Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 52
Jón Steinar
Ragnarsson
skrifaði söguna
og myndskreytti
52 VÍKINGUR
Vetrarhljóð
Fyrir fimm ára snáöa, sem ekki vissi betur,
haföi hver árstiö sinn ilm og sín hljóö.
Þaö var þó ekki laust viö aö fulloröna fólkiö
kímdi svolítiö þegar hann sagöi eitthvaö likt og
vetrarhljóö eöa morgunilm.
Kannski vegna þess aö þaö haföi aldrei heyrt
eöa fundiö neitt slíkt. Kannski vegna þess aö
þaö haföi aldrei legiö undir sænginni sinni á
vetrarmorgni og hlustaö og fundiö.
En svona var þaö nú einu sinni. Þaö vissi
hann.
★
Marr i mjöll undan syfjuöum stígvélum á leiö í
vinnuna, hóstakjöltrin ípabba og lykt af blautum
lopavettlingum. Þaö var veturinn.
Vindurinn gnauöaöi ámátlegar en á sumrin.
Næstum brjóstumkennanlega. Jafnvel hljóöin
frá bílunum voru þyngri og dapurlegri. Allt gekk
hægar. Fá bros. Lítiö talaö.
Já, veturinn var raunamæddur. Sumriö glatt
og lifandi. Þá hló allt og þaui hjá í gáska og
gleöi.
Þaö brakaöi i gólfinu. Nú var pabbi á leiö á
sjóinn. Pissaö. Kveikt í sigarettu, og aftur brak-
aöi í gólfinu. Stiginn kveinkaöi sér undan þung-
um fótum.
Aumingja pabbi. Nú varkaltaö fara á sjóinn.
Þaö glamraöi í leirtaui í eldhúsinu. Nú var
hann aö reyna aö veiöa bolla upp úr hrúgunni í
eldhúsvaskinum. Hann hóstaði, svona eins og til
aö kæfa hljóðiö. Smellur. Brothljóö. Bölvaö lágt
og hóstaö. Þaö heyröist aldrei meira í honum en
þegar hann reyndi aö fara hljóölega.
Litlir mjúkir fætur læddu sér undan sænginni
og tipluöu hljóölaust eftir köldu gólfinu. Hann
ætlaöi aö kyssa hann bless.
Fyrst settist hann á stigaskörina og hlustaöi.
Þefaöi.
★
Stiginn gein óendanlega langur viö þar sem
hann rann í eitt saman viö myrkriö niöri á gang-
inum. Ilmur af nýju kaffi og sígarettureyk mætti
honum. Hann fikraöi sig niöur, þrep fyrir þrep.
Stiginn kvartaöi svolítiö yfir ónæöinu svona
snemma aö morgni, en lét sér lynda aö á honum
væri troöiö. Eldhúshuröin var ekki eins þýölynd.
Æiiil, sagöi hún, er snáöinn ýtti viö henni.
Allt var svo tregt og sérhlífiö á veturna.
„Nú, ert þaö þú?“, sagöi paþþi eins og hann
byggist viö draug.
„Já, ég heyröi í þér", svaraöi snáöinn og lét
sem hann væri nývaknaöur. „Ég ætlaöi bara aö
kyssa þig bless. “
Tvær hlemmstórar, sigggrónar hendur lyftu
honum upp eins og hann væri þyngdarlaus og
skeggbroddar stungu hann í vangann.
Hann lagöi armana um hálsinn á pabba og
neri vanga viö vanga.
„Þú stingur", sagöi hann lágt.
„Ég?“ sagöi pabbi eins og ekkert væri fjær.
„Þaö hlýtur aö vera þú sem hefur gleymt aö
raka þig. “
Snáöinn strauk sér um vangann og brosti.
„Ég er aö safna", sagöi hann svo.
Pabbi hnussaöi eilítiö eins og hann heföi
fengiö eitthvaö í nefiö.
Þannig var hann vanur aö hlæja. Svo faömaöi
hann litla drenginn sinn aö sér, svo fast aö hann
kenndi til. En þaö geröi ekkert til, þvi snáöinn
vissi hvaö þaö þýddi.
★
Pabbi setti hann niöur á stól og sótti handa
honum mjólk og brauösneiö. Svo sátu þeir feög-
ar í heimspekilegri þögn. Hvor á sinum stól og
mauluðu brauö. Pabbi sötraöi svart kaffiö i löng-
um sogum og blés i bollann. Eldhúsklukkan tif-
aöi og hugir þeirra svifu út um gluggann.
Skyndilega tók paþþi snöggan kipp, stökk á
fætur og kveikti á útvarpinu. Veöurfréttir! Þá var
nú eins gott aö þegja eins og steinn.
„Sussl", sagöi hann og bandaöi til hendinni,
án þess aö nokkur segöi nokkuð. Síöan hvolfdi
hann séryfir tækiö, eins og köttur sem bíöur eft-
ir aö hremma bráð sína.
Þaö sem á eftir fylgdi var eins og helgistund,
nema hvaö í kirkju heyröist þó alltaf einstaka
hósti og stuna.
Afar syfjuö rödd þuldi seiga og hljómbrigöa-
lausa þulu:
„Gert er ráö fyrir stormi á Vestfjarðamiðum,
noröurmiöum“ ... og happdrættismiöum og
hvaö þau nú hétu öll þessi miö. Fyrir snáöanum
var þetta bara óhemju leiöinleg tugga, sem jafn-
vel þulurinn skildi ekki sjálfur. En fyrirpabba var
þetta eins og höfuölausn. Spurning um líf og
dauöa og sennilega var þaö svo.
Aö lokum kom romsa um Færeyjar og Fær-
eyjadjúp, en þá slökkti pabbi á tækinu og sórst