Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 14

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 14
Skapmikill „Farmannslífiö er aö mörgu leyti mjög rólegt, afslappaö og þægilegt..." geta skipt hana mörgum milljónum. Þaö hefur hins- vegar alveg verið undir hæl- inn lagt hvort þessir menn hafa kunnað stakasta orð i viökomandi tungumáli og ýmsir ekki einu sinni skiljan- lega ensku“. Farmenn sjá börn sín svo sjaldan, aö þeirsýna þeim þá sínar bestu hliöar...“ 14 VÍKINGUR Annar hraði og annað líf — Ari, helduröu aö þú hafir oröiö háöur hafinu og lífinu í þessu litla samfélagi sem þar þrífst milli landa? „Já, ég hugsa það, án þess þó að ég hafi mikið hugsað út i þetta mál. Mér finnst það, svona þegar þú nefnir þetta“. — Færöu fiöring eftir langa landveru? „Ja, þegar maður er þúinn að dvelja lengi hérna í stress- inu í þessu harða og hraöa samfélagi okkar, er það hrein afslöppun að komast aftur út á sjóinn, hrein og bein af- slöppun; þar er allt annað andrúmsloft, allt annar hraði, alltannað lif. Farmannaslifið er, veistu, að mörgu leyti mjög rólegt, afslappað og þægilegt.. — Ertu rólyndismaöur? „Nei, ég er mjög skapmikill. En mér finnst það engu að siður mjög gott að komast í rólegt umhverfi og hafa til dæmis næði til að lesa. Ég er mjög mikið fyrir lestur. Að visu hefur timi til þess og annars dundurs á hafi úti minnkar mikið á siðustu árum vegna fækkunar í áhöfnum. Álagiö hefur aukist á okkur“. — Þú ert kvæntur Þuríöi Lárusdóttur. Hvernig finnst þér hún hafa tekiö farmannslífi þínu? „Mér finnst hún hafa sýnt því mikinn skilning — og ég veit ástæðuna: Hún er sjálf sjómannsdóttir. Pabbi henn- ar var skipverji hjá Landhelg- isgæslunni. Hún er alin upp við miklar fjarverur fööur síns frá heimilinu. Hún þekkir þetta semsagt af eigin raun — og vissi vel að hverju hún gekk þegar hún giftist mér. Og þetta er gríðarlega mikið atriði. Ég held hreinlega að þetta gangi ekki upp hjá far- mönnum nema það séu fyrir þessi tengsl við hafið hjá báðum aðilum. Ég held, ef fariö væri að athuga málið, að þaö séu einmitt þeir sem eiga konur frá sjómannheimilum sem hafa dugað lengst í starfinu. Hinir hafa farið snemma i land vegna þess aö konurnar gútera þetta ekki. Og skal svo sem engan undra. Þetta er ekkert lif í sjálfu sér, ekkert eðlilegt heimilislif, heldur meiri og minni aðskilnaður". — Finnst þér þú stundum stunda farmennskuna af hel- berri eigingirni? „Já“. — Þiö Þuríöur eigiö saman fjögur börn. Hvaöa áhrif tel- uröu aö farmennskan hafi á uppeldi? Eru farmenn haröir pabbar? „Nei, ég held kannski þvert á móti. Farmenn sjá börn sín svo sjaldan, að þeir sýna þeim þá sínar bestu hliðar, þó ekki væri nema vegna ærinn- ar gleði að sjá þau eftir lang- an aðskilnað. Ég held hins- vegar, ef menn eru oft lang- dvölum að heima, kannski i löngum túrum ár eftir ár, að samband þeirra við börnin geti rofnað að talsverðu leyti, eða að minnsta kosti ekki náö að rista jafn djúpt og annars væri. Þetta er vita- skuld alvarlegur hlutur — og stórmínus við starfiö'1. — Þaö hefur aldrei hvarflaö aö þér aö hætt farmennskunni, fara íland? „Jú, blessaður vertu, ég hef margsinnis strengt þess heit. Ég ætlaði að hætt þessu þrjátiu og fimm ára, þá alveg ákveðinn. Ég var ennþá ákveönari i þessu fjörutiu ára — Og nú ertu aö veröa...? „Ja, ég er nýskriðinn yfir á fimmtugsaldurinn. Ætli næsta heitstrenging verði ekki um hálffimmtugt.. — Er ekki úthald farmanna einmitt um þaö bil tuttugu ár? „Jú, ætli það sé ekki eitt- hvað þar um bil. Það eru sárafáir menn sem ná ellilíf- eyrismörkunum i þessu starfi". — Og þaö er mikiö til vegna þrýstings frá fjölskyldunum? „Já, fyrst og fremst". Formennska: erindi og erfiöi — Víkjum þá aö öörum mál- um Ari. Hvaö kom til aö þú heltir þér út í félagsmálin meö- al stýrimanna? „Þótt ég hafi kannski aldrei verið mjög virkur í félagsstarfi framan af haföi ég alltaf mjög mikinn áhuga á félagsmálum. Það var fyrir þremur árum sem formannaskipti urðu — og þetta var nú ekki flóknara en svo að nokkrir menn úr fé- laginu komu að máli við mig og spurðu hreint út hvort ég treysti mér til að takast á við formennskuna. Ég játti, þó svo að starfið hefði þá aldrei svo mikið sem hvarflaö að mér". — Hversvegna leituöu þessirmenn til þín?„ „Ég veit það ekki, en sjálf- sagt hafa þeir treyst mér — vonandi. — Ákveöinn ískoöunum? „Ég er það svona i flestum tilvikum". — Stendurfastá þínu? „Ég geri það svona i flest- um tilvikum". — Einstrengingslegur?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.