Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 53
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRÉTTIR ÚR PACIFIC FISHING
ALASKAUFSI. Eigendur verksmiðjutogara í
Alaska eru að hefja auglýsingaherferð undir
slagorðinu „Alaska Pollock Comes to
America". Þetta slagorð verður sett upp á
áberandi stöðum i öllum stórmörkuðum. Sala á
Alaskaufsa virðist ætla að verða meiri á árinu
1985 en árið 1984, en aflinn var lika meiri. Sið-
ast á árinu 1985 seldist blokkin á 48 sent
pundið, en framleiðendur á lausfrystum ufsa
vonast eftir 95 — 105 sentum fyrir pundið.
Vegna minnkandi framboðs á borski og flat-
fiski hefur sala á Alaskaufsa aukist, einkum
selst hann i stofnanir svo sem skóla, fangelsi
o.fl.. Unnið er að þvi að Alaskaufsinn verði af
skólayfirvöldum ákveðinn sem fastur réttur á
matseðli skólaeldhúsa.
SÍLDARHROGN. Fiskimenn i San Francisco fá
á þessu ári u.þ.b. sama sildarkvóta og á árinu
1985. Sildarkvóti British Columbiu (Kanada)
er næstum helmingi minni en árið 1985, sem
var þó lélegt afla ár. Þessi niðurskurður getur
haft þau áhrif á Japansmarkaði að skortur
verði þar á síldarhrognum. Á síðasta ári keyptu
Japanir 1000 tonn af sildarhrognum i
Englandi. í Japan var á síðasta ári hafin sala á
sildarhrognum sem nefnast „brand name" og
eru unnin þar i landi úr sildarhrognum innflutt-
um frá Kanada.
Einn helsti framleiðandi „brand name“
hrogna seldi á haustmánuðum á markaði i
Japan 200 tonn af þessari framleiðslu fyrir
580—650 kr/kg. Innkaupsverð hrognanna +
kostnaður er að meðaltali 560 kr/kg, svo aö
vinnslan fær lítið í sinn hlut með þessu veröi.
Aðrirframleiðendur síldarhrogna i Japan héldu
að sér höndum og höfðu ekki selt neitt 1. des.
1985. Þeir vonast eftir aukinni eftirspurn þar
með hærra verði ef framboði er haldið niðri. Af
þessum ástæðum áttu heildsalar engin „brand
name“ hrogn, en aftur á móti ódýrari hrogn frá
Alaska sem seldust vel.
SURIMI. Útlit er fyrir að verð á fyrstu surimi
haldist áfram gott, þar sem nokkur óvissa rikir
um framleiðslu á þessu ári. Landanir i Japan á
Alaskaufsa hafa verið minni en venjulega
mestan hluta ársins, en gætu þó hafa aukist
eftir að hrognataka úr Alaskaufsa byrjaði á
veiðisvæðum innan rússnesku lögsögunnar,
sem leyfilegt var fyrir Japani aö hefja i nóvem-
ber.
Meiri takmarkanir á veiðum Japana innan
lögsögu Bandaríkjanria á þessu ári en árið
1985 verða liklega til þess að verð á surimi
helst óbreytt. Verð á annars flokks surimi var i
desember 1985 43 kr/kg og getur hafa hækk-
aö ef landanir á Alaskaufsa i Japan hafa ekki
aukist.
RÆKJA. Fiskimenn á vesturströnd Bandarikj-
anna eru sæmilega ánægðir með siðustu ver-
ííö enda þótt botninn hafi dottið úr henni vegna
ógæfta. í heild komu á land árið 1985 11.557
tonn á móti 5.050 tonnum á árinu 1984. Verð
upp úr skipi var 15 kr/kg en þó dæmi um
nokkuð hærra verð eða 16,50 kr/kg. Rækjan
var góð eða um 160 — 220 stykki að meöaltali i
kilógrammi. Útlit fyrir næsta ár er gott og rækja
hefur fundist á stöðum þar sem hún hefur ekki
sést i mörg ár.
Rækjuafli i heiminum jókst verulega á árun-
um 1977—1983 samkvæmt upplýsingum FAO.
En hann var árið 1983 alls 1.778.214 tonn og
vex stöðugt, þvi eftirspurn eftir rækju hefur
einnig aukist verulega og heldur áfram að
vaxa.
Rækjan veiöist um allan heim bæði i heitum
og köldum sjó og einnig í ám og vötnum, þó
aðallega i hitabeltinu. Rækjuveiðar stunda 60
þjóðir, en 20 þeirra veiða 85% heildaraflans.
Af þessum 60 þjóðum sem stunda rækju-
veiðar eru 42 svo kallaðar þróunarþjóðir og
veiða þær nú 70% aflans. Kina, Indland,
Indónesia og Thailand eru mestu rækjuveiði-
þjóðirnar og veiða aðallega hlýsjávardjúp-
rækju (penaeid prawns). Brasilia, Mexico,
Ecuador og Panama eru einnig miklar rækju-
veiðiþjóðir og er uppistaðan i aflanum hlý-
sjávardjúprækja. 'l norður hluta Norður Atlants-
hafsins byggist veiðin að mestu á kaldsjávar-
djúprækju (pandalus borealis). Á undanförnum
árum hefur afli stöðugt aukist og hafa Kanada-
menn, Norðmenn og Grænlendingar átt þar
stærstan hlut. Afli íslendinga, Dana og Fær-
eyinga hefur einnig aukist, en þar sem hann er
tiltölulega lítill miðað við heildaraflann hefur
það lítil áhrif þótt hann aukist nokkuð.
Þar sem talið er að flestir rækjustofnar séu
fullnýttir svo sem við Norður og Suður
Ameriku, Afriku og við austur Asíu er ekki búist
við verulegri aukningu i veiðum, en hinsvegar
má búast við mikilli aukningu á eldisrækju,
einkanlega í Austur Asíu. Miklu fjármagni hefur
veriö varið þar til uppbyggingar á slikri starf-
semi. i heild virðist þó útlitið á rækjumarkaðin-
um vera gott, hann heldur áfram að vaxa og er
talið að sá vöxtur haldist út allan þennan ára-
tug.
VIKINGUR 53