Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 57
I' Fréttaskýring Hcr oé nú Á Alþingi eru teknar ýmsar mikilvægustu ákvaröanir landsmanna um afkomu ein- staklinga, fyrirtækja og heilla atvinnugreina. Þar eru sett lög, sem marka ramma um starfsemi sjávarútvegs, land- búnaöar og iðnaðar, svo dæmi séu tekin. Þetta skiptir sérstaklega miklu máli fyrir tvær fyrr- nefndu atvinnugreinarnar, þar sem þær eiga báöar viö alvarleg vandamál að stríöa. í sjávarútvegi eru ekki lengur nægar auðlindir til að ausa af, en i landbúnaði er við alvar- legt offramleiösluvandamál að striða. Þegar Alþingismenn og ráðherrar taka ákvarðanir um slik grundvallarmál í þjóö- félaginu leita þeir gjarnan til hagsmunaaðila i viðkomandi greinum. Gott dæmi um þetta er aó sjálfsögðu ákvarðanir þings og stjórnar um fisk- veiðikvótakerfið. Sú niður- staða, sem fæst í slikum mál- um á Alþingi, er þannig yfir- leitt afrakstur víötækra sam- ráða. „Bændaflokkurinn1 Engu að síður hlýtur það að skipta hagsmunahópa þjóöfélagsins verulegu máli að ,,þeirra“ fulltrúar séu i röö- um Alþingismanna. Það hefur sýnt sig i mörgum málum aö þaö hefur áhrif á afgreiðslu i þinginu ef hagsmunaaðilar hafa aðgang að „sinum" mönnum. Þetta er að sumu leyti eðlilegt. Bæöi er að þingmenn eru liklegri til að hafa vinsamlega afstöðu til fyrrverandi stéttarfélaga sinna en aðrir þingmenn, og eins hitt að þeir þekkja vafa- laust betur til þeirra vanda- mála sem verið er að fást við i greininni hverju sinni. Mörgum hefur þótt land- búnaöurinn eiga greiðan aö- gang að hinu opinbera kerfi og eru þá rikisstjórn og Alþingi þar meðtalin. Þetta skýrist ekki eingöngu af því að Framsóknarflokkurinn, sem öðrum flokkum fremur gætir hagsmuna bændastétt- arinnar, hefur verið i rikis- stjórn i hálfan annan áratug. Þetta ástand var nefnilega einnig staðreynd á árum Við- reisnarstjórnarinnar þegar Framsóknarflokkurinn var í stjórnarandstööu. Ein skýringin á þessari sterkri stöðu Iandbúnaðarins i kerfinu er tvimælalaust sú að bændastéttin hefur lengi haft mjög sterka stöðu á þinginu sjálfu. Ef litiö er til þess þings sem nú situr og þingmenn flokkaöir eftir þeim atvinnugreinum sem þeir störfuðu í áöur en þing- mennskan varð þeirra aðal- starf, kemur i Ijós að bændur eru þar mjög fjölmennir. Hvaðan koma þingmennirnir? Fyrirþingmennsku Fjöldi þm. Opinberþjónusta 14 Kennsla 13 Landbúnaður 8 Iðnaður 0 Sjávarútvegur 4 Viðskiptalíf 4 Fjölmiðlun 7 Annað 10 60 Af núverandi þingmönnum, sem eru sextiu talsins, eru þannig átta i „bændaflokkn- um“, eða 13—14% þing- manna. Þetta er mun sterkari staða en aðrar grundvallarat- vinnugreinar geta státað af, þar á meðal sjávarútvegurinn sem er þó sú framleiðslu- grein sem öðru fremur skapar verömætin i íslensku þjóð- félagi. Sjávarútvegurinn afskiftur Hvað með sjávarútveginn? Hafa margir sjómenn, fisk- vinnslufólk eða forsvars- menn útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtækja náð sæti á þingi? Samkvæmt meðfylgjandi töflu teljast þeir þingmenn sem koma úr störfum i sjávarútvegi aðeins fjórir. Þar af er einn úr sjómannastétt en þrír úr atvinnurekstrinum sjálfum. Aö sjálfsögðu má viö nákvæma skoðun finna á þingi menn sem hafa komið nálægt sjómennsku sem aukastarfi eða tómstunda- gamni, en menntun þeirra, og aöalstarf fyrir þing- mennskuna, er á allt öðru sviöi og þvi ekki hægt að telja þá til sjávarútvegsins. Þaö fer þvi ekki á milli mála að lítið er leitað til þeirra sem hafa unnið hörðum höndum við sjómennsku, útgerð eða fiskvinnslu þegar menn eru valdir til framboðs i örugg þingsæti, og virðist þar litill munuráflokkunum. Það er lika útlit fyrir að hlutur sjávarútvegsins i þing- mannatölunni hafi minnkað umtalsvert á siðustu árum. Sem dæmi má nefna að í þingkosningunum fyrir meira en tveimur áratugum, eða áriö 1963, voru kjörnir sex þingmenn sem hefðu fallið undir skilgreininguna um sjávarútveg í meðfylgjaridi töflu. Þessi þróun ætti að vera sjómönnum jafnt sem þeim öðrum er halda sjávarútveg- inum gangandi umhugsunar- efni. Og á þaö má benda að nú styttist i næstu þingkosn- ingar. - ESJ. Elías Snæland Jónsson aðstoðarritstjóri Alþingismenn atvinnuveganna: Hvar eru fulltrúar sjávarút- vegsins? VÍKINGUR 57 / !/)

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.