Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 54

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1976, Blaðsíða 54
væru að rífast um okkur sem her- fang og það í Straumnesröst, sem talin er þó full bölvuð yfirferðar í slarkfæru veðri. Ekki man ég hver átti vakt um þetta leyti dags um það var ekki spurt, en þeim talaðist svo til, skipstjóra og stýrimanni, að stýrimannsvaktin skyldi ganga til náða, því mesta hættan virtist hjá liðin. Við vorum blautir, þvæidir og líklega hvíldinni fegnir, gerðum meira að skríða en ganga til svefn- skála, og ekki sparaði sjávar-guð- inn skírnarvatnið. Heldur var hrá- slagalegt þegar þangað kom. Far- þegarnir í versta skapi. Kisa þvældist fyrir okkur hvar sem var, tolldihvergi,|lét eins og hún gengi á glóðarteinum, og Hermann, væg- ast sagt, úrillur og spurði: Ég finn það á mér og sjólaginu, að þið farið of mikið í vestur, því beygjið ekki inn á í djúpið? Við gistum ekki Grænuhlíð í nótt með þessu horfi. Ég skoraði á Hermann, þennan aldna sjógarp, að klifra upp í brúna með minni aðstoð og láta sína þekkingu á þrykk út ganga. En hann sagðist ekki vera skip- stjóri hér um borð og snéri sér til súðar og breiddi yfir sinn bera skalla. Þeir voru fljótir að sofna Alfreð og Jón, en höfðu slæmar draumfarir, byltu sér umluðu og hrutu, líkt og allir veraldarinnar gamalhrútar væru skornir við sama trogið. Á þessari alvöru stund gat ég ekki gleymt tilver- unni, en hafði þó gaman af kisu og ekki leyndi það sér, að þetta var æfður sjóköttur, en mig furðaði á að hún skyldi ekki láta fara vel um sig í einhverri kojunni, heldur stóð hún og sat á borðinu við kýraugað þar sem hún mátti hafa sig alla við að detta ekki. Einu sinni þeyttist hún út á gólf en stökk eins og kólfi væri skotið á sama stað aftur, og þar hélt hún vörð svo lengi sem ég tók eftir. Það var að síga á mig eitthvert letimók, þegar ég fann að skipið fékk svo mikla mótstöðu af trölls- legu höggi, að brakaði og brast í hverju bandi og vélin sett á fulla ferð afturábak og síðan stöðvuð. Margt flaug um hugann, meðal annars það, hvort hnattkringlan hefði farið út af sporinu. Ekki datt okkur í hug að brotsjór gæti valdið svo miklum átökum. Á sama augnabliki varð þreifandi myrkur, svo að ekki sá handa skil og urðum við félagarnir að fálma okkur áfram eftir einhverjum hlífðarföt- um. Um eignarrétt var ekki spurt,- hver tók það sem hann náði. Að þessu sinni bar stýrimannsvaktin ekki saman bækur sínar, til þess var enginn tími, margt þurfti að gera meðan stætt var. Okkur varð fyrst fyrir, að komast upp og fá fréttir. Eitthvað tafði þá Alfreð og Jón, því ég komst fyrstur í „hól- inn“ sem svo er kallað. Sú ferð varð æði kaldsöm því skipið lá svo djúpt i sjó. Þeir, sem voru á vakt með skipstjóra voru Sumarliði Eyjólfs- son þaulvanur sjómaður og Júlíus Magnússon unglings piltur víkings duglegur og frískur til allra verka. Mér varð fyrst fyrir að spyrja Sumarliða, sem hélt um stjórnvöl- inn, hvað hefði komið fyrir og hvar við værum því skipið var ferðlaust, snerist í iðunni eins og stefnulaust fis. Hann sagði: jæja Bjarni þá er nú stríðið búið, því rétt í þessu þóttumst við sjá í þverhnípt bjarg. Á stríðstíma voru þetta gleðitíð- indi, en ég þóttist vita hvað átt var við, að okkur væri vandinn að þessu sinni og yrðum að fara eftir okkar eigin hugarsmíði. Til þess að segja eitthvað, bauðst ég til að hvíla Sumarliða, en hann neitar því og segir um leið að það sé sama hver haldi um stýrið þessa stund. Þessar setningar voru sagðar með svo miklu óttaleysi og yfirvegun að engu líkara var, en að sá sem þær sagði væri staddur í skrautlegu leikhúsi með öllum þægindum. Þær voru fram settar af sjómanni, sem sá og skildi, og eru samnefnari fyrir stéttina í heild. „Og enn kemur sú spurning í hugann, eru þessir menn ekki verðugir laun- anna“? Nú komu félagar mínir í brúna og Alfreð setur skipið á fulla ferð og biður um eins marga snúninga á vélina, sem frekast mátti, en við Jón tókum stýrið hart í borð og þannig fengum við doll- una með nokkrum erfiðismunum upp í veðrið, og þó aflvélin væri á 11 mílna gagnhraða urðum við að hafa ýtrustu aðgát að ekki slægi flötu. Ég held að kl. hafi verið eitthvað um 10 þegar byrjað var að halda upp í veðrið og þannig var ferðalagið alla þá nótt, eða til kl. 7 um morguninn, enda þá jöfnum höndum farið að lýsa af degi og veðurofsinn að ganga niður. Við þóttumst hafa sloppið vel út úr þessu handahófs ferðalagi um nóttina, sem var sannarlega ekki hrukkulaust og vægast sagt engin stofuganga, því eitt grunnbrot fengum við, sem kaffærði okkur svo, að það braut allt sem brotnað gat ofan dekks og auk þess þ járn- styttur í stjórnborðshástokk. Áður var Sædís búin að hrista af sér björgunarflekann og lífbátinn, sem var í svo kölluðum stól og hann boltaður gegnum þriggja tommu þykkt bátadekkið. Með aðdáun og virðingu minnist ég skips okkar; framúrskarandi sjó- hæfni og krafta, því ósegjanlegur ægivaldur var það, sem á því buldi í fullar 13 klst., og mér fannst Sæ- dís verja sig best þegar hún fékk sjálf að ráða. En þar á ég við, eftir að hún tókst á við grunnbrotið, því manns höndin kom ekki til í lang- an tíma. Freistandi væri, að geta þeirra orsaka, en sleppum því. Minnugir þess að sigur annars er sársauki hins, en sanngirni er boð- orðið æðst. í byrjun þessa von- glaða morguns, sem í hönd fór, vorum við ekki baðaðir geislandi sól, en veðrið hafði gengið nokkuð niður. Við aðeins grilltum í útlínur fjallanna í suðri, og flöktandi VÍKINGUR 382
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.