Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 37
Oryggisventill
Væri „Self Call“ tækið
fullkomin lausn?
„Ekki alveg en það munar
ekki miklu. Öryggismála-
nefnd Alþingis hefur komið
þessari hugmynd á framfæri
viö Póst og sima sem ræður
þessu máli, en þar er einhver
fyrirstaða vegna þess að
menn þar tala um „Digital"
tæki sem sé fullkomnara en
þvi miöur eru ein 5 ár i að þau
tæki koma í notkun“ segir
Eysteinn.
En hvað með tölvuvæð-
ingu til skráningar og til að
sjá hvaða bátar hafa tilkynnt
sig og hverjir ekki, þó ekki
væri til annars en að létta
álaginu af þeim sem er á
vakt?
Þaö mál er i athugun, en
þeir félagar eru ekkert alltof
bjartsýnir. Gerð var tilraun
með tölvu í samvinnu við
Háskólann en sú tölva sem
reynd var réð ekki við verk-
efniö. Hefur sennilega veriö
of litil. En þeir telja að það sé
hægt að tölvuvæða tilkynn-
ingaskylduna. Það er bara
hætt við að svo vandaða
tölvu þurfi til að peninga-
skortur stöövi þaö mál. Kom-
ið hefur fram hugmynd og
það fullyrt að hægt sé aö
framkvæma hana, aö koma
upp tölvukerfi þannig að Is-
landskortið sé á skjánum og
með þvi að ýta á hnapp sé
hægt að sjá hvar viðkomandi
bátur er stadduK Þeir segjast
kannas't við þetta mál en þaö
sé mjög langt i land að hægt
sé aö framkvæma hugmynd-
ina. En ef og þegar þaö verð-
ur hægt eru öll vandamál
varðandi tilkynningaskylduna
leyst.
Þeir taka lika fram, að þótt
of margir sýni kæruleysi,
varöandi tilkynningaskyld-
una, þá sé mikill meirihluti
skipstjóra til fyrirmyndar i
þessu máli. Samstarfið við
strandstöðvarnar sé einnig
eins gott og hægt er að
hugsa sér, menn þar séu
bæði samviskusamir og
hjálplegir meö allt sem til
þeirra er leitað varðandi til-
kynningaskylduna.
„Sem gamall sjómaður
langar mig að biðja skip-
stjórnarmenn að láta af þvi
kæruleysi að sinna ekki til-
kynningaskyldunni. Við sem
hér störfum göngum ekki að
þessu sem venjulegu verki.
Hugarangur okkar er oft
óskaplegt, þegar við hættum
á kvöldvakt og næturvaktin
tekur við í slæmu veðri og
bátur sem við vitum að er á
sjó hefur ekki tilkynnt sig.
Maður sofnar ekki alltaf strax
og heim er komið þegar
þannig stendur á, hvað þá
aðstandendur sem biða milli
vonar og ótta", segir Guðjón
og Eysteinn tekur undir það.
Þannig sé líðan þeirra allra
sem við þetta starfa undir
þessum kringumstæðum.
- S.dór.
Eysteinn Guðlaugsson
við spjaldskrána, en all-
ar tilkynningar eru
færðar inn á spjald við-
komandiskips.
Guðjón Halldórsson
svarar fyrirspurn i sím-
ann, en mjög mikið er
um að ástvinir sjó-
manna og utgerðar-
menn hringi til tilkynn-
ingaskyldunnar til að
spyrja um skipin.
VÍKINGUR 37