Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 55

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Síða 55
máfa, sem reikuðu um korgað loftið eins og barðir hundar eftir þessa grimmu og vægðarlausu nótt. Nú kom skipstjórinn í brúna og fékk okkur miðaða, og vorum við þá 30 sjómílur norð- vestur af Barða. Skipinu var slegið undan veðri ogmeð hægri ferðtil Patreksfjarðar og komið þangað laust eftir há- degi. Við vorum þar í tvo daga, og stikluðum á stóru til viðgerðar, svo .að hægt væri að komast til Isa- fjarðar. Fljótlega barst sú sorgar frétt, að færeyska skútan, sem lá með okkur við bryggju á Akureyri, sem áður var heimili kisu, hefði lagt af stað morguninn á eftir okk- ur, og farist með allri áhöfn, líklega á Húnaflóa því það varð vart við rekaúrhenniá Ströndum. Menn- irnir vita eitt og annað eftir á, en kötturinn sem kallaður er skynlaus skepna, hann vissi fyrir um feigð skips og manna og sigur okkar, þess vegna vildi hann vista sig þar. Hvað var að gerast í hugarheimi kisu, þegar ég lá vakandi í fletinu og horfði á hana tvístíga af ótta við eitthvað, sem ég hélt að væri leik- ur. Nei, dýrið fann á sér hættuna sem fólgin var í þeirri stefnu, stefnu sem farin far. Þetta vildi kisa segja mér, en var málsins varnað. Hermanni farþega sagðist svo frá, að eftir að farið var að stíma upp í veðrið, hefði kisa bælt sig og sofið vært til morguns. Hver skilur eðlisávísun þessarar litlu kattar læðu? Líklega enginn. Ég skammaðist mín líka fyrir, hvað ég var vondur við þennan hnoðra sem barðist svo ötullega fyrir lífinu, í upphafi þessarar ferðar. Eftir þessa töf og bráðabirgðar viðgerð á Patreksfirði, var farið til Isafjarðar í logni og ládauðum sjó og farið grunnt fyrir fjörur. Himinninn var heiður og blár og hafið spegilslétt og fjöllin á sama stað og áður, en höfðu skipt um lit; voru fannhvít og fjörusteinarnir VlKINGUR ísvarðir svo að glytti á þá eins og skínandi perlur. Þegar farið var fram hjá Deildarfjalli, sem kallað er og varðar Djúpið að vestan, þóttumst við sjá að væri Kletta- fjallið, sem Sumarliði sagði mér frá þegar ég kom í brúna nokkrum dægrum áður. En hvað kom til að okkur sló ekki í bjargið í þessu brjálaða veðri, er stóð beint á land? Aðspurður komst Hermann, sem staddur var á stjórnpalli svo að orði: Hér rekur aldrei neitt á fjörur, því meira fárviðri, þeim mun meira frákast. En tæpt hefur staðið, því óðfluga hefði okkur rekið vestur með og þá hefði eng- inn okkar sagt frá. Það var komið til ísafjarðar nokkru eftir hádegi og strax hafist handa með viðgerð, sem stóð um þrjár vikur. Með mikilli viðhöfn var kisa, sem við kölluðum Bröndu, ráðin heiðursþerna um borð í Sædísi og bundum við rauðan borða um háls henni. En til miðdags fékk hún nýskotinn svartfugl. Nú er þetta sögukorn á enda þó meira væri hægt að segja, því við áttum eftir að lesta, sigla til Englands og koma aftur. En líklega geymir þögnin það best. „Svo fór með sjóferð þá“. Drifkeöjur og keðjuhjól Flestar stærðir ávallt fyrirliggjandi. Verðið mjög hagstætt. LANDSSMIDJAN SÍMI 20610 383

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.