Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 41
Ég var of spenntur til að finna til nieðaukunnar.
stökk og sporðurinn tætti upp þara
og möl. Fólkið hörfaði.
Ég held þetta hafði verið for-
ystuhvalurinn.
„Svona getur þetta oft verið
besta gaman að horfa á,“ sagði
Færeyingurinn.
Menn byrjuðu að hnýta í
sporðana á hvölunum og slefa
burt. Einn báturinn var strandað-
ur og hjón um borð rifust. Blóðlit-
urinn í sjónum dofnaði. Hreyfing-
arlausir hvalir lágu í flæðarmálinu
í röðum. Hvíti báturinn réri með
forystuhvalinn. Færeyingamir
fóru að vaða í land, einn var
blóðugur upp fyrir haus. Allir
voru með sveðjur í tréhulstri við
beltið. Rökkur var að síga yfir og
fólk tíndist heim. Úrvinda gekk ég
heim og fann sætar harðsperrur í
fótum.
Eftir kvöldmat fór ég niður að
höfn og á einum kæjanum voru
tveir kranar að hífa hvali upp á
bryggju. Pollar sörguðu tennur úr
skoltum hvalanna.
„Hvað ætlarðu að gera við þessa
tennur?“ spurði ég einn.
„Bara eitthvað, setja um háls-
inn. Villt þú eina?“
„Ha, já. Kannski."
Hann kleip eina úr með naglbít
og kjötstykki kom með. Hún var
Útbúum lyfjakistur fyrir skip
og báta.
Eigum ávallt tilbúin lyfja-
skrín fyrir vinnustaði, bif-
reiðar og heimili.
INGÓLFS APÓTEK
Hafnarstræti 5. Sími 29300
oddhvöss og líktist vígtönn úr
hundi.
„Þú verður að sjóða hana, þá
losnar kjótið,“ sagði hann.
Gamall stirður karl með fær-
eyska húfu mældi hvalina með
stiku og annar skar rómverskar
tölur í kviðuggan. Um nóttina yrði
grindin skorin, annars myndi
kjötið skemmast. Tveir fullir karl-
ar stálu sér nýrum, sem þeir sögðu
vera besta partinn. Þeir skáru gat
og grömsuðu í innyflunum. Blóð-
þefur var í loftinu. Ég tók myndir
með flassi. Grindurnar voru alls
74 en bátarnir höfðu verið þúsund.
Um kvöldið var grindaball.
Mér tókst að fá kjötstykki af
ungu og lagði í bleyti í mjólk yfir
nóttina. Svo steikti ég það á pönnu
og bauð í mat. Og mikið andsvíti
bragðaðist það vel. Þá skildi ég
blóðbaðið.
VÍKINGUR
41