Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Qupperneq 11
Anægður með
lífsstarfið
Rætt við Geir J. Geirsson, yfirvélstjóra á Selfossr
-ffik
Það var ekki fyrr en á ísafirði, en
þangað fórum við frá Akureyri til
að lesta vestfirskum fisk fyrir
bandaríkjamenn, að ég tók veru-
lega eftir honum. Að vísu höfðum
við heilsast, en lítið yrt hvor á
annan, hann hefur sjálfsagt haft
nóg að gera, og ég mest á rölti einn
um skipið til að átta mig á hvar ég
væri staddur hverju sinni, þefandi
af hlutum, leggjandi hlustirnar við
ókennilegum hljóðum, nýgræðing-
ur á þessu stóra, framandi skipi
Selfossi. En á ísafirði tók ég eftir
honum um eftirmiðdaginn þar sem
hann var á gangi niður við höfnina
ásamt konu sinni Eybjörgu Sig-
urðardóttur, skarplegur og kvikur í
hreyfingum, og klæddur svo fork-
unnarfínum einkennisbúningi, að
hefði ég verið ísfirskur polli á
þessum degi og séð hann, hefði
hugur minn verið ráðinn: yfirmað-
ur hjá Eimskip skyldi ég verða og
ekki annað. Og hver veit nema
einhver drengurinn hafi hugsað
slíkt hið sama með sér þegar hann
sá Geir J. Geirsson, yfirvélstjóra á
Selfossi þama á gangi á þessum
blíða degi, uppábúinn, ferðafúsan
til framandi lands.
En það var ekki fyrr en við vor-
um búnir að vera nokkra daga í
hafi að okkur gafst tækifæri til að
setjast niður í íbúð Geirs og spjalla
saman yfir kollu af dönsku öli.
Geir býr vel um borð. Það er
snyrtilegt hjá honum, hlýlegt, og
heimilislegt, fjölskyldumyndir á
borðum, enda eðlilegt jjar sem
þessi íbúð hefur verið dvalarstað-
VÍKINGUR
ur hans í fjölmörg ár, en á Selfossi
hefur hann starfað í 14 ár.
Geir er Siglfirðingur, fæddur
þar 1917, sonur Geirs Hróbjarts-
sonar og Helgu Sigurðardóttur.
Hlutskipti hans varð líkt og
margra annarra góðra íslendinga í
gegn um aldirnar: hafið heimti
föður hans í heljargreip sína
skömmu áður en Geir leit þennan
heim, og tveggja ára gamall fluttist
hann að Hraunum í Fljótum til
Guðmundar Davíðssonar bónda
þar og konu hans Ólafar Einars-
dóttur. Þar dvaldi Geir til sex ára
aldurs er hann fór ásamt móður
sinni til Jóns Guðjónssonar loft-
skeytamanns á Hesteyri í Jökul-
fjörðum, en þar var hann til sextán
ára aldurs, er leiðin lá til Þingeyrar
í smíðanám hjá Guðmundi J. Sig-
urðssyni, þeim fræga manni.
Geir segir mér frá þessum árum
af sýnilegri ánægju, og segist á
þessum tima hafa verið kurteis
unglingur en ekki kunnað að
hlýða. Það hafi Guðmundur kennt
sér, og beitt heraga. — Það er
11