Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 58
Tónlist
, ■4y,i'v x
Hc r oú nú
Andrea
Jónsdóttir
Þrjár konur
Þær eiga svo sem ekkert
sameiginlegt þær Joni
Mitchell, Kate Bush og Sade
annað en að vera konur, sem
gefa út hljómplötur, og kom
sin hver frá þeim á siöasta
ári. Kate var fyrst þeirra með
Hounds of Love, síðan Sade
með Promise og loks Joni
með Dog eat Dog. Reyndar
eiga þessar konur það lika
sameiginlegt að plötur þeirra
eru sérstakar i öllu því krað-
aki sem út er gefið af hljóm-
plötum: Sade fyrir sina fág-
uðu, fallegu og notalegu ró-
legheitatónlist, sem margan
manninn hefur seitt upp úr
skónum að minnsta kosti;
Kate Bush fyrir ævintýraleg
efnistök sín og tónlist í stil
sem hún er búin að liggja yfir
árum saman i stúdiói; Joni
Mitchell fyrir ótrúlega full-
komnun á öllum sviðum —
hljóðfæraleik, tón- og texta-
smið — og þar i ofanáleik
slíkan ferskleika og kraft að
mörgum þykirtiðindum sæta i
samblandi við allt hitt. Joni
afsannar sem sagt það sem
oft hefur verið sagt um rokk-
iö, að of mikil fullkomnun
drepi í því frumkraftinn og
neistann. Dog eat Dog erfull-
komnasta hljómplata sem ég
hef barið eyrum — stór orð en
ég stend við þau ... og þaö
sem meira er: Joni Mitchell er
mest alhliða listamaöur í
rokkinu.
Fine Young Cannibals
nefnist nýleg ensk hljóm-
sveit, svo nýlega aö fyrsta
breiðskifa hennar kom út i
desember 1985. Ekki eru
stofnendur hennar þó nýliðar,
þeir Andy Cox gitarleikari og
David Steele bassa- og
hljómborðsleikari voru i
„ska“ hljómsveitinni bresku
The Beat (Ska er af svipuð-
um rótum runnið og reggae
en einfaldara). The Fine
Young Cannibals eru annað
afsþrengi The Beat, áður
höfðu þeir Ranking Rogers
söngvari og David Wakling
gítarleikari (sem stofnaði
Beat með Andy Cox) stofnað
General Public (t.d. er aö
finna samnefnt lag með
hljómsveitinni á þeirri ágætu
safnplötu Bresku bylgjunni
sem út kom árið 1984).
Auk þeirra Andys og
Davids er i Fine Young
Cannibals söngvarinn
Roland Gift, sem semur alla
texta við lög Mannætufélag-
anna sinna ungu og huggu-
legu. Eitt er það lag á þessari
fyrstu plötu þeirra sem mesta
athygli hefur vakiö,
Suspicious Minds, sem Elvis
Presley söng hér í eina tiö, og
syngur bakrödd í þvi lagi
Jimmy Sommerville fyrrum
söngvari í Bornski Beat, nú i
The Communards. Sumir
hafa ekki mátt vatni halda yfir
þessari útgáfu lagsins og
þá sérstaklega söng Rolands
og jafnvel gengið svo langt
að jaðrar viö guðlast — sagt
að hann slái Elvis út! Ég vil nú
bara mótmæla því, þótt þeir
Fine Young Cannibals geti
samt vel við unað sína útgáfu
og á hana megi hlusta með
ánægju.
Suspicious Minds er eina
lagið sem fengið er að láni á
þessari plötu, öll hin (9) eru
eftir þremenningana, nokkuð
misjöfn. Þeir sem hafa áhuga
á textum munu komast að þvi
að þeir félagar eru heldur á
vinstri kantinum og sér með-
vitandi um þjóðfélagsástönd,
eins og reyndar Beat var ekki
siður meðan sú sveit var og
hét. Auk þremenninganna
kemur þarna aðallega við
sögu trommarinn Martin
Parry, sem er duglegur en
einhæfur til lengdar, og svo
heyrist í gamla Beat-saxist-
anum Saxa i laginu Funny
how love is, sem er meö betri
lögum plötunnar. Ef skil-
greina á músik Fine Young
Cannibals má segja að hún
teygi sig mjög eftir sálartón-
list (soul) en á ekki síður ræt-
ur í rokki og poppi og ska-
leifar frá Beat koma upp á
yfirborðið af og til. Músik
þeirra er töluvert nálæg
hlustandanum, sérstök, en
viss einhæfni i sumum lögun-
um sem verkar þreytandi —
enda títt og ótt sleginn takt-
urinn.