Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1981, Blaðsíða 18
festir brátt auga á einum okkar, ungum og fríðum Selfyssingi, og áður en varir kemur hún og teygir sig kviknakin yfir borðið til hans og brosir svo ótvíræðu brosi að kumrar í okkur hinum. Hjálpar- kokkurinn grúfir sig yfir bjórglas- ið til að fá ekki geirvörtuna á henni í augað. Nú sitja menn sem fastast um stund meðan álfa- kroppurinn opinberar okkur af- kima holds síns, og þykir öllum nokkur virðing að, þegar stúlkan stígur aftur yfir til vinar síns í okkar hópi í lok sýningar og spyr hann, hvort hann muni hafa eitt- hvað fyrir stafni á eftir, villir hann, stillir hann. En þar sem okkar Ólafur liljurós var ekki alveg heillum horfinn og vildi heldur hjá mönnum búa, og átti að auki Atlantshafið fyrir stafni, kvaddi hann álfakroppinn og sagðist engan hafa áhugann, sem er eins góð hvít lygi og ég hef heyrt um dagana. Og þá yfirgáfum við kóngablá- an salinn og gengum út, og fóru sumir í koju, en við hinir þraut- seigari héldum í leigubíl til Washington götu í Boston, en hún er í hverfinu þar sem vakað er allar nætur. Við erum þrír saman í leigu- bílnum, einn ungur og sprækur og ákafur í að kynnast leyndardóm- um borgarhverfa þar sem vakað er allar nætur, ég, væskill sem má brúka sem túlk og dagmaður í vél hátt á fertugsaldri og breiður mjög um herðarnar. Hann er klæddur í stutterma bol og vöðvamir hnykl- ast á armi hans einsog á Tarsan þegar hann ber vodkaflöskuna upp að vörum sér. Það er litið til hans með virðingu þegar við stíg- um út úr bílnum og inn í mann- þröngina á Washington götu, og ég neita því ekki, að mér líður vel í návist hans þarna í þessu Bóston- hverfi, þar sem menn líta eflaust friðhelgi náungans öðru auga en þeir sem eru á rólinu í Reykjavík. 18 í þessu hverfi er verslað með dóp og hold. Holdið var öllu bersýnilegra en dópið, og sennilega mun ódýrara miðað við þyngd. Ekki erum við íslendingar búnir að vappa lengi eftir kjötmarkaðn- um og virða fyrir okkur úrvalið þegar ljóst verður, að stúlkumar virðast ekki hafa minni áhuga á okkur en við á þeim, og að ekki muni erfitt að stofna til stundar- kynna í einhverju skúmaskotinu eða herbergiskytrunni. Þær koma til okkar í smáhópum, tvær saman, eða þrjár, og jafnvel fjórar, flestar þeldökkar, og hafa uppi ófeimið tal og hnippingar og aðra frjáls- kvenlega framkomu, sem vart myndi þykja prýða kvennaskóla- stúlkur á rúntinum í Reykjavík. Einnig viðrast þær mjög upp við að sjá axlafulla vodkaflösku dag- mannsins, og fýsir sumar þeirra mjög að smakka þann vökva sem heimskautsbúar kjósa að hafa með sér á torg í Ameríku og dreypa á sér til hressingar án þess að gretta sig og brosa jafnvel á eftir. En þar sem bísness er nú einu sinni bísness í þessu landi sem öðrum, þá kemur jafnan að því eftir þennan stutta og óformlega formála hvort eftirspumin vilji hafa uppi tilburði í þá átt að full- nægja framboðinu. Koma þá nokkrar vöflur á okkur þremenn- ingana, sem erum hingað komnir í þeim yfirlýsta tilgangi að skoða vöruna frekar en neyta hennar, og gengur svo um hríð, að stúlkur koma og fara, og ekki með meira af okkur en einn sopa af vodkanu góða. En nú er einu sinni svo blessun- arlega farið að mannlegur vilji veikist mjög andspænis síendur- teknum freistingum, ekki síst ef þær eru eins girnilegar og rjóma- tertur eru langvarandi soltnum manni og veita þar að auki sköp- unargáfu holdsins útrás. Kemur þar, að ég gerist túlkur í samn- ingaviðræðum hins unga og spræka Selfyssings og ungrar blökkukonu með bústnar varir, og má finna blóðþrýsting hans hækka eftir því sem á líður viðræðurnar og ljóst verður hvaða tegund þjónustu virðist ískotabest fyrir fæsta dollara, en þess verður að geta til að seljandi njóti sann- mælis, að framboð var nokkuð margþætt og fól í sér, auka tíma- lengdar, virkjunarkosti svo marga að ráðuneyti upp á íslandi mættu vera hreykin af og að auki grund- vallaratriði rúmmálsfræðinnar: lárétt eða lóðrétt. Verður það úr að lokum, dag- manninum til sýnilegrar skemmt- unar, að samningar takast um eitt stykki af hefðbundnu láréttu frjóvgunarferli fyrir tuttugu dali og skyldu báðir málsaðilar standa sig liggjandi og ekki stofna til frekari kröfugerðar fyrir umsamið fé enda þá samningar sjálfkrafa lausir og til endumýjunar eftir óskum, og skuldbatt sig seljandi auk þess til þess að leyfa rúmlegan tíma til lúkningar verksins og ekki að kikja um of á skeiðklukku hugans á meðan. Þóttist ég hafa gert góðan samning fyrir hönd kunningja míns, lánaði honum þá tuttugu dali sem fulltingdu samningnum, og þegar dagmaður í vél hafði leyft samningsaðilum að staupa sig á vodkanu, tók sú þeldökka dís í hönd hins spræka unga Selfyss- ings og leiddi hann að ruslatunnu sem stóð í skugga í porti steinsnar frá götunni þar sem við höfðum staðið við háhýsishorn. Horfum við dagmaður í vél á eftir þeim í hálfrökkrið, og þykir brátt sýnt, að hér vilji dísin fremja samningsbrot á félaga okkar þar sem frjóvgun- arferlið virðist hvorki ætla að verða hefðbundið né lárétt heldur í ætt við þá tækni sem tíðkaðist í minni sveit fyrir mörgum árum er kýr voru handmjólkaðar. Upphefjast nú samningar á ný VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.