Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1987, Blaðsíða 50
nyjUMGAR
TÆKNI
50 VÍKINGUR
Hreinsiprammi
Myndin sýnir pramma sem
er smíðaður hjá Krupp Ruhr-
orter skipasmíðastöðinni í
Duisburg. Prammin er sér-
staklega útbúinn til að starfa
í höfnum, ám og skurðum.
Að framan er skúffa til að
fleyta olíu, eða öðrum efnum,
af yfirborðinu. Auk þess er
slátturgreiöa og krani sem
ætluð eru til að fjarlægja
sjávargróður eða vatnagróð-
ur.
Sérstakur sogbúnaður er
um borð til aö ná upp oliu-
sora.
Djúprista prammans er
aðeins 1 m, lengdin 16,5 m og
breiddin 9,5 m.
Til að auðvelda landflutn-
inga á prammanum er hann
gerður úr einingum sem auð-
velterað skilja að.
Vasa-sveigjumælir
Caterpillar hefur á boöstólum
lítinn, handhægan en ná-
kvæman sveigjumæli fyrir
skipsskrúfur.
Erfitt er að beita hefðbund-
inni sveigjumælingaraðferð
nema meö þvi að losa skrúf-
una af ásnum og mæla hana
á mæliplani.
Við mælingu með nýja
mælinum þarf ekki að losa
skrúfuna af ásnum og getur
skrúfan veriö í hvaða stöðu
sem er, neðansjávarmæling
kemur jafnvel til greina. I
mörgum tilvikum getur svona
mælir sparað heilmikinn tíma
og fyrirhöfn.
Framleiðslunúmer mælis-
inser8T5322.
Skipt um fóöringu í
stefnisröri án
öxuldráttar
Þegar skipt er um legufóðr-
ingu i stefnisröri þarf yfirleitt
að öxuldraga. Bandaríska
fyrirtækiö „Duramax Marine
Division of the Johnson
Rubber Company, 16025
Johnson Street, Middelfield,
Ohio 44062“ framleiöir
gúmmífóðringar í stefnisrör
sem hægt er að skipta um án
þess að öxuldraga.
Eins og myndin sýnir er
fóðringin samsett af steypt-
um gúmmílistum sem hægt er
að skipta um þótt skrúfuás-
inn sé i stefnisrörinu.
Hægt er aö fá gúmmífóðr-
ingar með mismunandi efnis-
eiginleikum sem svara til
mismunandi flatarþrýstings á
leguna. Einnig er hægt að fá
listana steypta með sérstakri
málmstyrkingu á bakhlið.
Dýptarmælir með
tölvuprentara.
Litadýptarmælar eru nú
orðnir nokkuð algengir en
menn vilja þó helst fá dýpið
og lóöningar skráöar á papp-
ír. Norska fyrirtækið Simrad
varð fyrst til að setja á mark-
að dýptarmæli sem tengdur
var tölvuprentara og ritaði
dýpið með lit á pappir. Nú
hefur Simrad sent frá sér nýj-
an mæli sem tengdur er
tölvuprentara og sýnir þannig
botninn í ýmsum litbrigðum
eftir þvi hve harður hann er.
Þennan dýptarmæli sem
nefnist EQ 100 er hægt að
tengja við siglingatæki, en sé
það gert kemur staösetning
skipsins á pappirinn. Skip-
stjórinn þarf þvi ekki sjálfur
að merkja á pappírinn þegar
hann fær gott eða lélegt hal.
Nota má EQ 100 sem millilið
þegar notaður er litaskjár og
menn vilja fá dýpið jafnframt
ritað í litum þ.e. prentað út i
litum. Að því er framleiðendur
fullyröa fæst endurvarp frá
60 cm þorski á allt að 600 m
dýpi ef senditiðni er 27 — 38
KHZ.
EQ 100 var kynntur s.l.
sumar, en er nú að koma á
markaðinn. Umboð fyrir Sim-
rad hér á landi hefur Friörik A.
Jónsson, Skipholti 7, 105
Reykjavík.