Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 45
Utan úr hcimi
Alltaf á sunnudögum, gæti verið kjörorö Mærsk skipafélagsins. Tacoma er höfn no 1 fyrir Mærsk
línuskipin á Kyrrahafinu er koma frá Austurlöndum. Gámunum er hlaðið beint á járnbrautavagna er
flytja þá til ákvörðunarstaöa hvert sem er um Bandaríkin. Á myndinni má sjá 1.8 kílómetra lengd af
gámum í 2 hæðum á leið frá skipi. Þetta er aðeins hluti farmsins, því lengd gámanna í farminum er um
9500 metrar væri þeim raðað enda við enda, eða 4.750 metrar í 2 hæöum. Á þessum hraðskreiðu
skipum tekur ferðin yfir Kyrrahafið einungis 7—8 sólarhringa. Frá Tacoma bætast svo við 1 —3 sólar-
hringar eftir því hvert gámarnir fara i Bandaríkjunum.
Seglskip, byggð til
farþegaflutninga:
Windstar Sail Crusies heit-
ir nýstofnað skipafélag. Eig-
endur eru Norðmennirnir Karl
G. Andersen og Stolt Nielsen
fjölskyldan. Þeir hafa samið
um byggingu tveggja segl-
skipa. Stærð: L=439’ fet,
B=51 ’ fet, djúpr. 13’06” fet.
Aöalvélar 3 diesel-rafknúnar.
Áætlaður siglingarhraöi 10,5
sm + 3—4 sm í viðbót vegna
seglanna (háð vindi). Segl-
búnaðurinn verður Bermuda-
rigg, dakron/nælon segldúk-
ur, öllum seglabúnaði verður
stjórnað-með tölvum. Verði
hliðarhali yfir 6° tekur tölvan
til sinna ráöa, og riggar til
seglum (fellir segl ef með
þarf), svo fyllsta öryggis
„glasa” og farþega sé gætt.
Áhöfnin verður ca. 70—75
menn, og farþegafjöldi 150 í
tveggja manna klefum. Hver
klefi hefur baðklefa, litasjón-
varp, videó, útvarp, ásamt
ómissandi kæliskáp. Að sjálf-
sögðu, er skemmtisalur, mat-
salur, barir o.fl. fyrir alla.
Sundlaug, leikfimisalur,
ásamt vídeósafni, rakara-
stofu, verslunum og að
ógleymdu spilaviti. Nú hefur
víst enginn lengur bók undir
koddanum. Útgerðarmenn
telja, að þessi skip höfði til
yngri kynslóðarinnar, og ætla
að sigla til hinna smærri eyja
Karabiska hafsins, og stunda
þar sjóskíðaiþróttir, bretta-
siglingar (surf) ásamt köfun-
um. Einnig verðu rkomið við á
stærri höfnum. Hver ferð á að
taka 7 sólarhringa. Verði mun
stillt í hóf. Hvort skip kostar $
32,5 millj. og afhendist hið
fyrra seint á árinu 1986, og
hið síðara í ársbyrjun 1987.
Lyftiorka 1200 tonn:
ítalir byggja nú flotkrana, til
nota við „off-shore‘‘-vinnu.
Lyftigeta verður 1200 tonn.
Særými kranaskipsins verður
70.000 tonn. Verð $ 265 mill-
jónir.
Norsk yfirvöld
auðvelda útgerðar-
mönnum fánaskipti:
300 norsk skip eru nú skrá-
sett erlendis, og vex fjöldi
þeirra hrööum skrefum. Norsk
yfirvöld auðvelda útgerðar-
mönnum þessi fánaskipti,
undir þvi yfirskini að það auö-
veldi þeim samkeppni í sigl-
ingunum. Kaupskip undir
norskum fána i erlendum sigl-
ingum eru nú 754 að tölu.
Viðskiptajöf nuður er
Norðmönnum mjög
hagstæður:
Viðskiptajöfnuður Norö-
manna við útlönd var þeim
hagstæður s.l. ár um 40,3
milljarða n.kr. (184,6 milljarða
ísl. kr.). Þar af er olia og gas
(78,5 milljaröar af 147,8 millj-
örðum n.kr.). Þar við bætist að
kaupskipaflotinn var með
brúttótekjur 32 milljarða n.kr.
(146,56 milljarða ísl. kr.).
Nettó gaf kaupskipaflotinn
þeim 13,7 milljarða n.kr.
(62,74 milljarða isl. kr.).
Seglbúnaöurinn veröur
Bermudarigg,
dakron/nyion segldúkur.
Öllum seglbúnaöi veröur
stjórnaö meö tölvum.
VÍKINGUR 45