Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 35
r Asgeir Þórhallsson: Grindadráp íFæreyjum Einn dag er ég var í Þórshöfn var sagt í hádegisútvarpinu að grind hefði sést. Eg gekk niður að höfn að sjá trillur sigla út. Sagt var að grindin væri enn lengst út í hafi. Þar sem ég er áhugamaður um hvalavemd, langaði mig að sjá þetta umtalaða grindadráp en ekkert lá á svo ég fékk mér spássi- túr upp í bæ. En þegar ég mætti mönnum á hraðri göngu, með skutla og hnífa í tréhulstri, varð ég órólegur. Að lokum snéri ég heim og smurði nesti. Skömmu síðar hljóp ég við fót á kæjanum, í blárri sportblússu og með myndavél um hálsinn. Bát- unum hafði fækkað í höfninni og þeir runnu hver á fætur öðrum út úr hafnarmynninu. Ég fékk fiðr- ing í magann. Tveir ungir menn stigu út úr bíl með prjónahúfur og í klofstígvélum. „Eru þið að fara í grind?“ spurði ég- „Já.“ Þeir tíndu dót úr skottinu. „Er nokkur leið að fá að koma með?“ „Við erum með fullan bát.“ „Ég ætla bara að taka myndir,“ sagði ég og lyfti vélinni. „Talaðu við þann í gula bátn- um, þama í hominu. Ég held hann sé ekki með fullan bát,“ sagði annar og benti. „Þakka þér fyrir,“ sagði ég og hraðaði för minni. Komin var bílaumferð og menn voru á hlaupum með olíubrúsa, trillur togaðar að. Gamlir karlar sátu á kassa upp við húsvegg. Ég fann gulmálaða trillu með litlu stýrishúsi, tvær stelpur í grænum úlpum voru um borð. Inn í húsinu var bograndi karl með prjónahúfu. „Góðan daginn,“ sagði ég. Karlinn leit silalega upp. Stelp- urnar pískruðu. „Er nokkur séns að fá að koma með?“ „Nei. Það koma þrír í viðbót og þá er komið nóg.“ „Ég ætla bara að taka myndir.“ „Ekki hægt, með fullan bát.“ „Allt í lagi,“ sagði ég og fór mína leið. Ég spurði tvo stráka á gúmmí- bát með utanborðsmótor en þeir hristu hausinn. Fólk var á ferli, bílhurðum skellt, hróp og köll. Ég var kominn með ákafan hjartslátt og spurði alla um far en ekkert gekk. Ég sá yfirbyggða mahoný- trillu liggja utan á fiskibát, tveir menn voru um borð. Ég klifraði út í fiskibátinn og rann á hausinn á slorugu dekkinu. „Góðan daginn,“ sagði ég með titrandi röddu út yfir borðstokk- inn. „Góðan daginn,“ svaraði annar maðurinn, með hökuskegg og stíft svart hár, pírð augu líkt og græn- lendingur. „Eru þið að fara í grind?“ ,,Já.“' „Er nokkur séns að fá að koma með, ertu kannski með fullan bát?“ „Það koma nú fleiri.“ VÍKINGUR 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.