Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 9
sjóðanna til að bæta rétt sjómanna til lífeyris. 2. Iðgjaldagreiðslur fyrir bátasjó- menn yrðu hækkaðar til sam- ræmis við það sem gildir á stóru togurunum og kaupskipum þ.e. greidd yrðu iðgjöld af heildar- launum. Um þessa kröfu var mikið þrefað í samningaviðræðum við útvegsmenn, sem lauk með samkomulagi, sem vissulega er til stórfelldra bóta, en þó fjarri því, að gera hlut þeirra, sem starfa eftir bátakjarasamningum sambærilegan að þessu leyti því sem aðrir sjómenn búa við. 3. Ákvæðum laganna um aldurs- mörk til lífeyristöku yrði þannig breytt, að hver sá, sem væri 60 ára að aldri eða hefði starfað sem sjó- maður í 25 ár ætti rétt á óskertum lífeyri, og skyldi ríkissjóður ábyrgjast greiðslugetu sjóðsins vegna flýtingar á lífeyristöku. Mikill ótti var hjá ráðamönnum við þessa breytingu og þá einkum vegna hugsanlegs fordæmis, sem slík breyt- ing gæti verið öðrum. Og algjört af- svar var við því að ríkissjóður tæki, að svo komnu, á sig nokkrar fjárhags- legar skuldbindingar. Auk þessara þriggja meginkrafna var lagt til að ýmsum ákvæðum lag- anna yrði breytt, m.a. með tilliti til annarra laga, sem sett hafa verið á undanförnum árum. Af hálfu ríkisstjómarinnar var því heitið, að frumvarp um þær breyt- ingar, sem samkomulag náðist um að gera skyldi samið í samráði við sam- tök sjómanna, en það fór þó svo, að þegar leið að lokum þings var lagt fram stjórnarfrumvarp, sem samið hafði verið án alls samráðs við sam- tökin og er ekki of fast að orði kveðið þó sagt sé, að það hafi verið í skötu- líki. Því hvortveggja var, að flest vantaði, sem í því átti að standa auk þess sem í því voru svo furðulegar villur og vitleysur að óframkvæman- legt hefði verið ef samþykkt hefði verið án breytinga. En þrátt fyrir nauman tíma tókst með stuðningi velviljaðra manna VÍKINGUR bæði innan Alþingis og utan, að semja frumvarpið að nýju í þeim búningi sem bæði FFSI og Sjó- mannasamband íslands gátu sætt sig við og var það samþykkt þannig rétt fyrir þinglok. Þótt svona brösuglega hafi gengið undirbúningur þessarar lagasetningar er þó niðurstaðan sú, að með henni hefur þeim sjómönnum, sem tryggðir eru í Lífeyrissjóði sjómanna verið tryggður stóraukinn réttur, sem ekki verður af þeim tekinn. Er því brýnt, að fulltrúar samtaka sjómanna í stjórn lífeyrissjóðsins beiti sér fyrir sérstakri kynningu á þessari réttarbót meðal samtaka sjómanna. En jafn- framt er forustumönnum stéttarfé- laga sjómanna, sem aðild eiga að sjóðnum skylt að halda uppi kynn- ingu innan sinna félaga. Jafnframt kynningarstarfinu er brýnt, að stjórn sambandsins hefji nú þegar undir- búning sóknar á hendur fyrirtækja- sjóðum og séreignasjóðum, sem félagsmenn sambandsfélaganna eru tryggðir hjá, til breytinga á reglu- gerðum þeirra, sem tryggi þeim sam- bærilegan og ekki lakari rétt en nú hefur náðst fram fyrir þá sem tryggðir eru í Lífeyrissjóði sjómanna. Lög um breyting á lögum nr. 49/1974, um lífeyrissjóð sjó- manna, með áorðnum breyting- um, sbr. lög nr. 15/1980. Lgr- 2. gr. orðist svo: Sjóðfélagar eru allir sjómenn sem ráðnir eru á íslensk skip, þar með taldir þeir skipverjar sem ekki eru lögskráðir, en starfa að viðhaldi og viðgerð skips, flokkunarviðgerð eða að öðrum störfum í þágu útgerðar. Skulu þeir tryggðir í sjóðnum meðan þeir taka laun samkvæmt kjarasamn- ingi sínum sem sjómenn. Taki sjó- menn, sem þannig er ástatt um, laun samkvæmt öðrum kjarasamningi skal engu að síður skylt að tryggja þá í sjóðnum, nema tryggingarskyldu þeirra sé fullnægt með greiðslu til annars lífeyrissjóðs. Þó er heimilt að yfirmenn á farskipum skipafélaga, sem við gildistöku laga þessara hafa yfirmenn tryggða í lífeyrissjóðnum, séu tryggðir í þeim sjóðum er þeir eru aðilar að. Á sama hátt er heimilt að yfirmenn strandferðaskipa ríkissjóðs og varðskipanna séu tryggðir í lífeyr- issjóði starfsmanna ríkisins. Sjómönnum sem lögskráðir eru í tilteknum byggðarlögum eða lands- hlutum og ráðherra hefur fyrir gildis- töku laga þessara veitt undanþágu frá þátttöku, sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 78/1970, er heimilt að vera utan við sjóðinn fullnægi þeir tryggingaskyldu sinni með greiðslu iðgjalds til annars lífeyrissjóðs. Sjóðfélögum, sem hætta störfum á sjó, skal heimil áframhaldandi þátt- taka ef þeir hefja störf í landi við út- gerð eða hliðstæð störf, svo sem við fiskvinnslustöðvar eða frystihús, enda hafi þeir greitt iðgjöld til sjóðsins í a.m.k. 5 almanaksár og áunnið sér a.m.k. 3 stig sbr. 11. gr. Heimilt er stjóm sjóðsins að láta sjómennsku fyrir gildistöku laga þessara jafngilda iðgjaldagreiðslu í þessu sambandi. Ennfremur er stjórninni heimilt með sömu skilyrðum að leyfa sjóðfélaga að halda áfram þátttöku, ef hann tekur upp annað starf er veitir honum ekki aðild að lífeyrissjóði. Stjórn sjóðsins er heimilt að leyfa félögum og samböndum, sem standa að samningum um kaup og kjör sjó- manna er aðild eiga að sjóðnum, að tryggja starfsmenn sína í honum. Stjórn sjóðsins er heimilt að leyfa sjómönnum, sem stunda nám í sjó- mannafræðum, slasast eða veikjast, að kaupa sér réttindi í sjóðnum þann tíma sem úr hefur fallið af þessum sökum. 4. gr. 3. og 4. mgr. 12. gr. orðist svo: Heimilt er sjóðfélaga, sem stundað hefur sjómennsku í 25 ár eða lengur og verið lögskráður á íslenskt skip eigi skemur en í 180 daga að meðaltali á ári, að hefja töku ellilífeyris þegar hann er fullra 60 ára. Á sama hátt veitir 20—25 ára starf á sjó rétt til töku ellilífeyris frá 61 árs aldri og 15—20 ára starf til töku hans frá 62 ára aldri. Fáist ekki upplýsingar um lögskráningardaga er stjórn sjóðsins heimilt að beifa annarri reglu um mat á áunnum rétti til flýtingar á töku líf- eyris. Frh. á bls. 62. 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.