Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 35
þaö, að hann naut strax
mikilla vinsælda sjómanna
og aöstandenda þeirra,
eins og sést á þvi að honum
barst mikiö af bréfum.
„Þetta voru yfirleitt meira
en hundrað bréf á viku og
þar af leiðandi mikil vinna
að fara í gegnum allan
bunkann og velja kveðjur",
segir Guðrún. ,,Og fyrir utan
kveðjurnar voru þarna alls
kyns persónulegar kveðjur.
Sumir buðu mér út að borða
og talsvert var af hjóna-
bandstilboðum í þessum
bréfum. Þetta var mjög
gaman“.
Fyrir þá, sem vilja bera
saman lagaval þeirra sem
senda kveðjur í þættinum Á
frivaktinni i dag við það sem
tiðkaðist á upphafsárum
þáttarins, má geta þess að
karlakórslög voru mjög
áberandi.
„Já, þaö voru Hraustir menn
með Guðmundi Jónssyni.
Þeir voru óskaplega vinsæl-
ir. Og Erla Þorsteinsdóttir
átti lika hvert metlagið á
fætur öðru; hún söng yfir-
leitt mjög Ijúf og falleg lög.
Þegar allt er til tekið voru is-
lensk lög mun vinsælli en
erlend og karlakórar þó vin-
sælastir. Karlakór Reykja-
vikur og Guðmundur Jóns-
son með Hrausta menn
slógu þó allt út. Ég var satt
að segja orðin hræðilega
leið á Hraustum mönnum
áðurenyfirlauk“.
Til þess svo að skapa til-
breytingu frá tiltölulega ein-
hæfum kveðjulestri þessi
fyrstu ár, greip Guðrún til
þess ráðs að taka upp við-
töl sem hún sendi svo út í
þættinum.
„Ég gerði dálitið af því að
fara upp á Hrafnistu og taka
viðtöl við gamla sjómenn
sem þar dvöldu, um starf
þeirra og lif. Þetta var viss
tilbreyting frá kveðjulestrin-
um og lifgaði upp á
þáttinn".
Þannig hófst þessi þáttur
sem sjómenn hafa svo
sannarlega kunnað að meta
i gegnum tíðina. Og þótt
árin séu orðin þrjátiu hafa
umsjónarmennirnir ekki
verið mjög margir. Þeir virð-
ast endast nokkur vel, eins
og sést á þvi að fram til
þessa hafa sjö konur séð
um þáttinn; Guðrún Er-
lendsdóttir, Bryndís Sigur-
jónsdóttir, Eydís Eyþórs-
dóttir, Sigriður Siguröar-
dóttir, Margrét Guðmunds-
dóttir og Þóra Marteinsdótt-
ir sem nú sér um þáttinn. í
veikindaforföllum þeirrar
siðastnefndu hefur svo
Hildur Eiriksdóttir haft um-
sjónina með höndum.
Þátturinn er ennþá sendur
út i beinni útsendingu, en
auk hinna hefðbundnu
skriflegu kveðja er nú hægt
að hringja inn kveðjur í þátt-
inn meðan á útsendingu
hans stendur og eru þær þá
fluttar jafnóðum.
Varamaður
VÍKINGUR 35