan vilja Ingvars Guðjóns- sonar fyrsta vélstjóra, komust þau ekki í lag fyrr en seinna um kvöldið og þá ekki nemalitla stundiMeðan svona var ástatt þurftum við að lýsa með vasaljósi á áttavitann. Að vísu var það ekki karlmannlegt, en þó lífsnauðsyn eins og á stóð. Áður en öryggistækin biluðu og um það leyti sem veðrið komst á toppinn áttum við eftir ófarnar tíu mílur í Straumnes, og var það ætlun skip- stjóra að hafa náttstað undir Ritnum, því eftir veðurstöðunni vorum við þess fullvissir, að eiga þar öruggan stað ef þangað næðist. En þar sannaðist hið fornkveðna: Enginn ræður sínum náttstað, og ekki stóð pétur gamli vörð um vel- ferð okkar þá nótt, illu heilli. Eftir sjólaginu að dæma vorum við að veltast í röstinni nokkuð á aðra klst., með veika von um sigur því satt að segja vissum við það eitt að vera staddir á þessari rúmmiklu verönd, (hafinu) með landið á bakborða, en hvar eða hve langt frá því vissum við ekki. Það mátti segja að viðhyrfum frá veruleikan- um inn í heim sjónhverfinga, svo umluktir vorum við veðurofsan- um, myrkrinu og óvissunni. Nú kom að því, að skipstjóri taldi okkur komna yfir röstina; þóttist sjá það á sjólaginu, og eitthvað var betra að verja dolluna áföllum en áður. Nokkurt gagn höfðum við af Utvarpinu sem sagði að Reykja- víkurradíó hefði sent útjviðvöruntil skipa, að forða sér í höfn því fár- viðri væri í nánd. Við vorum orðnir sambandslausir og gátum engar hjálpar vænst. Enginn vissi að tvær brjálaðar höfuðskepnur VlKINGU R 381
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.