Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 32
gúmmíbáturinn úr honum. Reyndist báturinn vera af mb. SVANI“. Síðan kemur lýsing af ástandi bátsins sem ekki er ástæða að rekja hér. Kl. 16,05 var leitinni hætt vegna myrkurs og í samráði við erindreka SVFR, Hannes Hafstein, þar sem búið var að leita af sér allan grun á hugsanlegu slyssvæði. Það var fyrst kl. 12,47 á jóladag sem varðskipið kemur á strand- stað togarans Boston Wellvale og kannar aðstæður til björgunar. Þannig hefur minni Halldórs brenglast í áranna rás. Um viðhorf hans til LHG hirði ég ekki um að ræða. En stórmannlegt getur það varla talist að bera saklausa menn jafn niðrandi sök vegna sárinda af eigin mistökum. Ég vil þó benda Halldóri á það, að þrátt fyrir að LHG sé ríkisstofnun, rekin af al- mannafé, þá fer víðs fjarri að Pét- ur eða Páll geti notað tæki hennar í eigin þágu hvenær sem er og sér að kostnaðarlausu. Ef það var lítið verk að skera úr skrúfu togarans, þá bar Halldóri að framkvæma verkið, því það var fyrst og síðast í hans þágu. Hins vegar hafa óvill- hallir dómstólar litið öðrum aug- um á það mál. Það er mikill mis- skilningur að halda að LHG fái einhliða kröfum sínum framgengt. Þar gildir nákvæmlega sama lög- mál og í samskiptum annarra sem greinir á. Þetta er svo ljóst sem verða má. En segjum nú svo að staðhæfing Halldórs hefði verið rétt. Var það ekki skylda varð- skipsins að bjarga mannslífum við Arnames þótt bresk væru? Hver getur fullyrt um hvenær menn eru í lífshættu eða ekki. Hefði Halldór treyst sér til að spá fyrir um slysin á ísafjarðardjúpi 1968, þar sem 700 tonna togari fórst inni á firði, steinsnar undan landi? Ég held að allt hjal í þessa átt sé í hæpnara lagi, þó ekki sé meira sagt. „Ljótt er fyrst satt er“, þannig hljóðar millifyrirsögn í viðtalinu. Ég fæ ekki skilið þessa yfirskrift öðruvísi en að hún sé sannfæring blaðamannsins eftir spjallið við Dóra á Svalbak. Ég undraðist mjög og finnst forkastanleg vinnubrögð blaðamannsins að taka blinda afstöðu með öðrum aðilanum, án þess svo mikið að leita túlkunar þess sem borinn er jafn alvarlegum ásökunum og gert er í viðtalinu. Ég efast mjög að vinnubrögð af þessari gerð verði Víkingnum til framdráttar eða afli honum í nokkru aukinnar veg- semdar. Margt og mikið hefur verið talað og ritað um björgun- armál að undanförnu og er ágæti innihaldsins í öfugu hlutfalli við magnið. Halldór staðhæfir að starfsmenn gæslunnar fái hærri björgunarlaun en annars staðar þekkist og þau séu bara peninga- spursmál fyrir karlana og ekkert annað. Ef Halldór hefði lagt á sig að lesa lög um LHG ísl. hefði hann ekki haldið fram þessari staðleysu. í 12. gr. laganna segir „Nú fær skip eða flugvél LHG laun fyrir björgun verðmæta, og greiðist þá fyrst af björgunarlaun- unum öll útgjöld vegna björgun- arinnar önnur en venjulegur VÍKINGUR MEIRI ENDING MINNA BPMobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI ® BB OLÍUVERZLUIM ÍSLAMDS HE HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.