Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 11
Anægður með lífsstarfið Rætt við Geir J. Geirsson, yfirvélstjóra á Selfossr -ffik Það var ekki fyrr en á ísafirði, en þangað fórum við frá Akureyri til að lesta vestfirskum fisk fyrir bandaríkjamenn, að ég tók veru- lega eftir honum. Að vísu höfðum við heilsast, en lítið yrt hvor á annan, hann hefur sjálfsagt haft nóg að gera, og ég mest á rölti einn um skipið til að átta mig á hvar ég væri staddur hverju sinni, þefandi af hlutum, leggjandi hlustirnar við ókennilegum hljóðum, nýgræðing- ur á þessu stóra, framandi skipi Selfossi. En á ísafirði tók ég eftir honum um eftirmiðdaginn þar sem hann var á gangi niður við höfnina ásamt konu sinni Eybjörgu Sig- urðardóttur, skarplegur og kvikur í hreyfingum, og klæddur svo fork- unnarfínum einkennisbúningi, að hefði ég verið ísfirskur polli á þessum degi og séð hann, hefði hugur minn verið ráðinn: yfirmað- ur hjá Eimskip skyldi ég verða og ekki annað. Og hver veit nema einhver drengurinn hafi hugsað slíkt hið sama með sér þegar hann sá Geir J. Geirsson, yfirvélstjóra á Selfossi þama á gangi á þessum blíða degi, uppábúinn, ferðafúsan til framandi lands. En það var ekki fyrr en við vor- um búnir að vera nokkra daga í hafi að okkur gafst tækifæri til að setjast niður í íbúð Geirs og spjalla saman yfir kollu af dönsku öli. Geir býr vel um borð. Það er snyrtilegt hjá honum, hlýlegt, og heimilislegt, fjölskyldumyndir á borðum, enda eðlilegt jjar sem þessi íbúð hefur verið dvalarstað- VÍKINGUR ur hans í fjölmörg ár, en á Selfossi hefur hann starfað í 14 ár. Geir er Siglfirðingur, fæddur þar 1917, sonur Geirs Hróbjarts- sonar og Helgu Sigurðardóttur. Hlutskipti hans varð líkt og margra annarra góðra íslendinga í gegn um aldirnar: hafið heimti föður hans í heljargreip sína skömmu áður en Geir leit þennan heim, og tveggja ára gamall fluttist hann að Hraunum í Fljótum til Guðmundar Davíðssonar bónda þar og konu hans Ólafar Einars- dóttur. Þar dvaldi Geir til sex ára aldurs er hann fór ásamt móður sinni til Jóns Guðjónssonar loft- skeytamanns á Hesteyri í Jökul- fjörðum, en þar var hann til sextán ára aldurs, er leiðin lá til Þingeyrar í smíðanám hjá Guðmundi J. Sig- urðssyni, þeim fræga manni. Geir segir mér frá þessum árum af sýnilegri ánægju, og segist á þessum tima hafa verið kurteis unglingur en ekki kunnað að hlýða. Það hafi Guðmundur kennt sér, og beitt heraga. — Það er 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.