Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 56
MIKILVÆGAR MARKAÐSFRETTIR UR PACIFIC FISHING
56 VÍKINGUR
LAX. Áriö 1986 var áætlaö að veiða 138
milljónir laxa i Alaska. Það tókst ekki og reynd-
ist veiöin 127.800.000 laxar, sem er fjóröa
besta aflaár i sögu laxveiða i Alaska. Áætlað
er að hlutur úterðar af verðmæti aflans sé
413,9 milljónir dollarar (16,6 miljarða isl.kr.).
Við Bristolflóa var metlaxveiðiár, en þar komu
á land 17.600.000 laxar að verðmæti 5,8 millj-
arðar, sem er met. Bráðabirgðakönnun sýnir
að búast má við 15 miljón fiskum á þessu ári í
Bristolflóa sem hefur i för meö sér að leyfilegt
yrði að veiða 7 miljón fiska. Þetta heldur jaþ-
önskum laxkaupendum i mikilli óvissu, þar
sem þeir vita ekki hvort þeir eiga að geyma
þann lax sem þeir eiga nú ( en það er tegundin
reds) eða selja hann strax. Mikil kaup Japana
á laxi hafa styrkt Evrópumarkað á laxi veiddum
á línu, einnig hefur lækkun dollarans stuölað
aö þvi sama. Þetta þýðir að lax frá Bandarikj-
unum keppir i raun við norskan eldislax á
markaöi fyrir lax til reykingar. Smásölum i
Evrópu er einnig fært að selja lax á lægra verði
en á árinu 1986 og það hefur falliö neytendum
vel. Fáir, ef nokkur lax veiddur á linu er eftir i
birgðageymslum í Bandaríkjunum nú. Það sem
til er af reds fer á meðalverði, 282 kr./kg.
Einu neikvæðu áhrifin af hinum sterka Evrópu-
markaði eru að sumir söluaðilar í Bandaríkjun-
um eru ófúsir að eyða peningum i kynningu, og
gleyma þá því að eitt gott ár vegna þess að
dollarinn er veikur þýðir ekki aö orustan við
norskan eldislax sé unnin. Markaður fyrir
laxtegundina chum er eini veiki punkturinn á
laxamarkaðinum af því aö nokkuð af þessum
laxi gekk mjög seint og kaupendur örvæntu og
borguöu því hátt verð fyrir það sem fékkst.
Verð upp úr skipi i British Coloumbia var
48—70kr./kg. Birgðir af frystum laxi voru
26.700 tonn í september á síðasta ári en voru í
ágúst sama ár 23.000 tonn og í september
1985 29.900 tonn. Heldur minna af laxi var
lagt í dósirá árinu 1986 en 1985. 17. október
1986 voru birgðir af niöursoðnum laxi 2,6
miljónir kassa (48 stórar dósir í kassa) sam-
anboriö viö 3,0 miljónir kassa á sama tima
1985, i Brithis Columbia 18. október s.l. þær
mestu á siðustu fimm árum eða 1,9 miljónir
kassa. Heildsöluverð á pinks er aðeins hærra
en á árinu 1985, 24 stórar dósir i kassa seld-
ust árið 1986 á 1200 — 1240 kr. Skortur hefur
verið á reds og verð á honum hækkað í
3960—4000 kr. (24 stórar dósir) eða 1600 kr.
hærra en á árinu 1985.
SÍLDARHROGN. Bráöabirgðatölur sýna að
sildarhrognaframleiðsla í Alaska 1986 varð
55.954 tonn að verðmæti 1,5 miljaröar króna
upp úr sjó. Verðmætið er um 16 miljónum
króna meira en á árinu 1985, þótt magnið sé
5.800 tonnum minna. Verð til sjómanna varö
frá 40.000 kr./tonn í Kah Shakes, Sitka Sound
og Seymour Sound niður i 20.0900 kr./tonn í
Nunivak Island og Nelson Island.
Veiðarnar stunduöu i Alaska alls 1.886 skip
á árinu 1986 og meöal aflaverðmæti á skip var
800.000 kr. á skip.
RÆKJA. I lok vertiðar 31. október s.l. hafði
aflinn slegið öll met. Um miðjan október höfðu
komið á land i Oregan 15.000 tonn sem var
tvöfalt meira en allur aflinn árið 1985. Svipað
var upp á teningnum i Washington ríki, þar
voru um miðjan október komin á land 7.500
tonn, tvöfalt meir en árið 1985. í Kaliforniu var
aflinn oröinn 2.700 tonn, 1.500 tonnum meira
en árið 1985. Verð upp úr skipi var 62 — 66
kr./kg. Afli á skip í veiðiferð siöari hluta ver-
tiðar var nokkuð minni en árið 1986 eða 5 tonn
saman borið við 6,6 tonn 1985. Fiskimenn
urðu varir við mikið af fyrsta árs og eins árs
rækju sem ætti að þýöa góðan afla siðar.
SURIMI. Heildarframleiðsla Japana á surimi
hefur aukist úr 960.876 tonnum árið 1982 í
983.765 tonn árið 1985. Á sama timabili hefur
framleiðsla á Analog Seafood tvöfaldast, var
36.555 tonn árið 1982 en 73.356 tonn árið
1985. Mikiö af þessari aukningu fór til Banda-
rikjanna og heldur áfram að fara þangað þrátt
fyrir hátt verö á jeni, vaxandi innlenda fram-
leiðslu og aukana samkeppni frá Suður Kóreu.
Innflutningur á Analog Seafood til Bandaríkj-
anna var i ágústlok 1986 orðin 27.548 tonn á
móti 30.235 á sama tima árið 1985. Birgðir i
Bandarikjunum af surimi voru í ágúst 1986
1.680 tonn en voru i júlí 1.271 tonn. Birgðir af
Analog Seafodd hafa minnkaö, voru 2.134
tonn í ágústlok en 2.315 tonn i júlilok.