Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 5

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 5
Ritstjórnargrein Öryggismál sjómanna Öryggismál sjómanna hafa mikiö ver- iö til umræöu á tveim síöustu árum. Sú umræöa hefur þó ekki dugaö til aö koma í reglugerö skyldu til aö hafa björgunar- búninga íhverju íslensku skipi. Von er til aö úr þessu rætist á yfirstandandi ári, enda má þaö ekki dragast lengur. All undarlegur fréttaflutningur var í útvarpinu, ekki alls fyrir löngu. Tilefniö var aö því er viröist, aö loönuflotinn lá inni á Siglufiröi vegna veöurs. Greint var frá aö ákveöiöheföi veriö aöaflýsa dans- leik þá um kvöldiö og aö fangaklefar staöarins væru í svo slæmu ástandi aö þar væri ekki hægt aö hýsa menn. Síöan þótti ástæöa til aö taka fram aö allt heföi veriö meö ró og spekt, rétt eins og flokk- ur glæpamanna heföi gist staöinn. Lágt mat bæjarbúa, jafnvel bæjaryfirvalda, á sjómönnum viröist skína út úr fréttinni. Þar íbæ viröist vera litiö á sjómenn sem illþýöi, sem ekki er þorandi aö láta skemmta sérmeö sómakæru heimafólki, og enn síöur þar sem ekki er hægt aö stinga þeim í svartholiö. Ekki er hægt annaö en mótmæla atvikum afþessu tagi harölega, og sömuleiöis slíkum frétta- flutningi, einkum í útvarpi þjóöarinnar. Sjómenn eru engir annarsflokksmenn á eftir fyrsta flokki þeirra sem í landi eru og þeir hafa engu síöur þörf fyrir skemmtun eina kvöldstund í landi. Þegar fréttamenn finna hjá sérþörf til að segja frá fullum sjómönnum á skemmtun, ættu þeir aö láta fylgja fréttir af hvaö margir koma fullir út af viröulegum skemmti- stööum höfuöborgarinnar og hvernig þeir skiptast í starfsstéttir. Svo viröist sem þaö sé aö fullu á valdi skipstjóra hversu mikiö hann hleöur skip sitt, því ekkert stendur um þaö í reglu- geröum. Loönubátar hafa siglt meö farma sína til útlanda. Einn slíkur kom til Noregs fyrir jól. Norömenn uröu undrandi, þegar þeir sáu hleösluna á þessum bát, vitandi aö hann haföi komiö langt aö yfir hafiö, því aö í Noregi eru til reglur um hleöslumörk. Reglurnar þar í landi kveöa á um aö fyrir hverja 20 cm, sem hleösla fer yfir mörkin, skal skip- stjóri greiöa 9000,00 n.kr. í sekt. Þaö skal tekiö fram aö norsku skipin eru aö jafnaöi stærri en þau íslensku, sem sést þegar norski flotinn er hér á veiöum. ís- lenski flotinn er aö veröa úreltur miöaö viö norsku skipin. Mörg íslensku skip- anna er búiö aö lengja og viö þaö veikjast þau. Þvíveröa menn aö hafa mikla aögát þegar þeir fara meö stóra farma, hvort sem þaö er til hafna erlendis eöa hérlend- is. Undanþágumál skipstjórnarmanna viröast ætla aö fara í þann farveg, sem ætlast var til, eftir aö ný lög voru sett þar um. Undanþágum hefur fækkaö um 40% og námskeiöin sem haldin hafa veriö fyr- ir undanþágumenn hafa skilaö góöum árangri, þrátt fyrir svartsýni, sem geröi vart viö sig um þau í fyrstu. Þessi nám- skeiö eru í rauninni fullt nám, eins og þeirkomust aö raun um sem hófu námiö. Vonandi sjá þeir aldrei eftir aö hafa drif- iö sig í þetta. Ætla má aö undanþágum fækki niöur í 20% afþvísem áöur var og aö þeir einir sem lokiö hafa námi, en vantar tíma, fái undanþágur. Náist sá árangur veröur aö telja aö stórsigur hafi unnist, því undan- þágurnar hafa veriö vandamál allt frá árinu 1980. Ragnar G. D. Hermannsson. formaður Öldunnar. VÍKINGUR 5

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.