Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Page 27
Athuganir á ástandi hrognkelsastofna
vertiöina en þrátt fyrir þaö
voru aflaþörgö yfirleitt yfir
meöallagi nema i Þistilfirði.
Hvaö varöar útlit fyrir vertiö-
ina 1986 þá er gott útlit fyrir
áframhaldandi veiði á
Ströndum. Á Skagaströnd er
sömuleiðis gott útlit fyrir
næstu vertið en ef ekki kemur
til góö nýliöun 1986 er hætt
viö aö afli fari minnkandi
1987. Á veiöisvæöunum frá
Skagafirði aö Sléttu viröist
hafa verið sæmileg gengd af
grásleppu voriö 1985, en
líklega verður mun minni
gengd af grásleppu næsta
vor. Á Þistilfiröi var afli undir
meöallagi siöastliöið vor og
er ekki hægt aö sjá nein bata-
merki þar út frá þeim mæling-
um sem gerðar voru 1985.
Gögn frá Vopnafirði benda
til aö sæmileg veiði geti orðið
þar en mælingar frá Bakka-
firði benda aftur á móti til
þess aö veiði sunnan undir
Langanesinu fari heldur
minnkandi. Mælingar frá
Noröfirði gefa ekki góðar von-
ir um veiðar þar á næsta vori.
Mörgum mun þykja aö ég
dragi frekar dökka mynd af
veiðivon á allflestum veiöi-
svæöum fyrir næsta vor enda
viröist mér aö heildaraflinn
geti oröiö töluvert undir
meðallagi. Þess ber þó aö
gæta aö vel hefur árað i sjó
aö undanförnu og slikt getur
orðið til þess aö flýta vexti
fiska þannig aö þeir verði fyrr
kynþroska. Og svo má benda
á |j>að sem flestir vita aö spár
rætast ekki alltaf, sérstak-
lega þegar reynt er að spá
um framtíðina. Aö svo mæltu
óska ég grásleppu körlum um
allt land góðs gengis á kom-
andi vertiö og þakka þeim
sem unniö hafa gott starf i
þágu þessara rannsókna.
Vilhjálmur Þorstelnsson
fiskifræðingur.
Mynd 2 og 3. Þrívidd-
ar myndir sem sýna afla
á sóknareiningu og
lengdareiningu fyrir
mismunandi veiöisvæöi
1985. Upplýsingar úr
töflu 2. Tilgangurinn er
aö sýna aflabrögö á
þessum veiðisvæðum
áriö 1985, en einnig er
hægt aö gera sér hug-
mynd um líkur á grá-
sleppugengd á þessum
miöum á næsta ári (vor-
iö 1986). Skammstaf-
anir á mynd 2: BrS1 =
Breiöafjöröur sunnan-
verður. BrN1 = Baröa-
strönd 0000 Vatns-
kleifagrunn. BrN2 =
Baröaströnd út viö
Keflavik. VeS1 = Vest-
firöir sunnanverðir
(Patreksfjöröur). VeN1
= Vestf irðir noröanverð-
ir(lsafjaröardjúp). Fax1
= Faxaflói viö Seltjarn-
arnes. Skammstafanir
á mynd 3: Str1 =
Strandir. HÚA1 = Húna-
flói aö austanveröu
(Kálfshamarsvík). Þist-
ilfjörður. Bakk = Bakka-
flói (viö Fagranes á
Langanesi) Vopn =
Vopnafjöröur. Norö =
Norðfjöröur. Mælingar
sem geröar voru frá
Siglufiröi og Ólafsfiröi
komu svipað út og þær
sem geröar voru í
Skjálfanda.
VÍKINGUR 27