Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1986, Blaðsíða 47
Vélhermirí
Vélskólann
Síðastliöin 10 ár hafa verið
aö þróast hermar (símúla-
torar) fyrirkennslu í vélstjóra-
skólum.
Allmörg ár eru siðan herm-
ar komu fram á sjónarsviöið
til þjálfunar flugmanna og
skipstjórnarmanna i siglinga-
fræði, m.a. hinir svokölluðu
Radar-samlíkjar.
Vélskóli íslands hefur
fylgst með þróun þessara
mála. Á Noröurlöndum var
fyrsti vélhermirinn tekinn i
notkun i Þrándheimi i Noregi
fyrirnokkrum árum.
Það er fyrst nú aö notkun
þeirra er farin að aukast, en
þeir hafa verið i stöðugri
þróun eins og allur annar
tölvubúnaður. Nýjasta gerð
þeirra eru hinir svokölluðu lit-
grafísku hermar. Þeirfalla vel
inn i eldri vélbúnað i vélasöl-
um vélstjóraskólanna. Meö
þessum vélhermum má kalla
fram, á litskjá, öll kerfi véla-
rúms og fá fram öll mæligildi
sem máli skipta. Ef viðvörun
kemur fram vegna þess aö
eitthvað hefur fariö úrskeiðis
kemur viðkomandi gildi fram i
öörum lit og blikkar. Fjarstýr-
ingar eru framkvæmdar
þannig að viökomandi kerfi er
kallað fram á skjáinn og
færanleg ör látin þenda á
þann þátt er stilla þarf.
Megintilgangur vélhermis er
aö þjálfa vélstjóra í að bregð-
ast við bilunum í vélum og
tækjum og við neyðarástandi
sem gæti orðið á skipi úti á
rúmsjó. Vélhermir er gerður af
breytilegum fjölda eininga
sem raðaö er saman i sam-
ræmi við væntanlega notkun.
Þeir henta sérstaklega vel
við kennslu byrjenda og jafn-
framt eru þeir hagkvæmir við
menntun þeirra sem eru að
Ijúka vélfræðinámi, svo og við
endurmenntun, rannsóknirog
bilanaleit.
Vegna frétta i fjölmiölum frá
Litskjáir
HÉR FER TEIKNI-
VINNSLAN FRAM
bæjarstjórn Akureyrar vil ég
taka fram eftirfarandi:
í mörg ár var Vélskóli is-
lands meö sjálfstæöa deild á
Akureyri, sem seinna varð
deild i Iðnskólanum. Þegar
Verkmenntaskólinn var
stofnaður varð þessi deild að
vélstjórnarbraut i honum. Ég
óska Verkmenntaskólanum á
Akureyri til hamingju með
hina veglegu byggingu og
góðu og stóru sali til verklegr-
ar kennslu og vona að þeir
komi sér upp góðum vélasal
fyrir vélstjórnarkennslu og
þar verði m.a. vélarúmsherm-
ir.
Það hefur komiö fram i
fréttum frá Akureyri að einn
vélhermir mundi duga fyrir allt
landið, en eins og fram kemur
i greininni hér á undan er slíkt
tæki liöur i hinni daglegu
kennslu og veröur því að vera
til í viðkomandi skóla.
Til Akureyrar hefur veriö
pantaður vélarúmshermir, en
til Vélskóla Íslands litgrafísk-
ur vélhermir, sem að okkar
mati fellur vel inn i þann vél-
búnað sem við höfum fyrir i
vélasölum skólans.
Vakin skal athygli á því að
þegar eru litgrafiskir skjáir
komnir i stjórnklefa vélarúms
skipa, orkuvera og verk-
smiðja til notkunar fyrir
vakthafandi vélstjóra til að
fylgjast með ástandi véla og
tækja.
Tölvustýrðir „hermar",
ásamt litskjám og
stjórnborðum.
Fréttatilkynning
frá Vélskóla íslands
Andrés Guðjónsson,
skólameistari.
VÍKINGUR 47