Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 6
Skipshöfnin á togaranum Skallagrími R.E. 145 1924.
Guðmundur Jónsson, skipstjóri.
og höfðu ekki annað en mið í landi
og handlóð til þess að styðjast við.
Guðmundur á Skalla var líka
fleira, hann ól upp fiskimenn.
Stýrimenn frá honum voru öruggir
með að fá skip. Þeir lærðu þar list-
irnar og fiskuðu margir mikið upp
frá því. Meðal stýrimanna, sem
þarna voru i minni tíð voru t.d.
Pétur Maack, Kolbeinn Sigurðs-
son, Sigurður á Geir, Jón Otti og
Kristján Scram.
Milli ljósanna?
Jú, við fórum milli ljósanna og
renndum á dallinn miðjan og
hann sökk. það var hræðilegt og
átti eftir að draga dilk á eftir sér.
Þetta byrjaði með því að við á
Skallagrími vorum að fiska fyrir
vestan. Guðmundur á Reykjum,
einsog hann var oft kallaður var
skipstjóri en var í fríi þennan túr.
Við fengum svarta byl rétt
fyrir jólin, 1923 að mig minnir, þá
allt í einu brælir hann heldur bet-
ur upp á Halanum og stímuðum
við uppundir undan veðrinu. Ég
var á vakt, og svo var ég sendur
frammí til þess að ræsa um morg-
uninn. Veðrið var mjög vbnt og
haugasjór. Það kom ólag á skipið,
ekki mjög slæmt og ég tók lagið,
sem venjulega er eftir svona ólög
og hraðaði mér fram þilfarið. Þá
allt í einu hefur hann upp þennan
voðalega sjó, himinhár bakki
hvolfdist yfir skipið og ég tók það
ráð að kasta mér undir pokann,
sem var fram í kassa og ósköpin
dundu yfir. Það fór allt í mask,
björgunarbáturinn brotnaði, rúð-
ur í brúnni og lanternan fór af.
Mér tókst með einhverjum helj-
ar krafti að halda mér föstum og
brotnir plankar og fleira dót rakst
utan í mig, og þegar loks fór að
fjara, fikraði ég mig fram í lúkar,
eða fram að hvalbaknum og þar
var hurð, sem ég opnaði og lokaði
síðan á eftir mér til þess að sjór
flæddi ekki inn í skipið. Þarna var
lúga niður í lúkarinn og streymdi
sjórinn í tonna vís niður og ég
heyrði veinin í mönnum, sem nú
höfðu vaknað við vondan draum.
Það lá við að þeir bara drukknuðu
þarna niðri einsog rottur, en þá fór
gamli Skalli að lyftast hægt upp úr
þessum ósköpum og þeir gátu
lensað hann þurran og segir ekki af
ferðum okkar fyrr en komið er
suður til Reykjavíkur.
Alla leiðina hafði verið blind
bylur. Þá var ekkert að fara eftir
nema kompásinn og ekkert sást
framundan nema bylur og kóf.
Skipstjórinn stóð uppi sem lög
gera ráð fyrir, nema seinasta spöl-
inn inn Faxabugtina, að stýrimað-
urinn var á verði.
Þegar við komum til Reykjavík-
ur var dimmt að nóttu, algjört
svartnætti og hvergi var nokkur
skíma. Höfnin var ekki til þá og
nokkur skip lágu við festar á ytri
höfninni. Ég veit ekki hversvegna
stýrimaðurinn lét nú ekki ræsa
334
VlKINGUR