Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 29
að vera langt á eftir áætlun, eða kannske hafði eitthvað komið fyr- ir. Hún gat varla beðið öllu lengur, það var svo kalt og svo var lóðsinn ekki einu sinni farinn. Hún gekk nokkra hringi enn eftir bakkan- um, ó það var svo kalt og drauga- legt í myrkrinu, bráðum færi hún heim. Nei, það væri best að bíða aðeins enn, hann yrði fyrir svo miklum vonbrigðum ef hún væri farin þegar hann kæmi að. Og nóttin heldur áfram að líða, sjórinn áfram að ygla sig og vind- urinn að veina í pakkhúsunum við höfnina. En úti á hafinu er togarinn á ferð, hann hefur hægt ferðina niður í slow, hann slóar. Og eftir- væntingarfullir mennirnir standa enn í sömu sporum og bíða eftir því að komast í land. Drengurinn aftur við hlerann er að hugsa um framtíðina. Hann ætlar að fara í Sjómannaskólann og verða stýrimaður og skipstjóri og aflakóngur. Þá er hann löngu giftur stúlkunni sinni og hlakkar ákaft til að komast í land þegar hún kemur á bílnum með bömin þeirra og sækir hann. Hann er svo nokkra hamingjusama daga í landi hjá fjölskyldunni en fer síð- an á sjóinn aftur því að sjórinn er hans líf og yndi, hann unir hvergi annars staðar en á sjónum, hann ætlar að verða herra hans og láta hann elska sig og elska hann líka því að hann er yndislegur eins og stúlkan hans. Og augu hans fyllast tárum einstaklingsins sem ætlar að verða hamingjusamur og eignast fjölskyldu sem hann sér farborða og elskar eins og hafið. En í landi er stúlkan að gefast upp á því að bíða, hún verður að fara heim svo að hún ofkælist ekki. Og í síðasta sinn setur hún hönd fyrir auga og rýnir út á sjóinn og myrkrið og aðgætir hvort hún sjái ekki ljós. Og viti menn. Þama er ljós. — Hann er að koma! í fögnuði sínum gengur hún nokkur VÍKINGUR skref áfram og rýnir aftur út í myrkrið. En hún hefur stigið að- eins of langt, því bryggjan er á enda og gefur ekki lengur fótum hennar stuðning. Hún missir jafnvægiðoghrapar niður í úfið hafið í sama mund og rámur kveðandi skipslúður heyrist utan úr myrkrinu, togara- inn er að kalla a lóðsinn. Litli báturinn fór á fullri ferð út úr hafnarmynninu og fyrir framan lítið stýrishúsið stóð einkennis- klæddur maður og hélt sér í ávalan húninn á dyrunum. Togarinn var stansaður þegar lóðsinn kom og lagðist að lunn- ingunni meðan lóðsarinn stökk um borð. Svo hélt hann áfram stíminu að hafnarmynninu, öruggt og sígandi. Fólkið var tekið að streyma til hafnarinnar, það voru ættingjar og venslafólk sjómanna, sem hafði frétt um töfina á ferð togarans og kom því á réttum tíma og þurfti ekki að norpa lengi í kuldanum á hafnarbakkanum. Og þegar skipið lagðist að voru hróp og köll og faðmlög á bakk- anum og sjóaramir stigu glaðir á land. En það veitti enginn litla og óframfæma drengnum við aftur- hlerann athygli, það virtist enginn vera kominn til að taka á móti honum. Hann skimaði í allar áttir eins og hann væri að gá að ein- hveiju, en það þekkti hann eng- inn, jafnvel skipsfélagamir litu ekki á hann, þeir voru allir að fara með sínu skyldfólki og kunn- ingjum. Svo loks, þegar allir voru farnir, gekk hann á land og leit í kringum sig eins og hann tryði ekki sínum eigin augum — kom hún í raun og veru ekki til að taka á móti hon- um? — En hann var aleinn við höfnina með máfunum og gamla karlinum, sem var vaktmaður við togarann. Drengurinn rölti nokkra hringi á hafnarbakkanum ráð- villtur — kannske var hún veik. — Hann ætlaði að fara til herbergis hennar og gæta að því. Og hann rölti þunglamalega frá höfninni, gekk vinstra megin eftir Skúlagötunni og var svolítið valtur í spori af óvananum að hafa fast land undir fótum. Mávarnir flugu þögulir fram hjá honum, þeir voru hvítir eins og snjóflygsur í myrkri hljóðrar næt- urinnar. Gamla góða merkiö ^TRETORN Merki stígvélanna sem sjó- menn þekkja vegna gæð- anna. Fáanleg: Með eða án trésóla. Með eða án karfahlífar Stígvélin sem sérstaklega eru framleidd með þarfir sjómanna fyrir augum. EINKAUMBOÐ JÓN BERGSSON H/F LANGHOLTSVEGI 82 REYKJAVÍK SÍMI36579 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.