Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 41

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 41
Ég var of spenntur til að finna til nieðaukunnar. stökk og sporðurinn tætti upp þara og möl. Fólkið hörfaði. Ég held þetta hafði verið for- ystuhvalurinn. „Svona getur þetta oft verið besta gaman að horfa á,“ sagði Færeyingurinn. Menn byrjuðu að hnýta í sporðana á hvölunum og slefa burt. Einn báturinn var strandað- ur og hjón um borð rifust. Blóðlit- urinn í sjónum dofnaði. Hreyfing- arlausir hvalir lágu í flæðarmálinu í röðum. Hvíti báturinn réri með forystuhvalinn. Færeyingamir fóru að vaða í land, einn var blóðugur upp fyrir haus. Allir voru með sveðjur í tréhulstri við beltið. Rökkur var að síga yfir og fólk tíndist heim. Úrvinda gekk ég heim og fann sætar harðsperrur í fótum. Eftir kvöldmat fór ég niður að höfn og á einum kæjanum voru tveir kranar að hífa hvali upp á bryggju. Pollar sörguðu tennur úr skoltum hvalanna. „Hvað ætlarðu að gera við þessa tennur?“ spurði ég einn. „Bara eitthvað, setja um háls- inn. Villt þú eina?“ „Ha, já. Kannski." Hann kleip eina úr með naglbít og kjötstykki kom með. Hún var Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. Eigum ávallt tilbúin lyfja- skrín fyrir vinnustaði, bif- reiðar og heimili. INGÓLFS APÓTEK Hafnarstræti 5. Sími 29300 oddhvöss og líktist vígtönn úr hundi. „Þú verður að sjóða hana, þá losnar kjótið,“ sagði hann. Gamall stirður karl með fær- eyska húfu mældi hvalina með stiku og annar skar rómverskar tölur í kviðuggan. Um nóttina yrði grindin skorin, annars myndi kjötið skemmast. Tveir fullir karl- ar stálu sér nýrum, sem þeir sögðu vera besta partinn. Þeir skáru gat og grömsuðu í innyflunum. Blóð- þefur var í loftinu. Ég tók myndir með flassi. Grindurnar voru alls 74 en bátarnir höfðu verið þúsund. Um kvöldið var grindaball. Mér tókst að fá kjötstykki af ungu og lagði í bleyti í mjólk yfir nóttina. Svo steikti ég það á pönnu og bauð í mat. Og mikið andsvíti bragðaðist það vel. Þá skildi ég blóðbaðið. VÍKINGUR 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.