Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 34

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 34
Oryggisventill sjómanna „Frá tilkynningaskyldunni: Jón Jónsson JH 100 er beðinn að hafa samband viö næstu strandstöð Landssíma íslands strax". Hversu oft höfum við ekki heyrt tilkynningu í þessum dúr rétt fyrir fréttir í útvarp- inu? Oft hef ég hugsað sem svo, þegar ég heyri svona tilkynningar: Hvers vegna láta þessir bátar ekki vita af sér? Áhöfnin á þó ættingja í landi sem er ef til vill ekki alveg saman um þá! „Þannig hugsum við líka á hverjum einasta sólarhring allt árið um kring, hvers vegna, hvers vegna?“. Þannig svöruðu þeir Eysteinn Guðlaugsson sem unnið hefur hjá tilkynningaskyldunni í 10 ár og Guðjón Halldórsson sem unnið hefur hjá henni í 14 ár, þegar undirritaður heimsótti þá eina kvöldstund til að ræða við þá um þessa merkilegu stofnun, þetta einstæða fyrirbæri, tilkynninaskylduna. Sigurdór Sigurdórsson blaðamaöur skráði. Tilkynninga- skyldan heimsótt Ásgrímur Björnsson á spjalli við Guðjón Hall- dórsson, en Ásgrímur var lengi erindreki Slysavarnafélags ís- lands og var þá óþreyt- andi á að brýna fyrir mönnum aö muna eftir skyldunni. Ljósmyndari: Guðbjartur Gunnarsson. Tilkynningaskyldan er opin allan sólarhringinn og það eru fjórir menn sem vinna við hana, en þó aðeins einn í einu á vakt. Og álagiö á þann eina sem er á vakt hverju sinni er svo mikið, að því trúir enginn nema sá sem dvelur með viðkomandi eina vakt. Næturvaktin er þó yfirleitt rólegust. Tilkynningaskyldir bátar hér á landi eru rúmlega þrjú þúsuQd. Þar af eru bátar i svo kölluöum B-flokki um 1700 en B-flokkur er þilfars- lausir bátar. Þeir segja að yfir vertíðina séu meldingar bát- anna á bilinu 1500 — 1600 en geti farið uppi 2000 yfir sól- arhringinn. Hver bátur á að tilkynna sig tvisvar á sólar- hring yfir vertiöina. B-bátarnir eiga að melda sig tvisvar á sólarhring allt árið, en hinir þurfa ekki að melda sig nema einu sinni á sólarhring frá 1. maí til 1. september, en tvisvar á sólarhring frá 1. septembertil 1. maí. Fyrir nú utan að taka við öllum þessum meldingum frá bátunum, þá bætast við simhringingar, sem þarf að sinna. Dæmi eru þess, að vaktmaður hafi orðið að svara allt að 240 símtölum á einni vakt fyrir utan simtöl og skeyti frá strandstöðvun- um. En allt sem frá þeim kem- urerfært inn á skrá. Þá vaknar sú spurning hvort ekki þurfi að vera tveir menn á vakt hverju sinni. Þeim félögum ber saman um að það sé ekki hægt. Allir sem hringja eru að spyrja um þennan eða hinn bátinn. Til þess að geta svaraö viðkom- andi, þarf að fara í skráninga- skápinn, en að honum kemst aðeins einn maöur i einu, þannig að tveimur mönnum myndi ekki vinnast við þetta. Fyrir svo utan allt sem hér hefur verið nefnt hafa þeir beinar simalinur til björgunar- sveita, almannavarna, lög- reglu, jafnvel hæstaréttar- dómara o.fl.. Vaktmenn hjá tilkynningaskyldunni eru lif- andi viðvörunarkerfi fyrir bók- staflega allt sem viðkemur öryggi þessarar þjóðar. Ef álagið á viðkomandi vakt- mann verður óbærilegt er alltaf einn á bakvakt, sem hægt er að kalla út. Auðvitað er álagið mest þegar vond eru veður og bátar á sjó. Þá þagnarsiminn ekki: — Er þessi báturinn kom- inn fram, hefur hann tilkynnt sig? Þannig spyrja ástvinir og ættingjar sjómanna. Það er stórkostlegt fyrir fólk að geta leitað til tilkynningaskyldunn- ar undir svona kringumstæö- um. Kæruleysi „í sjálfu sér eru þeir bátar, sem ekki tilkynna sig, ekki að gera okkur erfitt fyrir, áhöfnin ætti fremur að hugsa til þess hvernig ættingjunum lið- ur, þegar ekkert hefur frá henni heyrst. Við höfum verið spurðir þegar bátar hafa týnst, hvers vegna leit hafi ekki hafist fyrr. Og svarið er einfalt: hann hafði ekki til- kynnt sig. Við vissum jafnvel ekki hvort hann var á sjó eða ekki, vegna þess að engin til- kynning kom frá honum“, segirGuðjón. Má ekki sekta fyrir slugs í tilkynningum? Jú, það má sekta, fyrir því eru ákvæði, en það er varla framkvæmanlegt. Skipstjóri myndi bara leggja sektarmið- ann á borðið hjá útgerðar- manninum sem borgar og málið er leyst, en ekkert myndi breytast. Það er einnig athyglisvert að það eru mikið sömu mennirnir sem sýna af

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.