Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 44
þá mundi þetta verða kærkomin tilbreyting. Um miðjan desember var hringt í mig frá Norfolk, að koma til viðtals, en í Norfolk eru aðalstöðvar NOAA fyrir austur- ströndina og Mexíkóflóann. I miðju viðtalinu við aðmírál Holder, en svo heitir yfirmaður yfir deildinni í Norfolk, spurði hann mig hvort ég mundi vera fá- anlegur til að fara á tveggja vikna námskeið í stýrimannaskólann í King’s Point í New York, ef ég yrði ráðinn. Það kom nú dálítið flatt upp á mig, svona fyrst að hugsa til þess að fara aftur í stýri- mannaskóla, 30 árum eftir að maður útskrifaðist heima. En hann útskýrði fyrir mér að þeir hefðu alltaf svona námskeið annað slagið fyrir öldungana í NOAA, og var eitt námskeiðið þá nýafstaðið. Ég sagði að það væri í lagi og fór aftur heim við svo búið. Viku seinna var hringt í mig og mér sagt að ég væri ráðinn og ég yrði skipstjóri á Oregon II sem hefur heimahöfn í Pascagoula í Mississippi og einnig var mér sagt hvenær ég ætti að vera mættur í King’s Point í N.Y. Ég kom þar á tilsettum tíma og fann þá út að þar voru komnir 10 lautinantar frá NOAA á þetta sama námskeið og voru þeir allstaðar að af landinu, jafnvel frá vesturströndinni og Florida, því NOAA hefur skip bæði á Seattle og Miami. Við vorum settir tveir saman í hvert herbergi og þegar ég fór að kynnast þeim þá voru þetta allt fínustu félagar. Þeir höfðu gaman að því að ég var eini og fyrsti óbreytti borgarinn sem hafði verið á þessum námskeiðum hjá þeim. Ég ætla ekki að vera langorður um námskeiðið, nema það var gaman að þessu og lærdómsríkt. Það er margt að rifja upp eftir 30 ár. Þó má ég til með að segja ykkur lauslega frá skólanum. Hann er í raun og veru bær út af fyrir sig, 3—4 hæða byggingar á stóru af- girtu svæði niður við Long Island sundið skamm't frá Kennedy flugvellinum. Skólinn er sjálfum sér nógur með allt, þar eru læknastofur, verslanir, rakara- stofa, mötuneyti, póststofa, banki, íþróttahús og sem sagt allt sem með þarf. Þar eru tvö skóla- skip, annað er stór úthafsdráttar- bátur og hitt 70 feta stálbátur. í skólanum, sem er 4 ára skóli, eru um 1200 nemendur, þar af 80 stúlkur. Námið skiptist þannig að fyrsta árið eru nemendur allt árið í skólanum, en annað og þriðja árið eru þeir 6 mánuði í skólanum og 6 mánuði á flutninga- eða olíuskipi, en fjórða árið eru þeir aftur 12 mánuði í skólanum og fá þá þriðja stýrimannsréttindi. Eftir að þeir eru búnir að sigla sem 3., 2., 1. stýrimaður og taka próf á milli fá þeir að taka skipstjórapróf. Þetta er ríkisskóli að öllu kostnaðarlaus fyrir nemendur, og ekkert í sambandi við sjóherinn heldur verslunarflotann. Einn daginn var farið með okkur í eina bygginguna og á þriðju hæð var líkan af brú á 30.000 tonna skipi. Ef ég hefði ekki vitað ég var inni í húsi á Long Island hefði ég getað haldið að ég væri úti á rúmsjó í brúnni á stóru skipi. Svo var allt sett af stað og þegar maður leit út um brúar- gluggana, var ekki hægt að sjá annað en maður væri á siglingu inn í höfnina í New York, framhjá blikkandi baujum, flautandi skip- um, framhjá Frelsisstyttunni og inn í Austurána. Jafnvel komu rokhviður annað slagið. Eftir klukkutíma siglingu var stigið út á götu, og læt ég þetta nægja um King’s Point. Eftir námskeiðið fór ég heim í viku en flaug þá til Pascagoula til að taka við Oregon II. Fyrsti túr- inn var 18 daga túr við rækju- merkingar í Mexíkó. Farið var frá Pascagoula 3. mars og komið að VÍKINGUR Hraðfrystihús Tálknafjarðar h.f. Tálknafirði — Sími: 94-2530 — 2518 Rekur hraófrystihús vélsmiðju, síldar- og fiskimjölsverksmiðju ennfremur skreiðarverkun. Útgerð: B.V. TÁLKNFIRÐINGUR B.A. 325 Kaupum fisk 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.