Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 31
SKRAPIÐ
Vikinginn hefur tvisvar veriö
sagt frá aðalfundi Spari-
sjóös vélstjóra, á einni siöu
i 4. tbl. 1985 og á hálfri síöu
i 7. tbl. 1986. Meö annarri
frásögninni var birt mynd af
starfsfólkinu, öðru en „stór-
menni sem þar ráöa ríkj-
um“, af þeim hafa ekki verið
birtar myndir hér fyrr en
nú.meö grein um Sparisjóö-
inn i tilefni aldarfjórðungs-
afmælis hans. Sannast
sagna finnst mér þetta af-
sprengi samtaka innan sjó-
mannastéttarinnar vera allri
stéttinni til sliks sóma og
hagsældar aö engin
ofrausn sé að gera því
nokkur skil á merkum tíma-
mótum i Sjómannaþlaðinu
Víkingi.
Siöust er athugasemd þín
um sjö myndir af forseta
FFSÍ í einu þlaöi. Rétt er
þaö aö maðurinn myndast
vel, en hann er líka ötull viö
að skrifa í blaðið og blaðið
hefur þann siö að birta
myndir af höfundum meö
efni þeirra, og má eflaust
deila um hvort það sé góður
siður eöa slæmur. En af
þeirri ástæðu eru tíöum
myndir af Guöjóni á síðum
blaðsins. Sjömyndablaöiö
tel ég víst að sé 9.— 10. tbl.
1986, en þar birtist langt og
itarlegt viðtal viö Guöjón og
meö slíkum viðtölum eru
gjarnan birtar nokkrar
myndir, hvort heldur er í
Vikingnum eða öörum blöö-
um.
Aö lokum endurtek ég
þakklæti mitt fyrir bréfiö og
þaö tilefni sem þaö gefur til
umræöu um efni Vikingsins.
Ég fagna þvi aö lesendur
hafa þann áhuga á blaðinu
sem nægir til aö þeir láti mig
vita um ánægju sína eöa
óánægju. En umfram allt er
nauösynlegt aö ég fái aö
vita um tillögur þeirra
óánægöu að betra blaði.
Meö bestu óskum um
gleðilegt ár og góöa framtið,
Sigurjón Valdimarsson
ritstjóri.
Síldarútvegsnefnd
(SÚN)
Garðastræti 37,101 Reykjavik
Pósthólf 610* Simi 27300 • Telex 2027
Helztu verkefni:
• Markaðsleit, sala og útflutningur á öllum tegundum saltsíldar.
• Skipulagning síldarsöltunarinnar í þeim tilgangi að nýta sem bezt hina
ýmsu og ólíku markaði fyrir allar tegundir og stærðir saltaðrar síldar.
• Innkaup, sala, dreifing rekstrarvara saltsíldariðnaðarins.
• Reksturbirgðastöðva.
Stjórn stofnunarinnar er skipuð 3 fulltrúum frá félögum síldarsaltenda, 1
fulltrúa frá Alþýðusambandi íslands /Sjómannasambandi íslands, 1
fulltrúa frá Landssambandi ísl. útvegsmanna og 3 fulltrúum kjörnum af Alþingi.