Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 5
sem berst við fárviðri á hafi, er dá-
lítið sér á parti, átakanlegri en
nokkuð sem ég hefi reynt, og þegar
storminn lægir og allt virðist kom-
ið í samt lag, þá finnur þú að
heimurinn er ekki samur.
Ég var tvö sumur á Gunnu, og
þá voru nýir tímar að fara í hönd.
Fyrstu togararnir voru að koma og
þá voru örlögin í rauninni ráðin.
Ég ætlaði á togara og þangað fór
ég 15 ára að aldri.
III.
Eldeyjar-Hjalti var skipstjóri á
gamla Apríl og með honum var ég
fyrst. Hjalti var stórkostlegur
maður að vera með til sjós. Hann
var vel gefinn, stór í sniðum og
skemmtilegur og alltaf var eitt-
hvað að gerast.
Hann mátti aldrei sjá bjarg,
nema skreppa í land. Við sóttum
egg í björg víðsvegar og það var
alveg furðulegt að sjá hvað hann
gat klifrað. Hann rann upp slétta
bergveggi, þótt kominn væri af
léttasta skeiði og ungir vaskir
menn stóðu einsog stórgripir í
fjörunni meðan Hjalti flögraði um
bergið og hirti eggin. Stórkostleg-
ast var þó að sjá aðfarirnar í
Látrabjargi, það virtist varla vera
mennskt. Hann kleif þrítugan
hamarinn.
Það er auðvitað frægast þegar
Hjalti kleif Eldey, sem talin var
ókleift bjarg, en ég er viss um að
hann hefur farið létt með það, og
svo mokaði hann líka upp fiski
þannig að hann komst í efni og til
mikilla virðinga, maður sem byrj-
að hafði með tvær hendur tómar
úti í Vestmannaeyjum.
— Hvernig var kaupið?
— Það var litið kaupið þá.
Fimmtíu krónur á mánuði og 10
krónur fyrir tunnuna af lifur, en
það var ekki minna en hjá öðrum,
svo mikið var víst, og mikið var
veitt.
Þarna er fallegum fiski landað.
Stundum eru menn að tala um
að skipin séu orðin of mörg, að
minnsta kosti miðað við fiskinn, en
í gamla daga voru skipin líka mörg
og ekki öll af verri sortinni. Ég man
það til dæmis þegar við vorum að
sigla undan stormi í var við Vest-
mannaeyjar, þá var þetta einsog
borg. Tugir eða hundruð skipa af
öllum gerðum í einum hnapp.
Franskar skútur, útlendir togarar
og skonnortur innanum íslensku
skipin og ljósadýrðin var einsog í
stórri borg. Svo þegar hann hægði
seig þessi ósigrandi floti frá landi
og lagði á djúpið til veiða.
— Þetta voru miklir tímar og ég
varð þarna að manni, þekktum
togaramanni, einsog það var kall-
að í þá daga, en þá voru togara-
menn stétt sem fólkið leit upp til,
vegna atorku og dugnaðar. Ég
hafði metnað til vinnu og þó það
skipti ekki máli nú, þá lagði ég mig
allan fram við þessi störf.
— Þó hafði ég mína sérstöðu, ég
átti bát og honum fargaði ég ekki,
heldur sótti sjó á honum vissan
hluta ársins og þeim sið hélt ég alla
mína tíð, hvort sem ég vann í landi
eða var á togara, vissan hluta árs-
ins og milli túra, þá reri ég á min-
um eigin bát hérna í bugtina.
IV.
— Átta ár á Skallagrími með
hinum kunna aflamanni Guð-
mundi Jónssyni voru merkileg
reynsla. Guðmundur er líklega
frægasti aflaskipstjóri okkar fyrr
og síðar, og menn hafa löngum velt
fyrir sér hvers vegna hann náði
svona góðum árangri. Ég held að
eitt mikilsverðasta atriðið hafi
verið nákvæmnin. Hann fiskaði
eftir miðum í landi, setti sig niður
af mikilli nákvæmni og renndi sér
síðan með hraunköntunum. Menn
segja að þetta hafi verið upp á
meter hjá honum. Fleiri skipstjór-
ar kunnu þetta, að þræða hraun-
kantana og rásir og .bolla inn í
hraunin. Einn þeirra var til dæmis
Nikulás Jónsson, sá frægi bugtar-
skipstjóri. Þeir sögðu að stundum
hafi verið svo þröngt um trollið, að
hann varð að hífa það upp til þess
að snúa skipinu. Nú ef menn fara
yfir hraun, þá rifnar varpan einsog
allir vita. Þetta gátu þessir menn
VÍKINGUR
333