Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 32

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Síða 32
gúmmíbáturinn úr honum. Reyndist báturinn vera af mb. SVANI“. Síðan kemur lýsing af ástandi bátsins sem ekki er ástæða að rekja hér. Kl. 16,05 var leitinni hætt vegna myrkurs og í samráði við erindreka SVFR, Hannes Hafstein, þar sem búið var að leita af sér allan grun á hugsanlegu slyssvæði. Það var fyrst kl. 12,47 á jóladag sem varðskipið kemur á strand- stað togarans Boston Wellvale og kannar aðstæður til björgunar. Þannig hefur minni Halldórs brenglast í áranna rás. Um viðhorf hans til LHG hirði ég ekki um að ræða. En stórmannlegt getur það varla talist að bera saklausa menn jafn niðrandi sök vegna sárinda af eigin mistökum. Ég vil þó benda Halldóri á það, að þrátt fyrir að LHG sé ríkisstofnun, rekin af al- mannafé, þá fer víðs fjarri að Pét- ur eða Páll geti notað tæki hennar í eigin þágu hvenær sem er og sér að kostnaðarlausu. Ef það var lítið verk að skera úr skrúfu togarans, þá bar Halldóri að framkvæma verkið, því það var fyrst og síðast í hans þágu. Hins vegar hafa óvill- hallir dómstólar litið öðrum aug- um á það mál. Það er mikill mis- skilningur að halda að LHG fái einhliða kröfum sínum framgengt. Þar gildir nákvæmlega sama lög- mál og í samskiptum annarra sem greinir á. Þetta er svo ljóst sem verða má. En segjum nú svo að staðhæfing Halldórs hefði verið rétt. Var það ekki skylda varð- skipsins að bjarga mannslífum við Arnames þótt bresk væru? Hver getur fullyrt um hvenær menn eru í lífshættu eða ekki. Hefði Halldór treyst sér til að spá fyrir um slysin á ísafjarðardjúpi 1968, þar sem 700 tonna togari fórst inni á firði, steinsnar undan landi? Ég held að allt hjal í þessa átt sé í hæpnara lagi, þó ekki sé meira sagt. „Ljótt er fyrst satt er“, þannig hljóðar millifyrirsögn í viðtalinu. Ég fæ ekki skilið þessa yfirskrift öðruvísi en að hún sé sannfæring blaðamannsins eftir spjallið við Dóra á Svalbak. Ég undraðist mjög og finnst forkastanleg vinnubrögð blaðamannsins að taka blinda afstöðu með öðrum aðilanum, án þess svo mikið að leita túlkunar þess sem borinn er jafn alvarlegum ásökunum og gert er í viðtalinu. Ég efast mjög að vinnubrögð af þessari gerð verði Víkingnum til framdráttar eða afli honum í nokkru aukinnar veg- semdar. Margt og mikið hefur verið talað og ritað um björgun- armál að undanförnu og er ágæti innihaldsins í öfugu hlutfalli við magnið. Halldór staðhæfir að starfsmenn gæslunnar fái hærri björgunarlaun en annars staðar þekkist og þau séu bara peninga- spursmál fyrir karlana og ekkert annað. Ef Halldór hefði lagt á sig að lesa lög um LHG ísl. hefði hann ekki haldið fram þessari staðleysu. í 12. gr. laganna segir „Nú fær skip eða flugvél LHG laun fyrir björgun verðmæta, og greiðist þá fyrst af björgunarlaun- unum öll útgjöld vegna björgun- arinnar önnur en venjulegur VÍKINGUR MEIRI ENDING MINNA BPMobil SMUROLÍUR OG SMURFEITI ® BB OLÍUVERZLUIM ÍSLAMDS HE HAFNARSTRÆTI 5 • REYKJAVÍK SÍMI 24220 32

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.