Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Side 21
Sjómenn og fíkniefni
Heimferðirnar úr siglingun-
um eru lika oft mikill darrað-
ardans. Þá er allt leyfilegt;
jafnvel drukkið við stjórnvöl-
inn. Þá er að visu ekkert
unnið á dekki og litil hætta á
slysum þess vegna, en það
er lika hægt að sigla þessum
skiþum i vandræði. Raunar er
merkilegt að ekki skuli hafa
orðið fleiri slys.“
Hundarnir eru vita
gagnslausir
En gera yfirmennirnir á tog-
urunum sér grein fyrir þessari
neyslu? Eirikur er á þvi að þar
gildi hugtakið bæði og.
„Það fer varla hjá þvi að
þeir geri sér grein fyrir þvi
sem er að gerast. En þessi
efni eru mörg hver lyktarlaus
og erfitt að reka menn ur
skipsrúmi fyrir grunsemdirnar
einar. Og samtryggingin um
borð er mikil. Ef menn vita um
svona neyslu þá passa þeir
að láta ekki yfirmennina vita
um hana.
Ef þeir svo finna kannabis-
lykt á göngunum þá er ekki
svo auðvelt fyrir þá að stað-
setja hana i einhverjum ein-
um klefa. Þannig að það
erfitt fyrir þá að gera eitthvaö
i málinu.
— Eru menn ekkert
hræddir við hasshundana
þegar þeir koma úr sigling-
um?
„Blessaður vertu, hund-
arnir eru gjörsamlega gagns-
lausir, ef þeir finna ekki lykt.
Ráðið er einfalt; efnunum er
einfaldlega pakkað öðruvisi
inn. Fikniefnalögreglan nær
bara viðvaningum sem kunna
ekki réttar aðferðir við að
koma þessu i land; þeir eru
farnir að senda heilu gengin
um borð i skipin og tæta þau i
sundur, en það eru bara
klaufarnir sem klikka.
Þegar maður tekur við vör-
unni úti er hún þannig inn-
pökkuö að það finnst engin
lykt af henni. Bestu mennirnir
í svona flutninga eru þeir sem
ekki eru á skrá hjá fikniena-
lögreglunni, þvi það er aldrei
leitað á þeim. Hundurinn get-
ur þess vegna gegnið hring
eftir hring i kringum þá án
þess að neitt finnist; þeir
stinga þessu bara i vasann
og þramma með það i land.
Fullgallaður sjómaður á leið i
land getur haft á sér 1 —2 kíló
af sþitti án þess að það
sjáist. Það er meiri fyrirferö i
stuöinu, þannig að magnið er
minna i einu.“
— En hvernig menn eru
það, sem fara svona til út-
landa aö kaupa sér efni og
láta sjómenn flytja þau með
sér heim?
„Þetta eru alls konar mekt-
armenn. Bisnissmenn og
aðrir slikir sem hafa peninga
til að láta aöra vinna skitverk-
in fyrirsig."
Orðaskýringar:
Spítt = örvandi lyf, svo sem
amfetamin og fenmetalin
(femmi).
Stuð = róandi efni, svo sem
hass og hassolia.